Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 7
þó eitthvað til af lögum, sem eru til á
nótum og snældum sem Garðar sonur
minn er með. Annars hef ég aldrei
haft neitt fyrir þessu, ég gat sest niður
og samið bara þegar mér sýndist. Það
var þó aðallega þegar framundan var
danslagakeppni. Sumt af þessu sendi
ég inn, en annað er týnt og gleymt.
Fyrir stríð veiktist ég, þannig að ég
varð að hætta bifvélavirkjun. Þá fór
ég að gera við hljóðfæri, aðallega har-
moníkur. Það var erfitt á þeim tím-
um. Það fékkst ekki leyfi til að flytja
inn neina varahluti, og ég varð að
smíða mér bæði verkfæri og vara-
hluti. í þetta fékkst ekki einu sinni
skrúfa, hvað þá heldur meir. Ef það
brotnuðu tónar, þá smíðaði ég nýja úr
gömlum tónum. Það var gífurlega
mikið að gera, og ég hafði aldrei und-
an.^
Á þessum árum flutti ég inn har-
moníkur, mest Serenelli, og seinna
nokkrar Excelsior.
Mannstu hvað af lögum þínum
hafa komist á plötur?
Það eru ekki mörg, af öllum þeim
fjölda sem ég hef samið. En ef ég man
það rétt þá eru það lögin — Kveðja —
Stungið af — Að Sunnuhvoli, mar-
súki — Á góðri stund, polki — Á ferð
og flugi, polki — Á Hveravöllum,
skottís — í réttunum sem er líka
skottis og Flýttu þér hægt sem er ræll.
Eitt lag samdi ég fyrir Braga Hlíð-
berg, sem hann ætlaði að nota á plöt-
una sem hann spilaði inn á síðast. Það
er marsúki, sem heitir Jói litli.
Ég spilaði hann inn á band og sendi
honum. Marsúkinn fór þó aldrei inn
á plötuna, en ég veit ekki hvort Bragi
skrifaði hann upp.
Hvaða stíll er það sem íslenskir
harmoníkuleikarar hafa, er hann sér-
íslenskur eða getum við ættfært
hann?
Hann er fyrst og fremst skandina-
vískur. Það er að segja, að það er sá
stíll sem flestir reyna að líkja eftir.
Það er barið dyra á herbergi Jó-
hannesar og tilkynnt um kaffi. Hann
býður okkur að drekka með sér kaffi,
sem við þiggjum. Á meðan við drekk-
um kaffið er spjallað um heima og
geima, um harmoníkuna fyrr og nú,
og margt annað.
Að lokum kveðjum við þennan
aldna heiðursmann sem hefur gefið
okkur svo mörg falleg lög, sem við
munum njóta í framtíðinni. Hann er
hættur að spila, liðagigt sem hann
fékk fyrir nokkrum árum, sér fyrir
því.
Við þökkum fyrir og óskum honum
góðra ævidaga.
Harmoníka
framtíðarinnar
kynnt
Harmoníka morgundagsins
hefur nú eftir þriggja ára rann-
sóknir og þróunarvinnu verið
kynnt i Svíþjóð í sænska sjón-
varpinu þann 6/4, 1987 í Café
Solsta.
Harmoníkan er byggð upp af
sænskri handverkskunnáttu og
gæðum sem aðlöguð er nýrri
tækni.
Þessi nýja harmoníkuverk-
smiðja er í Munkfors, eina mílu
frá bænum Ransáter þar sem
koma árlega saman 60—80.000
manns til þriggja daga dvalar á
heimsins stærsta harmoníku-
móti.
Nútíma harmoníkur hafa verið
byggðar með sömu tækni síðan
árið 1800. Þróunin hefur aðeins
miðast við þung og dýr hljóðfæri.
Þetta hefur að sínu leiti verkað
áhugavekjandi á tónlistina en eft-
ir að hljóðfærið hefur orðið æ
þingra hefur áhugi fyrir því að
sama skapi ekki aukist. Eins er
með verðið í dag, það hefur verið
það hátt að fleiri og fleiri kaupa
gamlar harmoníkur og verk-
smiðjur um allan heim fara unn-
vörpum á hausinn.
Sænska verksmiðjan getur
boðið á markaðinn harmoníkur
við allra hæfi, af hinum ýmsu
gerðum, mun léttari og á lægra
verði en áður hefur þekkst. Af
framansögðu, verður harmoníka
framtíðarinnar framleidd í Sví-
þjóð/Munkfors, og flutt út til
landa þar sem hún verður seld í
framtíðinni um ókomin ár.
Harmoníkuleikarinn Lars Ek
hefur verið í fjögurra manna
vinnuhóp að vinna frumgerð til-
raunahljóðfærisins, og gera til-
raunir með það. Lars Ek mun á
þessu ári, 1987 ferðast um allan
heim og kynna þetta nýja hljóð-
færi. Tæknilegar upplýsingar
verða ekki gefnar að sinni, en ger-
ist um leið og harmoníkan verður
kynnt í löndum þar sem áhugi er
fyrir hendi, og viðhlítandi leyfi
verið fengin.
Framleiðslan hefst í september
1987, hún mun skapa vinnu í
byggðarlagi sem orðið hefur illa
úti vegna atvinnuleysis.
Grein þessi er þýdd úr sænskri frétlalil-
kynningu sem send var lil blaða, og okkur
hér a ,,Harmoníkunni“ til kynningar
þessari byltingarkenndu nýung.
H.H.
7