Harmoníkan - 01.02.1988, Side 17
Félagar úr harmoníkufélagi Vingáker.
Þrír ungir menn leika saman — fyrir miðju er AndersLarsson 15 ára, en hann
er með betri harmoníkuleikurum í dag.
UlvAdolfssonsiturá harmoníkutöskunni og ték með tilþrifum um nóttina.
Merkileg
harmoníka
Forsíðumyndin er af Árna Sveinssyni
frá Skagafirði. Árni var síðustu æviár
sín búsettur í Keflavík en þessa mynd
sendi hann vini sínum Jónasi Guð-
jónssyni, Kirkjuvegi 18, Keflavík og
aftan á myndina er ritað m.a. ,,Hér
sérðu mynd af mér og kœrustunni
sem erað verða 45 ára en karl minnað
verða 63. Þykir mona mín undraverð-
ur forngripur því enginn hefur séð
harmoníku með lúðri nema þessa.
Svo slœr hún allar aðrar harmoníkur
útað hœgt er enn í dag að spila á hana
gömludansana. 18/11 1955 Árni
Sveinsson Vallargötu29A Keflavík. “
í dag er ekki vitað um afdrif þessarar
merkilegu harmoníku, en allir sem
kynnu að geta gefið einhverjar upp-
lýsingar um hvar hún er niðurkomin
núna eru beðnir um að láta okkur vita
strax. Undirritaður minnist þess að
hafa í æsku séð Árna spila á ,,monu“
en eftirminnilegast frá því var að
horfa á hann festa lúðrinum á har-
moníkuna. Eins og fyrr segir, erum
við að leita að þessu hljóðfæri og höf-
um grenslast eftir nikkunni hjá ætt-
ingjum Árna og eins i þjóðmynjasafni
íslands, en án árangurs. Þó er mögu-
leiki á að hún sé í einhverju byggða-
safni eða hjá einstaklingi — við von-
um hið besta.
Þorsteinn Þorsteinsson
17