Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 10
Hvað vakti áhuga þinn á harmoníkunni? V ' M | KRISTÍN KALMANNSDÓTTIR, Reykjavík. Ég hóf nám á píanó á yngri árum en byrjaði að læra á harmoníku á milli þrítugs og fertugs mér finnst fylgja ávallt gleði og ánægja í kringum har- moníkuna, i dag leik ég á bassahar- moníku í hljómsveit F.H.U., en það er erfitt og gjörólíkt venjulegri harmoníku. RANNVEIG HJÁLMARSDÓTTIR Hveragerði. Ég er fædd á Austfjörðum, í Beru- firði en flyt til Hveragerðis 1975. Ég er smábarn þegar ég kynnist harmon- íkunni, eldri bróðir minn lék á har- moniku og spilaði á böllum. Ég fór að prófa hana og var þegar farin að ná lagi smákrakki. Á heimilinu var líka orgel, og gítar fékk ég i fermingar- gjöf, við hann hélt ég mig meir á ungl- ingsárunum en tók svo harmoníkuna fram yfir síðar. Svo liggur þetta niðri hjá mér æði lengi eða þar til ég flyt til Hveragerðis, í millitíðinni hafði ég þó eignast harmoníku. Eftir að klúbbur- inn er stofnaður hér fer ég að æfa, og hef spilað þar með félögunum síðan. ANNA HALLDÓRSDÓTTIR formaður H.H, Hveragerðis. Ég er fædd í Svarfaðadal, flyt svo frá Dalvík til Hveragerðis, ég er uppalin við tónlist á mínu heimili, faðir minn lék á orgel, föðurbróðir og bræður mínir á harmoníku, svo á ég tvær systur sem eru í söngnámi. Ég hóf að leika á harmoniku mjög ung, lék á skólaböllum í barna- og gagnfræða- skólanum ásamt fleirum, þá var ég með harmoníku bróðir míns. Nú leik ég í hljómsveit félagsins okkar i Hveragerði undir stjórn Kristjáns Ólafssonar, hér er töluverður áhugi fyrir harmoníkunni. MOLAR Dalakopa heitir hljómsveitin sem vann gömludansakeppni á móti í Nor- egi sem nefnt er Titanofestivalen. Hljómsveitin er frá Roros og leikur mest tónlist frá því svæði. Það sem vakti athygli okkar sér- staklega á þeim er það, að á hljóm- plötu sem gefin var út með þeim (sem hluti verðlauna), er lagið Á Sprengi- sandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Gaman væri því að heyra lagið flutt af þeim með norskum þjóðlagablæ. Þá er annað merkilegt við þessa hljómsveit, harmoníkuleikarinn Bent Jacopsen er frá Danmörku. Síðasti vetrardagur hefur löngum þótt vinsæll til skemmtanahalds og er ekki að sjá að það hafi nokkuð breyst. F.H.U.E. virðist vera líka þeirrar skoðunar því þeir héldu skemmtun að Breiðumýri í S.Þingeyjarsýslu. Var fullsetin rúta frá Akureyri sem fór austur og var aðsókn með ágætum, eftir því sem formaður F.H.U.E., Jó- hann Sigurðsson sagði okkur. Ennfremur sagði hann okkur frá því, að félagið hefði lengi verið með þá hugmynd að fara til Raufarhafnar og halda þar skemmtun. Loks var hægt að finna tíma sem hentaði, þ.e. a.s. í seinni hluta maímánaðar, en því miður verður það að biða um sinn, þar sem væntanlegir Norðmenn munu verða á Akureyri einmitt á sama tíma. Vonandi geta þeir þó gert alvöru úr ferðinni bráðlega. 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.