Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 3
HARMONÍKAN GEFIÐ UT AF TILSTUÐLAN S.Í.H.U. Útgefendur og áb.menn: Hilmar Hjartarson Ásbúð 17, Garðabæ, sími 91-656385 Þorsteinn Þorsteinsson Torfu- felli 17,111 R.vík, sími 91-71673 Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, endaðan febrúar og í end- aðan maí. Forsíðumynd helguð landsmóti á Akureyri 1987. 1/1 síða kr. 6000 1/2 síða kr. 4000 1/4 síða kr. 2.500 1/8 síðakr. 1.500 Smáauglýsingar (1,5 dálksenti- metri) kr. 500 + kr. 100 fyrir hvern auka dálksentimetra. PRENTTÆKNI Hilmar Hjartarson. Þorsteinn Þorsteinsson. Kæri lesandi! Þetta er 3. og jafnframt síðasta tölublaðið í þessum árgangi, og í haust tökum við til að nýju. Þá munum við senda öllum áskrifendum blaðið í þeirri von, að þeir hafi áfram ánægju af því sem við höfum uppá að bjóða. Nú gildir það með okkur, eins og alla aðra, að enginn gerir svo öllum líki. Þessvegna viljum við hvetja þig til að senda okkur línu, ef þér finnst eitthvað í blaðinu sem betur mætti fara, eitthvað sem vantar eða einhverju sem er ofaukið. Þó svo, að útgáfan á blaðinu hafi staðist að mestu þær vonir sem við bundum við það í upp- hafi, þá megum við ekki fyllast ofmetnaði, heldur reyna stefna að því að gera blaðið sífellt betra og áhugaverðara. En hvernig við eigum að fara að því, getum við ekki sagt okkur sjálfir nema að takmörkuðu leyti. Ábendingar frá lesendum eru að okkar mati, besta aðferðin til að leiðbeina okkur á þeirri braut. Auglýsingar sem birst hafa í blaðinu hafa líka verið okkur góð lyftistöng. Þó svo að mörgum finnist þær frekar til ama, þá er staðreyndin sú, að ekkert íslenskt tímarit kemst af án þess að nýta sér þær til tekjuöflunar. Mismun- ur á að auglýsa í dagblaði og tíma- riti felst í því, að dagblaðið nær jú til fleiri lesenda, en því er hent eft- ir daginn, en tímaritið er látið duga lengur og oft á tíðum er það safngripur hjá mörgum. Því vilj- um við benda þér á, að ef þú hefur eitthvað að auglýsa, að notfæra þér blaðið, og um leið, styrkja okkur í starfi. Nú fer að líða að landsmótinu, sem verður á Akureyri í sumar. Það liggur mikil vinna í undir- búningi fyrir slíkt mót, og er þar búið að vinna af miklum dugn- aði. Viljum við hvetja alla þá, sem á annað borð hafa ánægju af harmoníkunni að koma til móts, án tillits til þess, hvort þeir ætla að koma fram og spila eða ekki. Þetta á að vera og er, hápunktur- inn á þeirri starfsemi sem félögin innan S.Í.H.U. sinna, og eins annarra sem unna harmoníkunni. Getum við búist við, að þarna komi allflestir ef ekki allir bestu harmoníkuleikarar landsins. Þú þarft ekki að vera í neinu félagi til að sækja mótið, því það er öllum opið sem þangað vilja koma. Nú til félagshópanna í landinu. Við höfum kappkostað að hafa nöfn harmoníkufélaganna rétt, og einnig nafn, heimilisfang og símanúmer viðkomandi for- manns. Nú geta slæðst inn villur hjá okkur og ekki er víst að sami aðili skipi áfram embætti for- manns. Ef þú getur leiðrétt okkur á þessu sviði, þá vinsamlegast gerðu það sem fyrst, ekki bíða eftir að einhver annar geri það. Við hittumst svo á landsmótinu í sumar, við verðum að sjálfsögðu á staðnum, bæði til að fylgjast með og gleðjast með öðrum. En þangað til. Gleðilegt Harmonikusumar. 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.