Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 7

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 7
Asgeir Sverrisson Fyrir rúmum 30 árum, þegar ég fór fyrst að veita gömludönsunum verulega athygli, var starfandi hljómsveit Asgeirs Sverrissonar ásamt söngkonunni Siggu Maggý. Hljómsveitin, sem mér fannst á þeim tíma, vera besta gömludansa hljómsveitin, lék þá tvisvar í viku í Þórscafé, kom margoft fram í út- varpinu og varla var haldin 17. júní hátíð í Reykjavík á þeim tíma að hljómsveitin vœri þar ekki á dag- skrá. Asgeir Sverrisson fulltrúi, starfsmaður VIS býr ásamt eigin- konu sinni Sigríði Maggý Magnús- dóttur í hjarta Reykjavíkur á Háa- leitisbrautinni og heimsótti ég þau fyrir skömmu og átti stutt spjall við Asgeir yfir kajfibolla. Og eins og Is- lendinga er siður innti ég hann um uppruna. Eg er ættaður frá Hvammi í Norður- árdal, í Borgarfirði þar sem ég er uppal- inn. Faðir minn var Sverrir Gíslason, (fyrsti formaður Stéttarsambands bænda) og móðir mín var Sigurlaug Guðmundsdóttir. Eg og Einar tvíbura- bróðir minn erum yngstir sex systkina, fæddir 9. júní 1928. Þegar ég var 16 ára fer ég að heiman í Gagnfræðaskólann á Laugarvatni. Á Laugarvatni stofnuðum við strákarnir hljómsveit. Eg man að Sigurður Guð- mundsson, bróðir Olafs heitins Guð- mundssonar frá Hvanneyri var með og saxofónleikarinn hét Pétur. Um 1950 spiluðum við saman Einar bróðir minn á trommur, Olafur Guðmundsson á pí- anó og ég á harmoníku. Það var enginn söngur, það tíðkaðist ekki að vera með söng í þá daga og ekki voru nein magn- arakerfi. Við spiluðum nánast um hver- ja helgi á svokölluðum dansæfingum sem skólamir héldu. Aðra helgina fyrir Kennaraskólann og hina fyrir Sam- vinnuskólann. Þeir skiptust á um að halda þessar dansæfingar og sóttu böll- in hvor hjá öðrum en þau voru haldin í skólunum sjálfum. Þá var Samvinnu- skólinn uppi á efstu hæð í Sambands- húsinu við Sölvhólsgötu og Kennara- skólann í gamla Kennaraskólahúsinu. Þetta stóð framundir 1953 en á þessu tímabili fór Olafur til Svíþjóðar að læra, Asgeir Sverrisson en hann varð seinna ráðunautur. Þá kom í staðinn Baldur Böðvarsson, bróðir Bjama Böðvarssonar. Það var gaman að honum, hann var svo kaldur og alveg ófeiminn. Hvað meðframhald á tónlistamámi? Eftir að ég fer frá Laugarvatni fer ég í nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem ég lærði á óbó hjá Poul Putel- sky, og tónfræði og píanó hjá Dr. Róbert Abraham Ottóssyni. Á sama tíma og ég var í Tónlistarskólanum var Einar bróð- ir minn hér í menntaskóla. Við fórum alltaf heim á sumrin og spiluðum flestar helgar á böllum, mest norður í Húna- vatnssýslu. Eg með harmoníku og Einar á trommur og spiluðum við oft bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Ná- granni okkar á næsta bæ átti gamlan yf- irbyggðan Dodge herbfl og keyrði okk- ur á milli staða og komum við alltaf við í Fomahvammi og tókum með stelpur sem unnu á hótelinu sem var rekið þar. Við spiluðum mest í Ásbyrgi í Miðfirði, Hvammstanga, norður í Víðidal og eins í bragga sem var kallaður Síká, hjá Brú í Hrútafirði. Þar voru oft skrautleg böll. Það var verið að byggja símstöðina og þar vann hópur manna úr Reykjavík sem áttu það til að vera ærið stórkalla- legir. Til dæmis datt einn í ána og kom beint úr henni á ballið alveg holdvotur. Þetta voru margir sem maður kannaðist við úr bænum, karlar sem voru yfirleitt á balli hverja helgi og miklir gleðimenn. Svo fór ég líka stundum í Dalina á stað sem heitir Nesoddi. Þar flýðum við út um glugga eitt sinn. Það hafði verið hestamannamót fyrr um daginn og allt í einu kom maður, dauðadrukkinn ríðandi á fullu inn í danssalinn og þeysti þar nokkra hringi. Við urðum svo hræddir að við hentum hljóðfærunum út um glugga sem var á bak við okkur, því það 7

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.