Harmoníkan - 28.02.1993, Qupperneq 15

Harmoníkan - 28.02.1993, Qupperneq 15
mæli. Eflaust eiga margir fjölmargt í fórum sínum ómetanlegt til söfn- unarmála. Við þessa menn á að ræða. Mér finnst framtíðarsýnin geta verið á margan veg, eins og að bæta harmoníkuleik og gera fjöl- breyttari, koma á keppnum í ein- hverri mynd, efla kennslumöguleik- ana og virkja unga fólkið. Já það er gaman að upplifa þessa hluti alla með skemmtilegu fólki sem samtök þessi hafa að geyma og vonandi tekst okkur að halda öllum þáttum lifandi. Þegar okkar virti gaman- leikari Haraldur Björnsson dó, sagði kona nokkur: „Það var leiðin- legt að hann skyldi fara að deyja, hann hafði svo gaman af að lifa“. Öll viljum við hafa lífið skemmti- legt og láta okkur líða vel. í loka- orðum langar mig að notfæra mér smá greinarkorn frá félaga einum í H.F.Þ. sem hann sendir félaginu sínu í tilefni af 10 ára afmæli þess og lýsir svo vel hvað hægt er að vera einlægur og sæll í sínu félagi. Kannski þessi lýsing gæti átt við okkur öll. f tilefni 10 ára afmælis sendir okkar aldni og síungi vinur (Skarf- urinn) félaginu svohljóðandi bréf: Harmoníkufélag Þingeyinga, kæru félagar tóna og gleði! Senn líður að því að ég lækki flugið, fjöðrum og vængjum fækkar, hugur þyngist og heilabúið tekur ekki við nýjum tónum (þó heilabúið sé ekki stærra en kríuegg). Mín heitasta von er sú, að eiga ennþá eftir að líta mið- sumarsólina með sínu yndislega, fagurskrýdda hafbliki. Þar er næg fyrirmynd, sem þyrfti að breyta í tónaflóð sem breiddist yfir allt tónasullið sem nú flæðir yfir og eitrar fagra hljóma. Góðu vinir, sem ég geri ekki upp á milli. Meðal ykkar hef ég notið þess, sem ég virði mest, gleðinnar. Gangið áfram sömu heillaslóð og þið hafið gengið síðastliðin tíu ár og teygið tónana nógu lengi og langt. Heill fylgi hópnum mínum kæra, undir þetta skrifar Jósteinn Finnbogason H.H. BARMMERKI HARMONÍKUNNAR KR. 300 Harmoníkusmíði í U.S.A. Behlenframleiðir m.a. þessa „díatónísku “ harmoníku sem er nejhd „Artist ProfessionaV' 3/5 kóra og kost- ar um 950 $. Vestur í Bandaríkjunum er maður að nafni Stinson R. Behlen og framleiðir litlar hnappaharmoníkur. Um er að ræða ýmsar gerðir bæði hvað varðar útlit og stillingu og eru sumar í gömlum stíl með skiptingar ofan á hljóðfærinu. Verð á harm- oníkunum er frá ca. 850 $. Þá framleiða þeir strengjahljóð- færi sem þeir kalla “Dulcimer” 4 strengja og er leikið á það ekki ó- svipað og íslenska Fangspilið. Þetta hljóðfæri er notað einkum í þjóð- lagatónlist og hafa þeir framleitt yfir 5 þúsund eintök. Stinson þessi hefur komið til íslands og er kunn- ugur íslenska Langspilinu sem hann segir að innflytjendur hafi flutt með sér til Bandaríkjanna á 18. og 19. öld. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við blaðið og munum við þá gefa upp heimilisfang hjá fram- leiðanda. Þ.Þ. Nokkrar gerðir af strengjahljóðfœrinu Dulcimar. Eiríkur Þorsteinsson F, 5. júní 1894 D. 6. desember 1992 Einhver elsti harmoníkuleikari landsins Eiríkur Þorsteinsson er lát- inn, 98 ára. í 3. tölublaði 1. árgangs Harmoníkunnar 86/87birtum við smá viðtal við Eirík en hann var þá vel ern og minnugur. Síðustu árin var hann á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og allt fram á síðasta dag spilaði hann á harmoníkuna, sam- ferðafólki og sjálfum sér til ánægju. Um leið og við kveðjum Eirík sendum við ættingum og vensla- fólki hans samúðarkveðjur. Þ.Þ. 15

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.