Harmoníkan - 28.02.1993, Blaðsíða 21
LeiðrétNng
í 1. tbl.7. árg. urðu þau leiðu
mistök með mynd í viðtalsgrein við
Reyni Jónasson í hópi Deep River
Boys, að hann var sagður lengst til
hægri, það rétta er að hann er þriðji
frá hægri. Beðist er velvirðingar á
þessari rangfærslu.
Reynir Jónasson prýddi forsíðu
síðasta blaðs. Við skýringu forsíðu-
myndarinnar segir að hún sé tekin
við Sólarskipið við Skúlagötu. Hafa
skal það sem réttara reynist, lista-
verkið heitir Sólfar og er eftir Jón
Gunnar Ámason.
Leiðrétting frá
Reyni Jónassyni
vegna viðtals í
síðasta blaði:
„Það sem helst hann varast vann
varð þó að koma yfir hann.“
Þegar farið er að nefna menn til sög-
unnar vilja stundum verða slys. í við-
talinu í síðasta blaði gleymdi ég að-
alnikkaranum sem auðvitað er Jón Að-
alsteinsson yfirlæknir á Húsavík. Við
erum náfrændur og vorum saman í
M.A. og af honum lærði ég kannski
mest í nikkuspili.
Reynir Jónasson
MOLAR
Þeir Grettir Björnsson og Reynir Jónasson
héldu harmoníkutónleika á vegum Tónlistarfé-
lags Hvammstanga 18. nóvenber sl. Tónleikamir
fóru fram í veitingahúsinu Vertshúsinu á Hvammstanga fyrir fullu húsi áheyr-
enda við mjög góðar undirtektir. Á dagskránni voru lög eftir innlenda og er-
lenda höfunda sem þeir félagar léku ýmist sem dúett eða einleik.
Síðar eða þann 20. nóvember léku þeir Reynir og Grettir dúetta í tilefni 50
ára afmælis Þingeyingafélagsins.
Þar var mikið fjör og fínerí, ekki spillti að þeir léku báðir á sínar fögru hvítu
Borsini Nostalgic harmoníkur. H.H.
íslendingafélagið Leifur heppni í Orlando Flórída fékk Reyni Jónasson öðru
sinni vestur um haf að gleðja gesti á þorrablóti félagsins með leik sínum 13.
febrúar 93.
Á árlegu diplomata balli á forsetasetrinu á Bessastöðum fyrir skömmu léku
þeir Reynir Jónasson, Simon Kuran, Ámi Elfar og Ámi Scheving. Þá er vert að
geta þess að Reynir Jónasson verður heiðursgestur á árshátíð Harmoníkufélags
Héraðsbúa 17. apríl næstkomandi.
Ung blómarós
Hún heitir Amdís Halla Jóhann-
esdóttir og kom fram í Templara-
höllinni á nóvemberskemmtifund-
inum ‘92. Arndís hefur greinilega
fengið rétta tilsögn í upphafi varð-
andi hljóðfærið, þarna er vafalaust
á ferðinni upprennandi harmoníku-
leikari miðað við það, sem heyra
mátti við þetta tækifæri, alveg til
fyrirmyndar. Hún byrjaði nám sitt
hjá Hafsteini Sigurðssyni í Stykkis-
hólmi, en er nú búsett á Akranesi
og stundar nám þar hjá Fanneyju
Karlsdóttur. Amdís er 16 ára gömul
og þegar ég spurði hana hvað hafi
ráðið vali hennar með hljóðfærið,
sagði hún harmoníkuna skemmti-
lega, öðmvísi en annað og því lang-
aði sig að prófa. Nú væri hún á-
harmoníkuna afþví hún er svo skemmti- kveðin í að halda áfram.
lega öðruvísi en önnur hljóðfœri.
H.H.
21