Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 11

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 11
Atli Jónsson, bróðir Ara Jónssonar ansi góður strákur, er núna framkvæmda- stjóri fiskvinnslufyrirtækis í Grundar- firði. Við spiluðum saman í einn vetur og ég held að það hafi verið það síðasta sem ég var í spilamennsku. Síðan hef ég verið að þvælast með hópum í ferðalög- um svona öðru hvoru. Eg þekki svo vel þá sem stjóma þessum bændasamtökum eins og Agnar Guðnason. Hann fékk mig einhvern tímann til að koma með þeim og spila á kvöldvökum sem þeir eru oft með í svona ferðum. Ég hef farið nokkrar ferðir með þeim, tvisvar hef ég farið með þeim til Kanada og síðast núna um páskana um Þýskaland. I Kanada var víðast hvar til píanó þar sem við stoppuðum, og þegar við hitt- um Vestur-íslendingana þurfti ég að spila öll gömlu lögin - þeir kunnu þau öll. Ein kona hafði keypt allar plötumar hans Hauks Morthens og ég varð að spila öll lögin sem ég kunni af því, en hún kunni þetta allt - alla textana. Attu einhvern uppáhalds harmoníku- leikara? Það eru þá helst Johnny Meyer og Art Van Damme sem er góður „swing- ari“, nú og Tollefsen gamli stendur alltaf fyrir sínu. Af íslenskum harm- oníkuleikurum finnst mér Bragi Hlíð- berg og Grettir Bjömsson vera bestir að öðrum ólöstuðum. Bragi spilaði um tíma með mér í Þórscafé, ýmist á píanó eða harmoníku og ég spilaði þá á píanó- ið þegar hann tók nikkuna, eins og við Guðni höfðum það. Bragi er fínn hljóð- færaleikari og gott að vinna með honum líka. Þú ert hrifinn af sveiflunni - hefurðu spilað hana sjálfur á harmoníkuna? Ég gerði það svolítið fyrst hérna í gamla daga. Ég hafði rosalega gaman að því og einu sinni vomm við að spila norður við Síká. Ég hafði æft mig á að stæla Art VanDamme eftir plötum sem ég átti með honum. Þá kom þar hljóm- sveit úr Vestmannaeyjum og ætluðu að gera at í okkur og gera eitthvað lítið úr okkur, eftir því sem þeir sögðu mér seinna. Þeir bjuggust við einhverjum sveitakurfum sem ekkert kynnu, en eftir að þeir heyrðu hvað við vomm að spila þá sáu þeir fram á að það þýddi ekki neitt. En eftir að ég fór að spila svona mikið gömludansana í Þórscafé, rann þetta með sveifluna meira og minna út í sandinn. Hinsvegar hef ég seinni árin, snúið mér meir að píanóinu, spila oft „dinnermúsík“ í veislum og þar get ég látið sveifluna njóta sín. Nú eru mörg harmoníkufélög á land- inu og auðvitað hérna í Reykjavík. Þú hefur lítið látið sjá þig eða heyra á þeim vettvangi. Já - ég hef reyndar oft lofað að koma Hver er maburinn? Þessi mynd, sem er orðin nokkuð gömul, er af erlendum harmoníkuleik- ara sem gat sér góðan orðstír á sínum tíma. Hann samdi allnokkuð af lögum og hafa þau notið vinsælda meðal harmoníkuunnenda bæði í heimalandi hans og víðar, þar með talið hér á landi. Hver er maðurinn? Svar óskast í Þrastaskógi um versl- unarmannahelgina. FLÖKKUSTELPAN hlaut fyrstu verðlaun á landsmóti S.I.H.U. sem var haldið á Egilsstöðum 1993. og er eftir harmoníkuleikarann Garðar Olgeirsson bónda í Ámessýslu. Lag eftir Garðar hefur áður birst í blað- inu, Blús í C, útsett fyrir tvær harm- oníkur en það lag hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni sem Félag Harmoníkuunn- enda við Eyjafjörð efndi til á sínum tíma. Eins og heyrist er Garðar Olgeirsson slyngur lagasmiður og á fleiri góð lög í pokahominu sem við fáum ef til vill að birta seinna. Eins og flestum lesendum blaðsins er kunnugt hefur Garðar leikið inn á margar hljómplötur og sum lögin hljóðritað að mestu sjálfur heima hjá sér. Þegar hann sendi mér nótumar að laginu fylgdu frá honum eftirfarandi línur: Einhver sagði mér að það hlyti að vera gott að „taka“ Flökkustelpuna einu sinni eða tvisvar á hverju kvöldi. Garðar Olgeirsson er sífellt að spila og hefur undanfarin ár leikið fyrir hóp fólks sem iðkar gömludansana reglu- lega á Flúðum. Við þökkum Garðari fyrir lagið og biðjum ykkur vel að njóta. Þ.Þ. og spila eitthvað, það er aldrei að vita nema maður efni það einhvem tímann. Málið var nefnilega það, að þegar ég hætti alveg að spila á böllum þá ætlaði ég sko aldeilis að fara að æfa, einhver númer sem ég hefði gaman af að spila. Það varð nú minna úr framkvæmdum. Mér finnst harmoníkan vera aftur á uppleið. Ég finn oft fyrir því hvað hún virkar hvetjandi á fólk til að dansa, það hefur oft komið fyrir að ég hef verið beðinn að taka hana með í boð, og finnst mér allir verða svo ánægðir ef ég tek hana upp og fer að spila. Fólk fær fiðring í sig þegar það heyrir í harm- oníkunni. Þú tekur upp harmoníkuna öðru hvoru ennþá? Það er nú of lítið, ég ætla alltaf að gera það meira. Það er eins og þegar maður slær svona af og ekkert ýtir á mann til að spila, þá finni maður minni tíma til að æfa sig. En ég ætla alltaf að gera það. Með þessum orðum kveð ég Asgeir og Siggu Maggý konu hans. Hver veit nema við eigum eftir að heyra í honum á nœstunni, að minnsta kosti var ekki að sjá að harmoníkan hans vœri eitthvað rykfallin. Þ.Þ. Leibrétting í viðtali við Magnús Randrup í síðasta blaði var hinn mikli þrek- maður frá Brúsastöðum við Hafn- arfjörð rangfeðraður. í blaðinu stendur harmoníkuleikarinn Hjálm- ar Jónsson. Hið Rétta nafn er Hjálmar Eyjólfsson. Er beðist vel- virðingar á mistökunum. 11

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.