Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 10
BERGMENN, frá vinstrí: Ásgeir Sverrisson, Guðmundur Steinsson og Njáll Sigurjónsson. saman svolítið á Vellinum. Það voru nú skrautlegir tímar. Einhvem tíma fórum við suðureftir til að spila í svokölluðum “NCO club”, þá kemur í ljós að það hafa verið ráðnar tvær hljómsveitir sama kvöldið. Það varð að samkomu- lagi að hin hljómsveitin spilaði en við fengjum frítt að drekka og að bíllinn með okkur yrði borgaður. Ég held að þeim hafi ofboðið hvað við vorum vit- lausir í bjórinn, sem ekki var þá fáan- legur hérna. Þeir svolgruðu ótæpilega. Auk Guðmundar var Tage Möller á pí- anó, Haraldur Baldursson á gítar og svo var með okkur trommari af þýskum ættum Erik H5bner, mágur Guðmundar, hann var held ég skástur af okkur enda vanur ölinu. Svo tróðum við innan á okkur bjór þegar við fórum, en Kanan- um hefur ofboðið þetta því við vorum teknir í hliðinu og allt tekið af okkur. Svo þegar við erum að labba út, stendur bjórinn þar hjá á borði. Þá tekur einn okkar tvær flöskur og stingur inn á sig. Hann fékk sekt fyrir tiltækið, en við sluppum hinir. Ég er alveg klár á því að klúbbstjórinn hefur hringt í hliðið og látið vita um okkur, en menn voru alveg bjór-sjúkir ef þeir komust í þetta. Síðan liggur leiðin í Breiðfirðinga- búð með Jóhanni Gunnari Halldórssyni harmoníkuleikara, seinna skólastjóra á Blönduósi, við vorum þar bara þrír. Það hefur líklega verið 1963, því haustið 1964 tek ég við hljómsveitinni í Þórs- café og er þar alveg til ársins 1970 eða í ríflega 6 ár. Varstu þar með sama mannskap all- an tímann? Nei, ég tók eiginlega við hljómsveit- inni af Magnúsi Randrup, og með tím- anum komu inn nýir menn og var ég kominn með ágætis hljómsveit um 1967. Sigga Maggý söng, Bragi Einars- son lék á klarinett og saxofón, Guðni Guðnason á píanó og harmoníku, við lékum stundum dúett á harmoníku, Þór- hallur Stefánsson á trommur, síðar Haukur Sighvatsson, Jóhannes Jóhann- esson á bassa og svo var ég búinn að fá til liðs við mig Sighvat Sveinsson gítar- leikara. Ég hafði farið á ball hjá Kalla Jónatans og leist svo vel á gítarleikar- ann, sem var Sighvatur, að ég bauð honum að spila með mér. Hann hringdi í mig um næstu helgi og sagðist vera tilbúinn í staifið. Það var rólegt að gera hjá Kalla, strákurinn var í byggingar hugleiðingum og sló því ekki hendinni á móti meiri vinnu. Svo fækkaði í hljómsveitinni því Ragnar, eigandinn taldi að við værum of mörg og Jóhannes og Guðni hættu. Þú spilaðir oft á hátíðahöldunum á 17. júní á þessum tíma var það ekki? Samfleytt í 10 ár. Fyrst 1960 með Guðmundi Finnbjömssyni og svo stans- laust til 1970, eða allan tímann sem ég var í Þórscafé og síðast á 1100 ára af- mælinu við Þórshamar. Með mér voru þá Gunnar Páll á gítar, Haukur á trommur, Bragi Einarsson á klarinett, sjálfur var ég með Excelsior Genavox og Sigga Maggý söng. Strax daginn eft- ir fórum við til Færeyja og spiluðum þar á þremur böllum. Við lentum fyrst á Eg- ilsstöðum og urðum að gista þar, því ekki var hægt að lenda í Færeyjum. Við lentum því í gleðskap fram eftir nóttu en vorum vaktir klukkan sex um morg- uninn til að halda áfram. Það var ágætt að spila fyrir Færeyinga, en það var ný afstaðin Ólafsvikan þeirra, og það var verra með Islendingana sem voru þar. Þeir höfðu eitthvað gert í skóna sína, það vom minnsta kosti rosalegar sögur sem við vorum að heyra af þeim. Við spiluðum föstudag, laugardag og sunnu- dag á stað sem heitir Klúbban og á mánudagskvöldi var okkur boðið í næt- urklúbb. Þar var karl sem eiginlega gekk um á eftir okkur og var sífellt að formæla Islendingum. Ég var hálf- smeykur við hann, en landinn hefur sennilega verið búinn að mála bæinn rauðan. Eftir ballið á laugardeginum, sem stóð til miðnættis spiluðum við í næturklúbb en þar var dansað til klukk- an fjögur. Það var miklu skemmtilegra þar. Það var ekkert vín selt á hinum staðnum en í þessum klúbbum vom vín- veitingar, og var miklu meira fjör þar. Okkur fannst við bara nýbyrjaðir að spila þegar klukkan var orðin fjögur, það var líka þannig fólk þarna sem passaði betur við okkur og allir voru komnir í stuð. Þegar þú hœttir í Þórscafé, hvað tek- ur þá við? Þá fór ég að spila í Lindarbæ og þar var ég í fjögur ár, frá 1970 til 1974. Þar spiluðu með mér Haukur Sighvatsson á trommur, Sigga Maggý söng og Gunnar Páll Ingólfsson sem spilaði á gítar og söng líka. Eftir ég hætti í Lindarbæ fór ég að spila með Njáli Siguijónssyni og Guðmundi Steinssyni. Tríó þetta nefnd- ist Bergmenn og spiluðum við víða, fór- um meðal annars til Búlgaríu á alþjóða- mót í þjóðdönsum með þjóðdansaflokki frá Egilsstöðum sem nefnist „Fiðrildin“, og Sigga Maggý söng. Þetta var hálfs- mánaðar ferð og við komum víða fram. Fyrri vikan var ansi strembin, við spil- uðum víðsvegar á hverjum degi en sein- ni vikuna vorum við á sólarströnd ná- lægt borginni Vama.Fyrir Búlgaríuferð- ina fórum við einu sinni til Egilsstaða til að æfa með Fiðrildunum og voru haldn- ar skemmtanir og dans á Egilsstöðum og víðar. Mér er minnisstætt er við spil- uðum austur á Breiðdalsvík. Þar var margt um manninn víða af landinu og sumir ansi vínglaðir. Ég hef sjaldan orð- ið eins skelkaður, því hnefastórir hnull- ungar svifu inn um glugga. Meðan á þessum ólátum stóð, sagði ég við Mumma trommara: nú látum við Njál syngja lagið „Besti vinur bak við skíta- hauginn“ (Besti vinur bak við fjöllin háu). Það hafði góð áhrif á ólátasegg- ina, en húsið var varla fokhelt eftir dansleikinn.En Guðmundur og Njáll fóru báðir til Færeyja. Guðmundur fór á undan og þá var með okkur um tíma Guðmundur Garðar, sem nú er látinn. Síðan fór Njalli líka og þá kom í staðinn 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.