Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 8

Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 8
I Borgarfjörðinn IBorgarfjörðinn brá ég mér, á ball rétt eins og gengur hér — segir í gömlum danslagatexta eftir Jón Sig- urðsson. Harmoníkuunnendur Vesturlands héldu haustfagnað að Logalandi 11. október s.l. Ballið var rétt nýhafið þegar við komum á staðinn og for- maður félagsins, Ingimar Einarsson tók á móti okkur í anddyrinu og bauð okkur í salinn. Fólk var að týnast inn í húsið og dansinn hafinn við undirleik nokk- urra félaga úr H.U.V. ásamt Þóri Magnússyni trommara. Þeir félag- arnir spiluðu fyrir dansinum bæði i stærri og smærri hópum, en einnig gripu þar inn í gestir úr Hveragerði og Reykjavík. Var ekki að sjá annað en að samkomugestir skemmtu sér vel, því mikil var þátttakan í dansinum. Þá var engin smámunasemi höfð á veitingasölunni, því að gosdrykkirnir voru seldir í 1 Vi lítra plastflöskum, en það er góð aðferð til varnar glerbrot- um. En eins og áður var sagt, var fólk komið til að skemmta sér, og það gerði það svikalaust. Þá hafði Steinunn Pálsdóttir, sem við höfðum áður séð leika á har- moníku, lagt hana til hliðar en tekið í hendurnar gítar og spilaði með þeim eins og hún hefði aldrei gert neitt ann- að. Og ekki nóg með það, heldur söng hún líka með í sumum laganna. Laug- ardaginn 2. maí, halda þeir svo sum- ardansleik. Þeir eru vanir að hafa þennan dansleik fyrsta laugardag í sumri, en urðu nú að færa hann til út af kosningunum. Því miður náðist ekki í fréttir frá þessum dansleik áður en blaðið fór í prentun, en þar hefur efalaust verið líflegt. Molar Harmoníkufélag Blönduóss hefur verið með gömludansana af og til, bæði á Blönduósi og víðar. Meðal annars fóru þeir til Skagafjarðar og léku fyrir Eldridansaklúbb Skagfirð- inga við mjög góðar undirtektir. Þá hafa þeir haft góða samvinnu við menn frá Hvammstanga og hafa þeir í sameiningu spilað á Hótel Hvamms- tanga, 6. mars og 15. apríl s.l. Þá léku þeir einnig á dansleik 1. maí s.l. á ársafmæli Hótels Hvamms- tanga. Að sögn Þóris Jóhannssonar hafa dansleikirnir verið mjög vel sótt- ir nema einna helst á Blönduósi. Erum við mjög undrandi á því, þar sem fyrir nokkrum árum var haldið þar gömludansaball, og var það þá mjög vel sótt, og mikið af ungu fólki sem virtist kunna gömludansana til hlítar. En það gildir ef til vill um þá sú regla, að engin er spámaður í sínu heimalandi. 8

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.