Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 16
Frá vinstri: Sigurður Indriðason harmoníku, Árni Þorvaldsson gítar og Sigurvin
Jónsson harmoníku.
ur er skráðu nöfn sín í fundargerðar-
bók fyrir næstaaðalfund. Samkvæmt
því teljast stofnendur vera 40. Á
stjórnarfundi 30.—12. 1980 var sam-
þykkt tillaga frá karli Jónatanssyni
um stofnun landssambands harmon-
íkuunnenda og var Karli falið að ann-
ast það mál. Starfsemi félagsins fyrsta
árið einkenndist fyrst og fremst af
skemmtifundum sem haldnir voru
reglulega yfir veturinn. Árið 1982 var
Frá 5 ára afmœlishátíð F.H.U.E. —
Hannes Arason tekur fyrstu ,,skóflu-
stunguna".
haldið fyrsta landsmót harmoníku-
unnenda í Reykjavík og fóru 28
manns úr Eyjafirðinum þangað. Árið
1985 fékk félagið góða heimsókn frá
Noregi, er Senja trekkspillklubb kom
til Akureyrar og hélt tónleika í Sjall-
anum.
Haustið 1980 stofnar Karl Jón-
atansson hljómsveit félagsins og
stjórnaði henni fyrstu 3 árin. Hannes
Arason stjórnaði henni næstu 2 árin
og síðan hefur Atli Guðlaugsson
stjórnað hljómsveitinni. Hljómsveit-
in hefur leikið við ýmis tækifæri bæði
úti og inni. Dansleikjahald hefur lík-
lega verið einn stærsti þáttur í starfi
félagsins. Fyrstu árin voru dansleikir
fáir og fremur fámennir, en hefur
fjölgað og aðsóknin aukist með
hverju árinu, og í vetur hafa dansleik-
ir verið haldnir á þriggja vikna fresti
og oftast við fullu húsi. Á hverjum
vetri hefur félagið haldið árshátíð,
sem alltaf hefur tekist vel. Það hefur
verið fastur liður að bjóða til okkar
gesti á árshátið, og hefur það verið
bæði lítt þekktir harmoníkuleikarar
og þjóðkunnir t.d. Jón Árnason í
Ólafsfirði, Garðar Olgeirsson og nú
síðast Jón Hrólfsson.
Félagið hefur staðið fyrir tónleik-
um og dansleikjum á nokkrum stöð-
um utan Akureyrar t.d. Ólafsfirði,
Sauðárkrók og Breiðumýri í Reykja-
dal. Fyrirhugað er að halda tónleika
og dansleik á Breiðumýri síðasta
vetrardag og á Raufarhöfn í maí. Nú-
verandi stjórn er þannig skipuð: Jó-
hann Sigurðsson formaður, Sigurvin
Jónsson varaformaður, Jóhannes B.
Jóhannsson ritari, Guðmundur
Sigurpálsson gjaldkeri og Filippía
Sigurjónsdóttir meðstjórnandi. Fé-
lagar eru 1 ^-Jóhannes B. Jóhansson
Molar
Þeir harmoníkuunnendur sem
hyggja á ferð til Svíþjóðar, ættu að
heimsækja stað sem heitir Avesta. í
Avesta hefur verið opnað safn af
gömlum harmoníkum, til minningar
um Carl Jularbo.
í safninu er, auk hljóðfæranna,
ýmiskonar verðlaunagripir, viður-
kenningar, plaköt, auglýsingar og
bréf frá þessu tímabili Jularbos.
Harmoníkusnillingurinn Nils
Flácke, sem er einn fremsti harmoníku-
leikari Svía (og er þá mikið sagt) hefur
látið safnið hafa nokkrar einfaldar og
tvöfaldar harmoníkur. Sjálfur spilar
hann að auki á þessar harmoníkur, og
það vel að fáir gera betur.
Þá barst safninu nýlega gjöf frá
Önnu Olson, ekkju Lennart Olson.
Er það safn af harmoníkum, smíðað-
ar af Fredrik Gessner í Magdeburg.
Ein tvöföld og átta einfaldar harmon-
íkur, smíðaðar á árunum 1880-1924.
Eru þá harmoníkurnar í safninu
orðnar 60 talsins. Það er því margt að
skoða í ,,Jularbomuséet“ í Avesta.
TILKYNNING:
Hljómleikar Lars Ek í Kirkjulundi í
Garöabæ, voru teknir upp á
myndband. Myndatakan heppn-
aöist mjög vel, bæði mynd og
hljóð.
Nú höfum við ákveðið vegna
óska, að láta fjölfalda þetta mynd-
band ef það verður ekki of kostn-
aðarsamt.
Hér er um að ræða 27 lög, og í
allt, spannar myndbandið rúmar
tvær klukkustundir. Af því tiiefni
höfum við skrifað STEF til að
kanna kostnaðrhlið þeirra, en þar
sem þetta hefur aldrei verið gert
áður hérlendis, geta þeir ekki gef-
ið okkur upp verð fyrir höfunda-
rétt fyrr en þeir hafa kannað mál-
ið.
Aðeins 20 eintök verða fram-
leidd og höfum við áætlað hugs-
anlegt verð á bilinu 1.800—2.200
krónur.
Þeir sem hafa áhuga á að eign-
ast eintak, geta hringt eða skrifað
til okkar og pantað eintak. — Þá er
um að gera að drífa sig í því sem
fyrst, því pantanir verða afgreidd-
ar í þeirri röð sem þær berast
okkur.
HARMONÍKAN
16