Harmoníkan - 28.02.1993, Blaðsíða 4
= Accord
>
= Bandon crcT
(Melod) 2
CTQ
c
= Harmon ^
= Organ ^
H* •
C/5
r-K
B
= Master =
= Musette
= Violin
= Obo
= Clarinett
NÝR TÍMI - NÝR STAÐUR
Oft var gaman ífyrra í Galtalœkjarskógi þráttjyrir rysjótt veður. Nœst verðum við á
nýjum stað og nýjum tíma þ.e.a.s. um verslunarmannahelgina.
Nýr staður
Eins og allir lesendur Harmoníkunn-
ar vita höfum við staðið fyrir harm-
oníkumóti í Galtalækjarskógi undanfar-
in ár. Vinsældir mótsins hafa aukist
með hverju ári og það ávallt farið vel
fram enda hafa mótsgestir sýnt það
með góðri framkomu og snyrtilegri
umgengni. Þrátt fyrir það hafa eigendur
Galtalækjarskógar, sem eru bindindis-
menn, sífellt kvartað ranglega undan
mikilli áfengisnotkun mótsgesta og
krafið okkur um áfengisbann á mótinu.
Einnig hafa þeir talað um að ganga eftir
slíku banni þó til þess hafí ekki komið
vegna mótmæla okkar því við höfum á-
vallt haldið því fram að aðrir gestir í
skóginum væru sökudólgarnir, ekki
harmoníkuunnendur því við höfum
alltaf beðið okkar gesti að fara hóflega
með vínföng því markmiðið er að
skemmta sér með harmoníkur og góðu
fólki á virðingarverðan hátt. Við teljum
öll boð og bönn af hinu verra og höfum
sem betur fer, ekki haft neina ástæðu til
að setja einhverjar reglur þegar tilmæli
duga.
Vegna þessarar togstreitu höfum við
sífellt haft augu og eyru opin fyrir nýj-
um stað sem væri hentugur og nú er
svo komið að við teljum okkur hafa
fundið hann. Staður þessi er að mörgu
leyti heppilegri en Galtalækjarskógur
því mun styttra er að nálgast vörur og
þjónustu ef eitthvað hefur gleymst
heima. Um er að ræða skógi vaxið
svæði á skjólsælum stað sem við kom-
um til með að hafa algjörlega út af fyrir
okkur. Þar sem ekki er endanlega búið
að fá loforð fyrir staðnum viljum við
ekki greina frá staðsetningu hans fyrr
en í næsta blaði, en líkumar em 99.9%
ömggar á að fá staðinn.
Nýr tími
Venjulega hafa mótin í Galtalækjar-
skógi verið haldin í endaðan júní eða
byrjun júlí. Þau ár sem haldin hafa ver-
ið landsmót S.Í.H.U. sem venjulega
hefur verið seinasta helgi í júní höfum
við haft okkar mót um hálfum mánuði
seinna. Þar sem ákveðið var að halda
landsmótið fyrstu helgi í júlí setti það
okkur í vanda því það er einmitt sá tími
sem við höfum oftast verið í Galtalækj-
arskógi. En þar sem við verðum á nýj-
um stað er einnig gott að taka upp nýja
tímasetningu. Því höfum við ákveðið
að halda mótið um verslunarmanna-
helgina það er 30. júlí til 2. ágúst n.k.
Það er von okkar að þetta verði
harmoníkuunnendum til gleði og á-
nægju því um leið bætist einn dagur við
sem við, getum verið saman í góðum
hóp. En nánar um þetta allt í næsta
blaði.
Þ.Þ.
4