Harmoníkan - 01.02.1988, Síða 22
Frá liðnum árum — Hannes Arason, Akureyri
Lýður Sigtryggsson Hartvig Kristofíersen
Harmonikutónleikar
Lýður Stgtryggíson
Lýður Sigtryggsson
er ættaður frá Akureyri. Hann fór
utan fyrir átta árum síðan, til tónlist-
arnáms, fyrst til Danmerkur og síðan
til Noregs. Þar hefur hann sex síðustu
árin stundað harmoníkunám hjá
Hartvig Kristoffersen, jafnframt því
sem hann hefur stundað hljóðfræði-
nám við Tónlistarskólann í Oslo. Var
aðalkennari hans þar skólastjórinn
Tryggve Lindeman. Lýður hefur víða
spilað á skemmtistöðum í Noregi og
haldið sérstæða tónleika og hlotið
mikið lof fyrir þá. En í marsmánuði
síðastl. hlotnaðist honum sá heiður
að verða „Harmonikumeistari Norð-
urlanda 1946“, því að þá spilaði hann
í Stokkhólmi á samkeppnismóti
harmonikuleikara, sem þar fór fram.
Voru þar þátttakendur, auk hans,
harmonikusnillingar frá Noregi,
Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, og
voru honum dæmd fyrstu verðlaun.
Önnur verðlaun fékk Finni og þriðju
verðlaun Svíi. Slík mót sem þetta voru
algeng fyrir stríð, en hafa ekki verið
haldin síðan 1939. Þetta er í fyrsta
sinn sem íslendingur tekur þátt í
þeim. Sænsk blöð, sem hingað hafa
borizt, ljúka miklu lofsorði á Lýð,
bæði fyrir smekklega meðferð á við-
fangsefnum og fyrir mikla tækni. Er
því mikill heiður fyrir Lýð Sigtryggs-
son að hann skuli hafa orðið har-
monikumeistari Norðurlanda.
Hartvig Kristoffersen
kennari Lýðs Sigtryggssonar, er
þekktur norskur harmonikusnilling-
ur, sem síðustu tuttugu árin hefur
haldið óteljandi tónleika í Noregi,
Svíþjóð og Danmörku, ýmist sem ein-
leikari, með hljómsveitum eða í félagi
við sænska harmonikuleikarann
Vilgot Malmquist. Munu eflaust
margir harmonikuaðdáendur hér
kannast við þá. Eftir blaðaummælum
að dæma, er hann í röð allra fremstu
harmonikuleikara Norðmanna, en
þeir eiga, eins og kunnugt er, mikið af
slíkum snillingum. Kristoffersen hef-
ur spilað inn á margar grammófón-
plötur, einnig oft i útvarp, auk þess er
hann hljómsveitarstjóri.
EFNISSIÍRÁ:
Dúellar
PIETRO DCIRO: The Accordionisl, inarz
EDVARD GRIEG: Úr „Pélri Gaul"
Harlviq KrisloHersen. einleikur
PAUL: Najooloon Insl Chnrge
W. A. MOZART: Menuell í D-dúr
FR. SUPPÉ: Morgunn, miðdagur og kvöld í Vín, íorleikur
Lýður Siglryggsson. einleikur
Jassþállur
T. BERG: Sprellemann — Novelly fox
Carry me back lo old Wirginny
(Amerískt þjóðlag í Swing úlselningu)
Harlvig Krisloffersen. einleikur
Frá góðum, gömlum límum
Lýður Siglryggsson. einleikur
V. MONTI: Czardas
J. RADILLA: EI Relicario
R. FROSINI:: Tilbrigði yfir „Carnival í Venedig"
Dúellar
G. VERDI: Kvarlell úr „Rigolello"
P. DEIRO: Beauliful Days, vals
V. ARIENZO: Lido. mazurka
H. KRISTOFFERSSEN: „bingvallamarz" (lileinkaður
Lýð Siglryggssyni)
MINNING
Hafsteinn Ólafsson
Hafsteinn Ólafsson harmoníku-
leikari lést 19. nóvember 1987, 72 ára
að aldri. Hann er fæddur í Reykjavík
31. ágúst 1915, og bjó þar alla tíð.
Síðastliðin 30 ár starfaði Hafsteinn
sem eftirlitsmaður hjá Mjólkursam-
sölunni í Reykjavík. Hann hefur unn-
ið mikið að málefnum harmonikunn-
ar gegnum árin og er eftir því sem ég
best veit fyrsti formaður harmoníku-
félags í landinu, „Félags Harmoníku-
leikara Reykjavík.“ Það félag er
stofnað 22. nóvember 1936, stofn-
fundurinn var haldinn á hótel Heklu.
Framhaldsstofnfundur var haldinn
25. nóv. en á þriðja stofnfundinum 6.
desember ’36 er Hafsteinn kosinn for-
maður. Þegar F.H.U.R. er hleypt af
stokkunum 1977 er hann einn af
stofnendunum. Hafsteinn lék mikið á
dansleikjum fyrrum, m.a. á Hreða-
vatni og þá með Ársæli Kjartanssyni,
einnig í útvarp. Bragi Hlíðberg getur
þess í fyrsta tbl. Harmoníkunnar að
Hafsteinn hafi verið aðal hvatamaður
þess að hann komst í tíma hjá Sigurði
Briem, í nótnalestri. Nú siðustu 50 ár-
in átti Hafsteinn sömu harmoníkuna
sem er af gerðinni Excelsior, m.
hnöppum.
Eftirlifandi kona Hafsteins er
Steinunn Sigurbjörnsdóttir sem fædd
er í Keflavík, þeim varð 9 barna auð-
ið.
Við viljum senda öllum aðstand-
endum, okkar bestu kveðjur.
777 sölu Excelsior hnappaharmoníka,
model 921 m. sœnskum gripum, lítið
notuð.
Upplýsingar í síma 97-71530. Bjarni H.
Bjarnason.
22