Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 14

Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 14
Danskir gestir Poul Uggerly og ,,Lille“ Palle Andersen. Grallarasvipurinn leynir sér ekki á Lille Palle Hinn 28. desember s.l. voru tón- leikar í Norræna-Húsinu. Þarna voru þeir Palle Andersen og Poul Uggerly frá Danmörku, og félagar úr Harmoníkufélagi Reykja- víkur. Tónleikarnir hófust með leik þeirra H.R. félaga, en strax á eftir komu þeir Andersen og Uggerly. Á fyrri hluta tónleikanna kom fram annar í einu, og lék nokkur lög og síð- an kom hinn inn og tók við. Á efnis- skránni voru allt þekktir slagarar sem eru flestu kunnir. Palle Andersen þandi raddböndin með harmoníkunni í flestum þeim lögum sem hann flutti einn, var með eftirhermur og flutti gamanmál. Poul Uggerly lét það vera að syngja, en lék þess í stað nokkur dönsk þjóðlög í eigin útsetningu á- samt ýmsu fleiru, og kom sennilega mörgum á óvart, með því að spila Litlu Fluguna. í lokin, léku þeir svo nokkur lög saman. Á Hótel Loftleiðum var svo haldið kveðjuhóf um kvöldið, með dansi og spili. Við náðum þeim út í horn smá- stund til að fræðast örlítið um þá. Poul Uggerly er frá norður Jót- landi, og 5 ára hóf hann nám hjá Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson harmoníkuleikari, lagasmiður og textahöfundur, samdi textann við lagið Hestamanna- ræll. Jón er kunnur lagasmiður og enn þekktari sem textahöfundur og svo afkastamikill á því sviði, að fáir standa honum jafnfætis. Eða hver man ekki eftir textum eins og — Út í Hamborg — og — Sagan af Nínu og Geira — svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur hann eins og áður segir, samið mörg dægurlög sem hafa náð miklum vinsældum, en svo eru önnur sem hann hefur samið sem ekki hafa verið enn komið á framfæri. Hann hefur um árabil, leikið gömludansana ásamt hljómsveit sinni, en annars er hann starfsmaður Búnaðarbankans, þar sem hann hefur starfað í áratugi. Vonandi á Jón í pokahorninu lag sem hann vill ljá okkur, og munum við þá gera honum betri skil. HESTAM ANNARÆLL: Nú legg ég hnakk á hestinn minn og hleypi svo af stað því um hásumar er bjart um dag og nótt. Ég leyta alltaf ævintýra eftir sólarlag, þá mitt ólgar blóð og mér er ekki rótt. Kannske mæti ég þér. Bíður þú eftir mér? Bak við fjallið, þar sáumst við í fyrsta sinn og við leitum uppi einhversstaðar iðjagræna laut og þá hvílir hann sig, góði klárinn minn. í austri sveipa tindarnir sig rauðum rökkurhjúp og í rólegheitum kveður fossinn lag og upp af sundum, eins og slæða, stígur þokan grá. Drúpir stjörnublómið, eftir heitan dag. Finn ég veginn til þín? Ertu á leið til mín? því á krossgötum stend ég og bíð eftir þér. Meðan hesturinn minn hlustar, líka heyri ég hófatak og nú veit ég að þú mundir eftir mér. Jón Sigurðsson. 14

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.