Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 8

Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 8
Þ. Ó. Quintet sem lék í Listamannaskálanum 1950. Frá vinstri: Bragi Einarsson, Þórarinn Óskarsson, Sigurgeir, Ámi ísleifsson og Karl Lilliendahl. takt. En svo var það „jassinn“ sem heillaði mig og hefur alltaf gert, ja - ekki seinni tíma „jassinn“, mér finnst hann nú frekar leiðinlegur. Minn músíkferill hófst með því að ég var sendisveinn á Vísi, og ég gerði mér kjuða úr pappír. Ég vatt pappírinn fast saman og notaði sem kjuða. Það vildi svo til að Skapti Ólafsson sem var byrjaður að spila, var lærlingur í Fé- lagsprentsmiðjunni og Vísir var í sama húsi og við höfðum báðir sama áhuga- mál. Þegar ég var um 16 ára keypti ég mér trommusett. Þá var maður farinnað hlusta á Benny Goodman, og spilaði með honum. Gene Krupa var að sjálf- sögðu trommari og ég spilaði með grammofóninum, eins og það hét í þá daga, og náttúrulega útvarpinu.Svo fékk einn frændi minn sér svona nikku- stubb. Það var nú svolítið gaman að geta spilað lög líka, svo ég keypti mér eina litla. Ég man að hún var með 12 bössum, grunntónn og dúrhljómar. Ég var nú ekki alveg viss hvemig ætti að nota bassann, þessa litlu tappa. Ég spil- aði ekki Gamla Nóa eins og svo margir aðrir sem fyrsta lag, heldur Jingle Bells. Mér þótti þetta fallegt lag og ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri jólalag fyrr en löngu seinna. Fyrsta ballið sem ég spilaði á var þannig tilkomið, að mágur minn, Vil- hjálmur Hjálmarsson, harmoníkuleikari frá Siglufirði, útvegaði mér þetta starf. Það var vinur hans, sem var kallaður „- Maggi í tóbakinu“ sem vantaði trommuleikara í Alþýðuhúskjallarann, þar með var ég ráðinn. Hljómsveitar- skipunin var þannig að það vom fjórar harmoníkur og ein tromma. Þama voru menn sem ég man eftir eins og Guð- mundur Hansen, annar sem var kallaður Halli í Viðvík, Gústi vinur minn í Frón (Ágúst Guðmundsson) og svo Maggi í tóbakinu. Ég fékk svo að taka í nikkuna hans Gústa í pásunni. Með nýja harmoníku um 1960. Árið 1950 ræð ég mig sem harm- oníkuleikara til Siglufjarðar ásamt Guð- jóni Pálssyni á píanó og Kalla í Felli á trommur. Það var lítil síldveiði þetta sumarið og í landlegu var allt sett í rúst á þeim stað sem við spiluðum á. Ég man ég pakkaði nikkunni niður þegar flöskur og fleira dót fór að fljúga í kringum okkur, og forðaði mér með hana út. Um haustið kem ég aftur í bæ- inn og er boðið „trommaradjobb“, sem var nú frekar mitt fag á þessum árum, í hljómsveit Þórarins Óskarssonar, eða Þ.Ó. kvintett. Þetta var svona alvöru Dixieland-hljómsveit sem spilaði í Listamannaskálanum og þar kynntist ég konunni minni Jónu Pétursdóttur frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, en við Jóna gengum í hjónaband á þriðja í jól- um 1952 og áttum því nýlega 40 ára hjúskaparafmæli. Ég lenti svo í þeim ósköpum, að maður varð að vera félagsmaður í 8

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.