Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 14

Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 14
Nikkólína 10 ára Eftirfarandi pistill var fluttur á afmælishátíð Nikkólínu 1991 af undirrituðum í snar- hasti og tímahraki. Formaður Nikkóiínu, Ríkharður Jóhannsson bað mig að fara með pistil um sögu harmoníkunar . Mig langar að birta hann hér í blaðinu að mestum hluta, sleppi sögu harmoníkunnar erlendis, sem finna má í fyrsta tölublaði Harmoníkunnar 1986 (skráðri af Gísla Bryngeirs- syni). Kæra Harmoníkufélag „Nikk- ólína“. Ég vil byrja á að óska ykkur af heilum hug til hamingju með 10 ára afmælið með von um að þessi tíma- mót megi færa ykkur styrk og þor til framtíðarinnar. Innan harmoníku- félaganna í landinu er án mjög margra undantekninga, mikil sam- kennd sem ætti að auðvelda leiðina að sameiginlegu markmiði að gera harmoníkuna að virtu alþýðuhljóð- færi. Við náum því best með því að standa saman. Það er mikið starf sem liggur að baki 10 ára félags, vita það allir er unnið hafa að fé- lagsmálum, frá því að byrja á hug- sjóninni, til þess að verða virtur fé- lagsskapur á landsvísu. Sagt er að grasið vaxi meðan bóndinn sofi, en hið sama verður ekki sagt um vöxt harmoníkustarfsins, það er markviss vinna í vöku og draumi. En hver er saga harmoníkunnar á Islandi? Hún er æði löng og sjálf- sagt þyrnum stráð en slitrótt. Eitt- hvað kynni að leynast í gömlum dagblöðum og tímaritum, svo sem í Útvarpstíðindum og Djassblaðinu frá árum áður, en hvar þessi blöð er að finna nú, vita kannski fáir. Elsta skráða heimild um harmoníkuna, sem ég hef komist yfir er í bók- arkafla nokkrum. Þar segir frá manni er lék á harmoníku við sam- komuhald á alþingishátíðinni 1874. Ostaðfest mun vera að harmoníkan hafi borist í Skagafjörð um miðja síðustu öld. Árið 1936 er stofnað harmoníkufélag í Reykjavík, er hafði að markmiði að koma á kennslu á harmoníku og í nótna- lestri. Einnig átti það að vera stétt- arfélag til að bæta lág laun. Það fé- lag lognaðist út af í byrjun stríðs. Ekki gekk þrautalaust fyrir sig, að harmoníkuleikari fengi inngöngu í F.Í.H. og í raun hefur harmoníkan verið litin hornauga af ýmsu tónlist- arfólki í tímans rás, kannski bara vegna öfundar. En harmoníkufélög eins og þau, sem nú starfa hófu raunverulega baráttu til virðingar hljóðfærisins og stendur hún enn. Þá er landssamband til halds og trausts. Félag harmoníkuunnenda í Reykjavík var stofnað 1977 og er elsta félag á landinu. Þann 4. maí 1978 er heilsíða í Morgunblaðinu tileinkuð harmoníkunni, mynd- skreytt vel, þar sem Árni Johnsen ræðir við formann félagsins Bjama Marteinsson uin tildrög og sjónar- mið þessa nýstofnaða félags. Þar segir Ámi í formála, orðrétt: „Lífs- gleði hefur alltaf verið fylginautur harmoníkunnar og menn segja gjarnan nikkan er með“ í sama tón og talað er um fylgd góðra og skemmtilegra vina. Samt er það kynlegt að harmoníkan hefur á margan hátt orðið útundan í annars blómlegu tónlistarlífi á íslandi. Hún hefur ekki fallið inn í ákveðna yfir- borðskennda tilfinningu sem er í tónmenntakerfi landsins og það hefur ríkt andvaraleysi í þeirri sjálf- sögðu þróun að rækta möguleikana í kringum harmoníkuna. Hljóðfæri sem eru hvorki háð stund né stað og hægt að grípa til við alls kyns kringumstæður, hljóta að skipta máli fyrir íslenska þjóð“. Blómatíð harmoníkunnar hér- lendis vilja margir telja, að hafi verið á síldarárum, þá vom firðimir sagðir bergmála af harmoníkuleik með skandinavísku og íslensku ívafi. Á öllum tímum höfum við átt afbragðs harmoníkuleikara, sem margir hafa orðið landsþekktir og virtir, einstaka unnið sér til nafns á erlendri grund. Kannski hefðum við ekki eins mikla þekkingu á harm- oníkutónlist ef við hefðum ekki líka fengið að njóta tónlistar þeirra er sótt hafa okkur heim. Nefna má snillinga eins og Gellin og Borgström, Toralf Tollefsen, John Molinari, Lars Ek, Sigmund Dehli, Nils Flácke og Svíana sem komu á síðasta ári ásamt fl. og fl. Enn þann dag í dag er Tollefsen dýrkaður og dáður hér enda skilst mér að hann hafi hleypt nýju blóði í harmoníku- leik á Islandi, sló á þá strengi sem bræddu hjörtu landans. Mér finnst aldrei neinn vafi leika á að það sama hafí gerst þegar Lars Ek kom hingað, menn trúðu ekki sínum eig- in eyrum, lífið, léttleikinn og túlk- unin kærkomin eftir þá miklu deyfð, er ríkt hafði í þessum málum og ýmsar uppákomur er þóttu vera í háfleygari kantinum. Hann sigraði íslenska harmoníkuunnendur og gæddi þá nýju lífi enn á ný, og greiddi leiðina fyrir þá er á eftir komu. Já, saga harmoníkunnar á ís- landi er heilmikil, og fyrir fimm árum var fyrst hafist handa um að skrá hana með útkomu blaðsins „HARMONÍKAN“. Við getum kannski þegar þakkað það sem tek- ist hefur að skrá en enn fleira er ó- skráð, einkanlega fortíðin. Brautryðjendurnir í íslenskum harmoníkumálum eru fjölmargir. Hvar væru þessi mál stödd ef ekki hefðu komið til áræðnir hugsjóna- menn í stöðu formanna og fylgdar- liðs ýmissa harmoníkufélaga lands- ins, sem höfðu kjark til að fram- kvæma drauma sína. Karl Jónatans- son ýtti úr vör en margir hafa séð um róðurinn. En kæru samkomu- gestir hægt væri að halda áfram endalaust, margt er enn ógert og þannig er það oft. Einu og öðru þarf að sinna, eins og að koma fót- um undir tvöföldu harmoníkuna, stofna harmoníku- og plötusafn. Hljómplötusöfnun átti að vera eitt af markmiðum harmoníkuhug- sjónarinnar í upphafi. I því sambandi mætti kannski benda á að hljómplötusafnarinn mikli Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum hlýtur að teljast hafa lagt harmoníkunni lið í ríkum 14

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.