Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 19

Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 19
Ég var strákhnokki þegar ég nefndi þetta við hann, og þá sagði hann við mig. — Ef þú lætur mig hafa það sem þú átt í handraðanum, þá máttu nota hana. Það varð úr að ég lét hann fá 25 aurana sem ég átti og fékk harmoník- una lánaða 25 sinnum í staðinn. Aldrei náði ég þó lagi á hana, og eftir það fékk ég skömm á harmoník- unni. Um tvítugt réði ég mig að Hala- landi á Borgarfirði eystra, og tók þá til mín faðir minn. hann var orðinn alveg blindur, og til að stytta honum stundirnar þá keypti ég fyrir hann harmoníku, en hann hafði spilað á hana áður. Einhverju sinni þegar hann var að spila og ég var inni við, segir hann við mig. — Heyrðu Eiríkur — spilar þú ekki á harmoníku? Nei — svaraði ég, það get ég ekki. Það var skrítið segir hann, þú sem kannt svo marga valsa, og með það setti hann harmoníkuna á hné mér um leið og hann sagði — þú mátt til með að reyna. Nú brá svo við að ég náði strax lagi á harmonikuna, sennilega vegna þess að ég spilaði svolítið á munnhörpu. Jón Bjarnason frá Gilsárvöllum á litla Borgarfirði (Borgarfirði eystra) þótti mér besti harmoníkuleikarinn sem ég man eftir frá mínum yngri ár- um og spilaði hann á flestum böllum þar fyrir austan, sem voru raunar ekki mörg. Meðan ég var fyrir austan, þá keypti ég mér tvöfalda harmoníku sem ég tók svo með mér þegar ég flutti að Lundi í Lundareykjadal árið 1929. Ég bjó þar í þrjú ár og flutti þá að Hóli og bjó þar í tvö ár. Meðan ég bjó að Lundi, fór ég að spila á skemmt- unum fyrir Ungmennafélagið, og á tímabili var ekki haldin skemmtun hjá félaginu nema ég væri til staðar. Böllin voru töluvert frábrugðin því sem nú gerist. Beðið var eftir því að allir kæmu, sem von var á, og þá voru bornar fram veitingar, kaffi og kök- ur. Þegar búið var að drekka, var far- ið að dansa, og dansað fram á bjartan dag. Stundum var stoppað einu sinni um nóttina til að drekka kaffi, en það var sjaldan. Það var góð þátttaka í dans- inum og ekki mátti stoppa mikið á milli laga. Ef ég þurfti að bregða mér frá, þá spilaði ég svo hratt að fólkið sprakk á dansinum og þá gat ég brugðið mér útfyrir smá stund. Ekki fékk ég greiddan einn einasta eyrir fyrir ómakið, þó var ég ekki félagi i ungmannafélaginu. Frá Hóli flutti ég að Ljósalandi í Vopnafirði og bjó þar í þrjú ár. Þá varð ég að selja harmoníkuna, og not- aði ég peningana til að kaupa mér bú- fé. Frá Vopnafirði flutti ég svo aftur í Borgarfjörðinn að Bakkakoti í Skorradal, og bjó þar síðan allan minn búskap. í mörg ár var ég harmoníkulaus í Bakkakoti en að lokum skrapp ég suður og fékk mér eina tvöfalda, sem ég fékk fyrir lítið. Ég hef aldrei getað spilað eftir nótum, en alltaf ráðlagt öðrum að gera það — segir Eiríkur um leið og hann setur á sig harmoník- una og spilar fyrir mig þrjú gömul danslög sem ég man ekki eftir að hafa heyrt áður. Mér er ekki grunlaust, að þarna megi finna gömul íslensk menningar- verðmæti — verðmæti sem enn er hægt að bjarga frá því að týnast, með því að hljóðrita það sem gamli mað- urinn man ennþá. Hann er núna bú- settur að Suðurgötu 120 á Akranesi, og spilar ennþá alltaf eitthvað á hverj- um degi. Geri aðrir betur. Þ.Þ. Nýi hljóðgervillinn frá YAMAHA DX7IIFD með diskettudrifi. Einstceðir möguleikar og upplagt að nota við MIDI-harmoníku eða einan sér. HLJÓÐFÆRAVERZLUN P01IL BERNBURG" RAUÐARÁRSTÍG 16 - 105 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20111 19

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.