Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 3
Fræðslu- og upplýsingarit S.Í.H.U.
Ábyrgðarmenn:
Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17,
210 Garðabæ, sími 565 6385
Þorsteinn Þorsteinsson, Torfufelli 17,
111 Reykjavík, sími 5571673.
Forsíðumynd
Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar sem spil-
aði í Þórscafé veturinn 1966-67. í aftari
röð frá vinstri eru: Sighvatur Sveinsson
gítarleikari, Þórhallur Stefánsson trommu-
leikari, Bragi Einarsson klarínett og saxo-
fónleikari og Jóhannes Jóhannesson bassa-
leikari. I fremri röð frá vinstri: Ásgeir
Sverrisson harmoníkuleikari, Sigga Maggý
söngkona og Guðni Guðnason harmoníku-
leikari..
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í október, endaðan febrúar og í endaðan
maí. Gíróreikningur nr. 61090-9.
Auglýsingaverð:
1/1 síða kr. 9.300
1/2 síða kr. 6.200
1/4 síða kr. 3.900
1/8 síða kr. 2.300
Smáauglýsingar (1,5 dálksentímetri) kr.
650 + kr. 120 fyrir hvern auka dálk-
sentimetra.
HAFIÐ VAKANDI AUGU
Víða á heimilum, í geymslum og
kjöllurum eða á háaloftum kunna að
leynast gamlar harmoníkur, jafnvel
sjaldgæfar, eða einhverjir hlutir sem
tengjast harmoníkuspili. Gamlar mynd-
ir, nótnabækur eða blöð sem hafa söfn-
unargildi. Það þarf að passa uppá þetta
þegar tekið er til, í öllum bænum!!
Hluti úr hljóðfæri getur hjálpað til að
rimpa uppí gat á einhverri heimild. Ein-
hvemtíma hljótum við að eignast harm-
oníkusafn. Nú þegar finnst vísir að
slíku hjá einstaka mönnum. Hafið vak-
andi augu! Eins gæti hugsast ef einhver
vildi selja merkilega harmoníku að
komast í samband við eitthvert harm-
oníkufélaganna og kanna viðhorf til
kaupa. Þegar maíblaðið „95“ rennur út
af færibandi prentsmiðjunnar líkur ní-
unda árgangi blaðsins. Tuttugu og sjö
blöð hafa litið dagsins ljós frá upphafi
vega. Efnið sem komið er á síður er æði
víðáttumikið í máli og myndum. Aug-
lýsingar eða styrktarlínur hafa ekki að
miklu marki þakið þessar 644 blaðsíður
sem þrykktar hafa verið á prent, það er
öðru nær.
Vinnan við blaðið er ströng, því mið-
ur verðum við að biðja þá sem senda
vilja blaðinu efni að hafa það vélritað
eða á disklingi á næsta ári. Handskrif
geta reynst torlesin og því valdið mis-
skilningi. Á meðan við gefum út blaðið
losnum við ekki undan því að leysa úr
ýmsum ráðgátum, byggja upp greinar,
og viðtöl eða þýða, frekar en sleppa úr
hákarlskjafti. Það er tíminn sem er svo
dýrmætur til þess að geta stytt yfirleg-
una. Það þýðir einfaldlea betra og vand-
aðra blað. Skráðir harmoníkuunnendur
á landinu munu vera um 1500 talsins.
Við sem útgefendur getum því spurt
sem svo, hvemig stendur á þvi að ná-
lægt 20% þeirra eru áskrifendur að
Hilmar Hjartarson
blaðinu. Það hlýtur að vera eitthvað sem
hægt er að betrumbæta auðvitað. Það
efumst við ekki um, gott væri að fá
ábendingar frá ykkur áskrifendum.
Áskriftargjaldið kr. 2000 á ári (166
krónur á mánuði) með öllu þessu lesefni
getur varla verið megin orsök. í öllum
bænum reynið að setja ykkur í spor
okkar sem erum að strita við þetta, að
okkar mati til hagsbóta fyrir allt harm-
oníkustarf í landinu. Blaðið er gefið út
fyrir áskrifendur, ekki okkur sjálfa.
Maður nokkur gaf sig á tal við mig
og sagðist hafa skellt sér á harmoníku-
ball með konu sinni eftir tuttugu ára
ballhlé. Hann var býsna ánægður, en þó
umfram allt undrandi. Það var nefnilega
verið að spila sömu rælana, valsana og
polkana og á böllunum fyrir 20 árum.
Allavegana bjóst hann við að heyra að
einhver breyting hefði átt sér stað í tím-
ans rás. Gæti verið eitthvað sannleiks-
gildi í þessu hjá manninum?? Væri ekki
líka skemmtilegt að sjá 2-4 harmoníku-
leikara spila saman undir dansi á harm-
oníku eða gömludansaböllum, helst
raddað. Slagverksdeildin er oft æði stór
Þorsteinn Þorsteinsson
í kringum harmoníkuleikara. Sumarið er
komið. Það er verulegt tilhlökkunarefni
eftir bæði óvenjulegan og geysiharðan
vetur. Ferðabúnaðurinn er líklega þegar
tilbúinn og yfirfarinn fyrir sumarið.
Hvað okkur harmoníkuunnendur varðar
fara að aukast líkur á að hittast á ein-
hverju harmoníkumótinu norðan eða
sunnan heiða hvað úr hveiju, allavegana
skulum við ætla harmoníkunni stað í
bílnum hvar sem leið okkar liggur um
landsins vegi og vegleysur. Það er aldrei
að vita nema að þörf sé á rómantískum
undirleikara í laut eða í móa á næsta án-
ingarstað.
H.H
3