Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 18

Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 18
Eiríkur Þorsteinsson Alandsmóti SÍHU, sem haldið var að Varmalandi 1984, voru hljómleikar á laugardeginum, og kom það í hlut gestgjafanna að byrja. Inn á sviðið gekk öldungur með tösku í hönd, og fór sér í engu óðslega. Hann setti töskuna á gólfið, opnaði hana og tók upp úr henni ,,díotóníska“ harmoníku og setti á stól. Síðan lok- aði hann töskunni og setti hana til hliðar, gekk rólega aftur að stólnum, tók upp harmoníkuna og setti hana á sig. Allt þetta tók góðan tíma og var greinilega ekkert fát eða fum á gamla manninum. Hann hóf síðan að spila og sló taktinn með báðum fótum, all hressilega (enda maðurinn vel skóað- ur) þannig að hver meðal trommari hefði mátt vera hreykinn af. Þetta var heiðursmaðurinn Eiríkur Þorsteinsson frá Bakkakoti. Ég var svo lánsamur að fá að hitta hann stundarkorn, þegar hann kom til Reykjavíkur að heimsækja börnin -X Landsmót harmonikkuunnenda •J. verður haldið dagana 26—28 júní að Laugalandi í Eyjafirði. Þessi stað- ur varð fyrir valinu m.a. vegna þess, að á formannafundi aðildarfélag- anna, sem haldinn var á Akureyri síð- astliðið haust kom fram eindreginn vilji fyrir því að mótsgestir geti verið sem mest saman þessa 2 sólarhringa sem mótinu er ætlað að standa. Aðstaða sem boðið er upp á er: Svefnpokapláss, einnig mjög góð tjaldstæði og ef um hjólhýsi er að ræða. Mötuneyti verður á mótstað, svo og sundlaug. Viðlegubúnað þurfa mótsgestir að hafa meðferðis og ekki ATH. Efni fyrir næsta blað þarf að hafa borist fyrir endaðan ágúst 1987. HARMONÍKAN sín og fjölskyldur þeirra. Eiríkur er fæddur að Ekru-Hjalta- staðaþingá í N-Múlasýslu, 5. júní má gleyma ,,Landsmótsskapinu“. Undirbúningsnefndin lofar að stuðla að því að veðurguðir verði hliðhollir mótsgestum.. Gert er ráð fyrir að mótsgestir fari að safnast á mótstað upp úr hádegi á föstudag, að öðruleiti vísast til mótskrár. Að lokum nokkur atriði til umhugsunar. Varðandi tónleika á laugardegin- um, tímalengd hvers félags og hvort og hvernig skipta á 4 klukkustundum að frádregnu hléi. Þetta þarf að kom- ast á hreint sem allra fyrst svo félögin geti hagað sínum undirbúningi í sam- ræmi við það. Þá er nauðsynlegt að skipuleggja dansmúsikina, því um tvö hús er að ræða á laugardagskvöldið. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast sem allra fyrst og ei síðar en 1. júní. Allar nán- ari upplýsingar veita formaður undir- búningsnefndar Sigurður Indriðason í síma 96-23469 og formaður F.H.U.E. í síma 96-21621. Bestu harmonikukveðjur. Undirbúningsnefnd að 3. landsmóti S.Í.H.U. 1894. Hann fluttist 3—4 áraað Dratt- alastöðum í sömu sveit, og síðan aftur að Ekru þegar hann var 7 ára. Árið 1907 flutti hann að Húsey og ólst þar upp. í Húsey voru alltaf mörg hljóðfæri, sagði Eiríkur. Þar voru harmonika, munnharpa og fíólín og það þótti mikiðáþeim árum. Égman, aðef það komu gestir þá var lögð niður vinna og farið að spila fyrir gestina, og þótti mörgum mikið til koma. Þórólfur Helgason fóstri minn var þar fremstur í flokki, og ég man alltaf þegar hann sagði mér frá því, þegar hann var kaupamaður hjá einhverj- um ,,séra“ og hugsaði þar um roll- urnar. Ég spilaði hingað og þangað á skemmtunum, sagði hann og eitt sinn spilaði ég þrjú kvöld í sömu vikunni án þess að koma heim á milli. Hver hugsaði þá um rollurnar? spurði ég. O — það voru alltaf einhverjir til að hugsa um þær — svaraði hann. — Að þú skulir láta þetta heyrast, sagði þá móðir mín, sem hafði hlust- að á samtalið. — Þú yrðir sennilega ekki ánægður ef piltarnir þínir gerðu svona. — Ekki man ég nú hverju fóstri minn svaraði, en ekki varð sag- an lengri. Fóstbróðir minn átti harmoníku sem enginn fékk að snerta, en sem mig langaði til að prófa hvort ég gæti spil- að á. Fréttatilkynning 18

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.