Harmoníkan - 28.02.1992, Síða 3
Útgefendur gg áb.menn:
Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, Garðabæ,
sími 91-656385.
Þorsteinn Þorsteinsson, Torfufelli 17,
111 Reykjavík, sími 91-71673.
Forsíðumyndin:
Það er Jóna Einarsdóttir sem nú prýðir
forsíðu blaðsins. Hún hefur unnað harmoní-
kunni frá bamœsku og lagt metnað sinti við
nám í harmoníkuleik ásamt að halda uppi
merki hennar á fjölmennum veitingastöðum.
Jóna heillar áheyrendur með leik sínum,
kvenlegum yndisþokka og Ijúflegri framkomu
þar sem hún spilar.
Myndin er tekin á Kringlukránni 8.febrúar
1992.
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í október, endaðan febrúar og í endað-
an maí. Gíróreikningur nr. 61090-9.
Auglýsingaverð:
1/1 síða kr. 9.300
1/2 síða kr. 6.200
1/4 síða kr. 3.900
1/8 síða kr. 2.300
Smáauglýsingar (1,5 dálksentimetri)
kr. 650 + kr. 120 fyrir hvem auka
dálksentimetra.
Berum höfuðið hátt
Frá því að fyrstu harmoníkufélögin
voru stofnuð hefur styrkur þeirra aukist
með ári hverju með tilheyrandi starf-
semi. Þó hefur það komið fyrir að félag
hefur sofnað, hætt allri starfsemi og ekki
svarað bréfum sem því hefur borist. Því
miður eru til félög í dag sem ekki svara
bréfum eða sýna neitt lífsmark. það er
spuming hvort við eigum að hafa þau á-
fram á skrá í blaðinu á bls. 2, það fer eftir
gangi mála. Sennilega fer það eftir áhuga
og krafti formanns hvers félags hversu
lífleg starfsemin er hverju sinni, en þá
þurfa almennir félagar einnig að vera
vakandi.
Árið fyrir landsmót S.Í.H.U. er kraftur
og áhugi meðal félaga og æfingar teknar
alvarlega því allir ætla að standa sig á
mótinu. Síðan er eins og áhuginn dofni
og nánast eins og fólk leggist í dvala.
Það er því greinilegt að eitthvað þarf að
vera frammundan sem heldur áhuganum
vakandi, ferðalög, tónleikar, útvarps-
þáttur eða eitthvað í þá áttina. Nokkur
félög hafa fyrir reglu að koma saman
einu sinni í mánuði með einhverskonar
skemmtifundi, þar sem félagar koma
fram og spila, einn eða fleiri í einu, en
þar sem áheyrendur em að uppistöðu
þeir sömu vill áhuginn sljóvgast.
Hvað er til ráða - hvað er hægt að gera
til svo almennur áhugi eflist á ný?
Sem dæmi um hvað er hægt að gera,
er skemmtun í enda vetrarstarfsins með
þátttöku frá öðru félagi. Það hefur áður
verið minnst á þetta í blaðinu, en hefur
ekki verið reynt ennþá. Skemmtunin
gæti falist í tónleikum með þátttöku
tveggja eða fleiri harmoníkufélag þar
sem hvert félag flytti nokkur lög en síðan
almennur dansleikur á eftir. Allir vilja
standa sig og vera sínu félagi til sóma.
Þar af leiðandi skapast ákveðinn metn-
aður milli félaga, en einnig sterkari
tengsl fólks sem áhuga hafa á harm-
oníkunni.
Margir em oft beðnir að spila við hin
ýmsu tækifæri og oftar en ekki er verið
Hilmar Hjartarson
að spila fyrir félög aldraðra eða við
tækifæri sem snúa að þeim málefnum.
Þama myndast kjörið tækifæri fyrir fólk
að koma fram og sjaldan þarf að kvarta
undan áheyrendum sem em nær undan-
tekningalaust ákaflega þakklátir.
Einnig kemur það fyrir að harm-
oníkuleikarar eru beðnir að spila við
önnur tækifæri og er það einnig af hinu
góða. Þetta lítur þá út fyrir að vera allt
saman gott og blessað - eða hvað?Oft
þegar er verið að fá harmoníkuleikara til
að spila er ætlast til að þeir (þær) geri
þetta ánægjunar vegna, eða greiðsla sem
í boði er, tvö til tvöþúsund og fimm-
hundruð krónur, sem dugar stundum rétt
fyrir leigubifreið fram og til baka.Það
þykir ódýr „popphljómsveit" í dag sem
fæst til að spila á dansleik fyrir minna en
tífalda þessa upphæð á mann.
Þessu þurfum við að breyta, þú og ég.
Þetta er ekki spuming um hvað þú ert að
spila lengi umrætt kvöld. Ef þú ert feng-
inn til að spila á einum stað, getur þú
ekki ráðið þig á annan stað sama kvöldið.
Það gildir því einu hvort það eru einn eða
fjórir klukkutímar sem þú spilar um
kvöldið. Margskonar þjónusta er rekin af
Þorsteinn Þorsteinsson
ýmsum stéttum iðnaðarmanna og þykir
sjálfsagt að greiða fjórar klukkustundir
útseldrar vinnu, fyrir útkallið.
Bemm höfuðið hátt og látum ekki
traðka á harmoníkutónlist og um leið
okkur sjálfum. Við skulum muna að góð
harmoníka kostar sitt alveg eins og önn-
ur hljóðfæri og það fer ekki síður tími í
að ná árangri á hana. Harmoníkan er
ekki þriðjaflokks hljóðfæri og því á-
stæðulaust að vera með einhverja
minnimáttarkennd. Það getur þó reynst
erfitt ef einhverjir taka þetta ekki til
greina, heldur fara út og suður, í tíma og
ótíma fyrir litla sem enga þóknun. Þeir
sem slíkt gera valda því að næsti maður
á erfitt með að taka eitthvað sanngjamt
fyrir hið sama.
Nú ber ekki að skilja það svo, ég hafi
eitthvað á móti því að gera smá greiða
eða vinna góðverk, því fer fjarri. Munum
að til eru menn sem hafa stóran hluta
tekna sinna af hljóðfæraleik og á það
jafnt við um harmoníkuleikara sem aðra.
Ef margir aðrir eru tilbúnir að ganga í
þeirra verk fyrir lægra gjald þá er illa
farið.
Þ.Þ.
3