Harmoníkan - 28.02.1992, Side 10

Harmoníkan - 28.02.1992, Side 10
Hann þandi nikkuna á Seltjarnar- ness-dönsunum, og hann var á pall- inum þegar Sigurjón á Alafossi lengdi hálftímann í þrjúkorter. Jó- hannes lék á illræmdu kaffihúsi við Laugaveginn. Spilaði fyrir guð- hrœddar konur sem dönsuðu á peysufötum hver við aðra. Eg kynnt- ist Jóa Jenssfyrir rúmum 30 árum og tel það happ, enda er maðurinn öðlingur hin mesti, og hvers manns hugljúfi. Hann varð áttrœður í fyrrahaust - ern, þó heilsan sé farin að bila. Eg heimsótti hann og Vikt- oríu konu hans, skömmu eftir af- mœkið og átti að vanda góða stund hjá þeim hjónum. Jóhannes Jensson er eini núlifandi harmoníkuleikari, sem hafði atvinnu af list sinni á fyrstu áratugum aldarinnar, og man tímana tvenna. Eg spyr um upp- runa ?: Ég er fæddur í Tungu vestur í Ön- undarfirði 1910. Pabbi var bóndi og skipstjóri, og kendi að vetrinum við bamaskólann. Harmoníkur?: - Ég fékk einfalda, strax krakki og fór að reyna að spila. Það voru nú bara þessar einföldu og tvöföldu sem menn höfðu þá. Lögin voru nú helst þessi nosku, eins og Kristanía vals- inn og Borghild reinlander. Þau komu með norskum sjómönnum og gengu svo manna á milli. Reykja- vík?: - Það var um 1930, sem ég fór suður, ég var þá um tvítugt, - fór svo alltaf heim á milli. Spilamennskan?: - Það kom nú svona af sjálfu sér. Ég var búinn að basla mér upp fimm- faldri hnappaharmoníku. Við Jó- hannes G. sem seinna var með harmoníkuviðgerðir, unnum saman á bílaverkstæðinu hjá Agli Vil- Jóhannes Jensson hjálmssyni. Jóhannes og Guðni í Hamri þóttu bestu spilarar bæjarins í þá tíð, og voru beðnir um að spila víðar en kþeir gátu. Jóhannes bað mig oft að hlaupa í skarðið fyrir sig og svo komu fleiri. Ég gerði líka töluvert af því, að fara út á land til að spila. Um tíma hafði ég það fast, að spila á skemmtunum fyrir Kvennfé- lag Fríkirkjunnar, sem voru ýmist í Iðnó eða Oddfellow. Mér fannst dá- lítið skondið að sjá þær dansa saman, - margar voru á peysufötum. Anton heitinn Bjarnason, sem var að læra á píanó, kom stundum með mér að spila fyrir Fríkirkjukonurnar. Það var ansi erfitt að spila einn í þessum stóru sölum, en þetta varð maður að láta sig hafa og þykja gott! Slarksöm ferðalög?: - Meðan ég vann hjá Agli, fór ég fyrir hans orð vestur á Ólafsvík til að spila á balli fyrir Slysavamafélagsdeildina þar. Þetta var vel tveggja sólarhringa ferð í bíl, sem Bjami á bílastöðinni Bifröst skaffaði. Það var séra Magnús Guð- mundsson, sóknarprestur sem stóð fyrir skemmtuninni. Hann tók á móti mér og dreif mig í rúmið, svo ég yrði til einhvers gagns við spiliríið. - Nei! nei! maður gat ekkert verið að taka fyrir þetta, því málefnið var gott. Öðm sinni fór ég austur í Gunnarsholt, að spila á vorhátíð Framsóknarmanna. Ekkert höfðu þeir framsóknarmenn hugsað mér fyrir heimferð, svo ég varð samferða piltum úr þykkvabænum, - kom Spilaði fyrir guð- hræddar konur 10

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.