Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 17

Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 17
Dansleikur Hveragerði Það var í janúar síðastliðinn að harmoníkufélag Hveragerðis hélt dansleik i hinu aldna hóteli „Hótel Ljósbrá“, undirritaður renndi austur af þessu tilefni ásamt nokkrum félögum úr F.H.U., í Reykjavík, sumir tóku með sér nikk- urnar og léttu undir með Hvergerð- ingum á dansleiknum. Hótel Ljósbrá er ágætis hús fyrir slíka samkomu, hvorki of strórt né of litið og hefur eitthvað það við sig sem hefur góð áhrif á mann í viðbót við góðar mót- tökur heimamanna. Verið getur að niður fortiðarinnar nái til manns, því hús þetta var heimkynni hinns kunna harmoníkuleikara Eiríks Bjarnasonar frá Bóli í Biskupstungum sem látinn er fyrir nokkrum árum, hann var ávallt kenndur við þann stað og nefndur Eiríkur frá Bóli. Um Eirík mætti síðar skrifa ef einhver vildi vera svo góður að safna saman helstu heimildum og myndum, hann var harmonikuleikari og lagahöfundur og á sínum tima hélt hann tónleika víða um land þrátt fyrir að hann væri alblindur. Já viðir hússins ættu að vera kunnir tónum harmoníkunnar, og er líða tók á kvöldið var margt manna saman komið þarna og góð stemning, ekki síst á dansgólfinu sem er stórt og gott, það var ekki annað að heyra en Hver- gerðingar eigi efnilega harmoníku- leikara. Það vakti athygli mína hvað margt ungt fólk var á dansleiknum, það dansaði gömludansana af kunn- áttu, ég er þess fullviss að ungt fólk mundi finna sig mjög í gömludönsun- um ef það léti það eftir sér að líta inn á slíkar samkomur, en vera kann að jákvæðan áróður þyrfti til svo slíkt mættiverða. HarmoníkufélagHvera- í Hótel Ljósbrá Frá vinstri: Helgi Þorsteinsson, Andrés Magnússon, Eiríkur Hlöðversson, Kristinn Kristjánsson, Arni Jónsson og aftast til hægri sést íKristján Ólafsson. Takið eftir bak- sviði senunnar í Hótel Ljósbrá. Frá vinstri: Stefán A. Þórðarson, Kristján Ólafsson og Gísli Brynjólfsson. gerðis starfar af krafti, æfingar Anna Halldórsdóttir, eina konan í fara fram undir stjórn Kristjáns landinu sem er formaður slíks félags- Ólafssonar, formaður félagsins er skapar. LOKAÐ frá 1. júlí til 16. júlí. vegna sumarleyfis Rakarastofan ^ Laugavegi 128, sími 23930 17

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.