Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 21

Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 21
MOLAR Böskspelarnas Dragspelsklubb er fyrirbæri sem hefur verið stofnað af harmoníkuleikurum sem hafa kynnst á harmoníkumótum aðallega á móti sem haldið er í Ransáter í Svíþjóð. Á slíkum mótum hittast menn héðan og þaðan og spila saman. Þeir hafa stofnað áðurnefnd samtök, og eru fé- lagar aðallega frá Svíþjóð og Noregi. Á mótinu í Ranséter hafa þeir eigið svæði til umráða eingöngu fyrir fé- lagsmenn. Ekki er okkur kunnugt um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að verða félagsmaður, en ef einhver hef- ur áhuga, þá getur sá sami snúið sér til Harmoníkunnar til að fá nánari upp- lýsingar. (Or Trekkspill Nyti) Harmoníkufélag Héraðsbúa hefur í tvö ár í röð haldið dansleiki til fjár- öflunar starfsemi sinnar. Hafa dans- leikirnir verið haldnir í september og í báðum tilfellum hefur Harmoníku- félag Þingeyinga sótt þá heim og tekið þátt í samkomunni með þeim. Við höfum hlerað, að það standi til að halda þessu áfram og slá upp balli í september í haust með enn meira fjöri en áður. Ef einhver á góðar myndir frá þessum samkomum, þætti okkur fengur í því að fá þær lánaðar í blað- ið, en að sjálfsögðu skilum við mynd- unum aftur til eiganda eftir notkun. 21

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.