Harmoníkan - 28.02.1992, Page 22

Harmoníkan - 28.02.1992, Page 22
DAGUR HARMONÍKUNNAR Föngulegur kvennahópur sem spilaði á hátíðinni, m.a. í 37 manna hljómsveit undir stjórn Karls Jónatanssonar. Frá vinstri aftari röð, Aldís Aðalbjarnardóttir, (í síðasta blaði með mynd frá Galtalækjarmóti misritaðist föðurnafn Aldísar á því viljum við biðjast velvirðingar) Jóna Einarsdóttir, Svanhildur Valdimarsdóttir, Kristrún Sigurðardóttir söngkona, Asta Akadóttir, Björk Þorleifsdóttir og Asgerður Jónsdóttir. Fremri röð frá vinstri, Sigurlaug Aðalsteinsdóttir, Asta Arnardóttir, Amanda Dunn, Líney Friðfinnsdóttir og Svanhildur Magnúsdóttir. Það er Harmoníkufélag Reykja- víkur sem heldur „Dag harm- oníkunnar" hann var að þessu sinni í Tónabæ fyrir fullu húsi áhorfenda, staðið var til hliðar við sal hússins beggja megin og aftast. Fjöldi manns kom fram eins og nærri má geta, konur jafnt sem karl- ar, einleikarar, dúettar, kvintett og fl. Hljómsveit félagsins er ekkert smásmíð, alls 37 manns auk stjórn- andans Karls Jónatanssonar, 33 harmoníkuleikarar, 1 raf. bassaleik- ari, 1 trommari og 2 gítarleikarar. Gestaspilarar sem jafnframt voru heiðursgestir dagsins komu frá Ak- ureyri, þeir Flosi Þórir Sigurðsson og Hörður Kristinsson. Dagur Harm- oníkunnar er haldinn þrisvar á vetri, janúar, febrúar og mars síðan sam- einast allir þeir er komið hafa fram á Degi harmoníkunnar í apríl á Hátíð harmoníkunnar. H.H. Heiðursgestir á Degi harmoníkunnar komu frá Akureyri, frá v. Flosi Þórir Sig- urðsson og Hörður Kristinsson. 22

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.