Harmoníkan - 28.02.1993, Side 16

Harmoníkan - 28.02.1993, Side 16
Lifandi skemmtinefnd Skemmtinefnd F.H.U.R. hefur löngum haldið uppi fjölbreyttu skemmtanalífi og reynt að þróa ýmsa möguleika til fjáröflunarstarf- semi fyrir félagið. Oft hefur hvílt mikið á herðum þeirra sem í for- svari eru enda í mörg hom að líta. Núverandi formaður skemmti- nefndar er Friðjón Hallgrímsson. Hann er nú að hefja sitt þriðja starfsár í æðsta valdastól skemmti- nefndarinnar. Friðjón er maður glaðsinna og hress í bragði og mál- ar ekki tilveruna í sama litnum. Hann hefur ekki soðið hugmyndir sínar upp úr gömlum afgöngum, heldur reynt að hafa hráefnið sem ferskast og fjörefnaríkast. Hann hefur lagt kapp á að fá fólk úr öðr- um félögum til liðs við félagið og frískað upp spanskgræn sambönd. Ég forvitnaðist eitt kvöldið um hvað helst væri á dagskrá eða nýtt að gerast hjá hinni dugmiklu skemmtinefnd F.H.U.R. í fyrsta lagi verða breytingar á skemmtifundun- um. Við klippum þá í sundur við kaffið kl. 15:30 eftir u.þ.b. tvo spil- ara á meðan kaffið er afgreitt. Það hefur valdið ónæði þegar verið er að kalla á afgreiðslufólk. Þeirri nýj- ung verður komið á að sá sem er að selja plötur, hljómsnældur eða ann- að á fundum fái að kynna það sem í boði er. Eftir kaffihléið verður hald- ið áfram með ljúflegan tónlistar- flutning, eins og vænta má. Sami bragur verður nú sem í fyrra að á síðasta fundi vetrar koma fram bestu spilarar vetrarins (úrvalið). Mesta nýjungin verður danslaga- keppni sem ætluð er félagsmönn- um. Við ætlum að fá alla okkar lagahöfunda fram og leggja keppn- inni lið. Hugmyndin er að höfundar skili lögum inn fyrir fyrsta janúar ‘93. Síðan munu lögin verða leikin á skemmtifundum vetrarins, tvö valin úr á hverjum fundi og lokakeppni sex bestu laganna fyrstu helgina í maí. Vonandi verður sigurlagið leikið á landsmóti ‘93. Er skemmtinefndin búin að liggja lengi á þessari hugmynd? í fyrra var lítið hægt að gera því langt var liðið vetrar, en segja má að þá hafi hugmyndin kviknað. í 16 / * Friðjón Hallgrímsson raun ætti svona keppni að vera ár- legur viðburður í öllum félögum landsins. Hvað með dansleikjahald? I fyrra vorum við með tónleika og ball á Borg í Grímsnesi undir nafn- inu „Vorgalsi ‘92“. Það þótti takast mjög vel og stefnt er að „Vorgalsa ‘93“. Borg í Grímsnesi hefur reynst vel til þessa skemmtanahalds, enda var „Hausthopp ‘92“ haldið þar með hoppandi fjöri 17. okt. síðast- liðinn. Arshátíð félags okkar verður í mars, hún hefur ávallt tekist vel og nú verður hún haldin í samstarfi Fjölmennasti skemmtifundur frá upphafi F.H.U.R. var sunnudaginn 7. febrúar ’93.Venjulega hafa 100- 150 manns sótt fundina,en þegar 300 manns hafði verið hleypt í hús- ið, borðum og stólum bætt við á allt dansgólfið, var ekki um annað að gera enn loka húsinu. Ástæðan var sú að skemmtinefndin hafði blásið til nýrrar orustu, orðin þreytt á föstu formi. Höfuðpaur nefndarinnar Friðjón Hallgrímsson átti hugmynd- ina og fann upp á að halda lagakeppni með þátttöku félags- manna. Frá félagsmönnum bárust 18 lög, keppt var um sex þeirra á umræddum fundi, á næstu tveim verður keppt um hin tólf og valin tvö lög til úrslita á hverjum. Á síð- við Harmoníkufélag Reykjavíkur. Með því móti mundi hægt að halda veglega harmoníkuhátíð í Reykja- vík. Af hverju haldið þið böllin ut- anbæjar? Aðalástæðan er sú að við fáum betri aðsókn. Önnur ástæðan er að samkomuhúsin eru miklu ódýrari en í bænum. Svona skemmtanir eru sjaldgæfar til sveita og gömlu- dansafólki finnst dálítið bragð að svona uppákomu, jafnvel spilurum í félaginu finnst það líka. Við héld- um reyndar dansleik 16. janúar í Reykjavík og fengum betri aðsókn en um langt árabil. Útlendingar Friðjón? Að sjálfsögðu er ég fylgjandi því að fá erlenda harmoníkuleikara til liðs við okkur enda gæti það bara gert góða árshátíð betri. Það er mitt sjónarmið að félagsmenn fái frí þetta kvöld að mestu leyti þess vegna hefur verið ákveðið að Bröderna Fárm leiki fyrir dansi á árshátíðinni. Skemmtinefndin mun hafa það að leiðarljósi að sem flest- ir geti komið fram á skemmtifund- um. Margir hafa einmitt þar stigið sín fyrstu skref til frekari afreka. Ég vil gjaman benda áhugafólki og harm- oníkuleikurum af landsbyggðinni á að láta vita af sér eða koma við þegar þeir eru í bænum, sagði Frið- jón í lok þessa spjalls. H.H. asta fundi kemur svo úrslitalagið í ljós er sent mun á landsmót í sumar. Bragi Hlíðberg var ráðinn til að flytja öll lögin. Örugglega gerir það sitt til að glæða áhuga fólks til að mæta. Ekki má gleyma vini okkar Þóri Magnússyni sem trommar und- ir með Braga. Áheyrendur hafa 2/3 vægi atkvæða en dómnefnd 1/3. Formaður dómnefndar er Þorvaldur Björnsson, með honum eru Guð- mundur Samúelsson, Jakob Jakobs- son, Ragnhildur Erlendsdóttir og Sigurður Alfonsson. í fyrsta sæti var Flökkustelpan polki með 761 stig. í öðru sæti Dalavals með 495 stig. Vonandi verður aðsókn jafn góð á þeim fundum sem eftir eru. H.H. AÐSÓKNARMET

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.