Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 23

Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 23
t LÁTINN E R OTTAR E. AKRE Faðir harmoníkunnar í Noregi og skandinavíu, Ottar E. Akre er lát- nn. Akre sem var 96 ára fékk hægt indlát á Diakonhjemmets sjúkra- túsinu í Osló 29 október s.l. Með indláti hans er einhver mesti frum- íerji harmoníkunnar horfinn á )raut. Ottar E. Akre var fæddur í ytri iendal og bjó þar lengstan hluta æfi .innar en fór víða bæði innan Nor- :gs og utan. Hann var eitt þeirra /ngri í hópi 9 systkina. Þegar á mga aldri sýndi hann mikinn tón- istaráhuga og hóf að leika á marg- nsleg hljóðfæri. Hann komst inemma í samband við marga cunna tónlistarmenn síns tíma og ærði mikið af þeim. Með námi á )íanó lærði hann að spila eftir nót- ím, nokkuð sem ekki var á færi nargra harmoníkuleikara á þeim ímum. Jafnframt tónlistinni var það raf- jindafræðin sem heillaði. Eftir að hafa dvalið um tíma í Osló hélt hann til vesturlandsins í rafeinda- nám. Hann fékk vinnu í Osló, en þó hann ætlaði sér að verða rafeinda- virki, varð tónlistin yfirsterkari. Akre náði góðu sambandi í tón- listarheiminum og var um tíma í tónleikaferðum um Bandaríkin. Hann stundaði nám við tónlistarhá- skólann í Fargo í Norður-Dakota, þar sem hann síðar varð kennari í harmoníkuleik. Tónlistarfyrirtæki Carl M. Iversen hvatti Akre til að semja kennslubók í harmoníkuleik. í framhaldi af því sneri hann aftur til Noregs og hóf störf hjá Iversen, eftir 6 ára veru í Bandaríkjunum. Vegna kennslubóka sinna fékk Akre marga nemendur frá allri Skandinavíu. Miklar sviptingar urðu á útvarpsefni um þessar mund- ir og hljómsveit, tríó, kvartett og kvintett Akres varð áberandi í flutn- ingi margskonar dægurlaga. Margir þekktir söngvarar náðu vinsældum með samvinnu við tónlistarmanninn Ottar E. Akre t.d. Jens Book-Jensen sem söng inn á margar hljómplötur með hljómsveit Akres. Hljómplötuupptökur voru eins og á færibandi og tóku mikið af tíma hans. En það var nóg að gera hjá snillingnum Akre við að miðla af hæfileikum sínum - og fjölmargir nemendur sem hafa mikið að þakka lærimeistara sínum fyrir. Bæði tón- listarlega séð og síðast en ekki síst þann lífstíl sem hann boðaði.Hann varð fyrstur Norðmanna til að leika á rafeindahljóðfæri - Solovox. Skömmu eftir stríðslok stofnaði Akre ásamt fleirum Harmoníkufé- lag Oslóar “Oslo Trekkspillklubb” og til að byrja með var hann sjálf- kjörinn leiðbeinandi og stjórnandi, en flestir félaga voru eigin nemend- ur hans. Góðar útsetningar hans fyr- ir kór og hljómsveit voru ákaflega vinsælar. Meðal margra góðra nem- enda hlaut Toralf Tollefsen stað- góða kennslu hjá Ottar E. Akre. Tollefsen var fyrsti harmoníkuleik- arinn sem náði heimsathygli, og fær stöðugt frábæra gagnrýni fyrir klassíska túlkun sína á harmoníku. Ottar E. Akre fékk margvíslegar viðurkenningar - m.a. þjónustuorðu konungs, gerður að heiðursfélaga í harmoníkufélagi Oslóar og einnig í landssambandi norskra Harmoníku- félaga N.T.L. Árið 1990 fékk hann menningarverðlaunin í Rendal, og færði um leið heimabyggð sinni safn sitt af hljóðfærum, nótum og allt annað viðkomandi tónlistarferli sínum. Verið er að skrifa ævisögu Akres sem greinir frá langri og viðburða- ríkri ævi í þjónustu tónlistarinnar. Þá hefur verið stofnaður sjóður í nafni Akres, og verður veitt úr hon- um árlega til nemanda í harmoníku- leik. Ottar E Akre hefur spilað sína síðustu tóna. Við höfum hann ekki lengur á meðal vor á tónleikum, mótum og hátíðum þar sem hann tók oft upp pínulitlu harmoníkumar sínar og töfraði fram lokkandi tóna. En við höldum eftir tónlistinni sem hann skildi eftir sig ásamt minning- unni um góðan tónlistarmann og in- dæla persónu sem alltaf hafði eitt- hvað jákvætt að færa okkur. Fyrir hönd norskra harmoníku- unnenda þökkum við Akre fyrir mannlegheit og hugmyndauðgi er hann veitti okkur. Friður sé með minningu hans. Aage Grundstad Birger Östbye MERKILEG HARMONÍKA Harmoníkan í byggðasafninu á Höfn, Hornafirði. Þær leynast víða gömlu harmoník- umar. Ein þeirra er á byggðasafninu á Höfn í Homafirði. Á harmoníkunni eru ekki ártal, stafir eða nafn sem geta gef- ið til kynna framleiðsluland. Harmoníka þessi er keypt um síð- ustu aldamót af Kristínu Jónsdóttur, Guðmundssonar bónda í Hoffelli. Harmoníkunni fylgdi bréf dagsett 24. janúar 1907 þar sem Guðný nokkur í Stómlág biður Kristínu að lána hana til að spila á balli “nú á laugardaginn”. Annað er ekki vitað um gripinn. Upplýsingar þessar sendi Þorsteinn Þorsteinsson, byggðasafninu á Höfn. Þ.Þ. 23

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.