Harmoníkan - 28.02.1993, Side 10

Harmoníkan - 28.02.1993, Side 10
Fjórir Jafn Fljótir ca. 1958-59. Frá vinstri: Siggeir Sverrisson, Skapti Ólafsson, Magnús Randrup og Siffi við píanóið. ari. Hann var einu sinni kosinn besti saxofónleikari ársins en á þeim tíma voru kosningar í „Jazz“-inum. Þetta var aðallega tríó og á tímabili söng með okkur Bjöm Þorgeirsson og eins Sigga Maggý, en á þessum árum held ég að hafi spilað með okkur 8 eða 10 trommarar. Árið 1966 flytjum við til Vest- mannaeyja og bjuggum þar fram að gosi. Ég var ekki búinn að vera lengi í Eyjum þegar maður bankaði upp hjá mér og spurði hvort ég vildi ekki spila niðri í samkomuhúsi með Ása í Bæ. Það var nú fyrsta „djobbið“ mitt í Eyj- um. Annars var ég þá nýbyrjaður að læra múrverk hjá mági mínum. Stuttu síðan kemur til mín nafni minn og frændi konunnar og spyr hvort ég sé ekki til í að koma í hljómsveit með sér. Það varð úr að við stofnuðum tríóið Elda, með Sigurði Þórarinssyni á trommur. Hann var kallaður Sissi, mjög góður trommari, Sigurgeir nafni minn spilaði á bassa og söng og ég á harm- oníku. Seinna bættist í hljómsveitina gítarleikari, Ólafur Aðalsteinsson kall- aður Lalli sem söng líka og var frá Ak- ureyri. Þá fór nú að verða svolítill menningarbragur á þessu svo ekki dugði að vera bara með harmoníku, svo ég keypti mér Farfisa orgel, eins og var í tísku þá. Ég spilaði svo yfirleitt á það þau ár sem ég var í Eyjum, en ef ég spilaði svona tangó, vals og svoleiðis, þá greip ég alltaf í nikkuna. Ég fór einu sinni skemmtilega ferð með Leikfélagi Vestmannaeyja. Það 10 var tekin flugvél á leigu og farið í leik- ferð, en við áttum að spila á dansleikj- um eftir sýningar. Fyrst var haldið til Hafnar í Homafirði, flogið með strönd- inni. Þannig var að það voru ekki neinir templarar í hljómsveitinni og Sigurgeir var alltaf fyrirhyggjusamur og hafði með sér pytlu. Við höfðum með okkur töskur undir fötin okkar og þegar hann ætlaði að fara að skipta um föt, var allt innihaldið blautt og mikill „fnykur“. Taskan hefur sennilega rekist einhver- staðar í og flaskan í méli. Minn kall var nú fljótur að bjarga þessu. Hann fór á hótelið á staðnum og varð sér úti um flösku. Ballið var svo um kvöldið, en daginn eftir flugum við til Neskaup- staðar og þar var einnig leiksýning og ball á eftir. Svo enduðum við á Egils- stöðum með leiksýningu og flugum síð- an sama dag heim til Eyja. Við spiluð- um aðallega í Eyjum á nær öllum árs- hátíðum, þorrablótum, félagsvistum og þessháttar, en þó man ég að við spiluð- um einhverntímann í Klúbbnum. Á þessu tímabili hætti Sissi á trommunum og Einar gröfukarl tók við, kallaður „Stubburinn“ - afskaplega vinsæll mað- ur í Eyjum. Helgina fyrir gos er Grettir Bjöms- son fenginn til að punta upp á hljóm- sveitina og spilaði því með okkur á síð- asta balli okkar í Eyjum. Svo gýs, og við eins og allir aðrir fórum upp á land. Við héldum þó áfram að spila saman, nema Ólafur. Hann fór norður til Akureyrar. Sissi var þá reyndar kominn aftur á trommumar og við spiluðum mikið fyrir Vestmannaey- inga og reyndar ýmsa aðra fyrsta árið eftir gos. Ég réði mig svo að spila með þeim út í Eyjum, eftir gosið, en hætti eftir hálfan veturinn. Það var ómögu- legt að standa í því að ferðast á milli allar helgar. Síðan kom eitthvert hlé í spila- mennskunni. Hvort ég ætlaði að hætta man ég ekki en þeirri hugmynd hafði skotið upp í kollinum einhvemtímann áður, sérstaklega eftir að ég fór í múr- verkið. Síðan skeður það að ég fer að leysa Vilhelm Guðmundsson af í Hreyfilshúsinu. Hann þurfti ansi oft að fá frí og ég var eiginlega farinn að spila þar meira en hann undir það síðasta eins og þú kannski manst. Það var svo fyrir þín orð að ég gekk í Félag Harm- oníkuunnenda á sínum tíma. Mér er það alltaf minnisstætt að mörgum þótti nikkan mín sem var „Parrot“ - kín- versk, ekki nógu gott hljóðfæri og hvöttu mig til að fá mér alvöru hljóð- færi. Einhvemtíma vorum við að spila saman í sjónvarpinu og þá fékk ég lán- aða harmoníku. Harmoníkan hjá mér var fram að þessu bara eitthvað sem maður hafði vinnu útá. Hún lá venju- lega hjá mér í töskunni nema á böllun- um en eftir ég fékk mér góða harm- oníku fann ég að það er ekki sama hvað maður er með í höndunum. Síðan hef ég bara gaman af harmoníkunni og þó það væri þægilegra og að mörgu leyti hentugra að vera með hljómborð þá hef ég látið harmoníkuna duga og notað hana líka sem hljómborð. Hljómsveit Magnúsar Randrup í Silfur- tunglinu 1962-63. Siffi við píanóið, Gunnar Mogensen á trommur, Magnús með harmoníkuna og Björn Þorgeirs- son söngvari.

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.