Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 21

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 21
Landssambands- formaðurinn hefur orðið Nú á vordögum líta menn til baka til nýliðins vetrar og eru ýmsir atburðir sem vert er að staldra við. Harmoníku- félag Héraðsbúa fékk til landsins harm- oníkusnillinginn Tatu Kantomaa og hélt hann tónleika víða um landið við verð- skuldaða hrifningu áheyrenda. Héraðs- búar eiga miklar þakkir skildar fyrir að létta landsmönnum harðan og mann- skæðan vetur með þessum hætti. Harmoníkufélag Rangæinga hélt upp á tíu ára afmæli sitt 29. apríl s.l. Vöru þar mættir formenn a.m.k. 13 harm- oníkufélaga auk stjómar S.H.Í.U. og rit- stjórum Harmoníkunnar. Munum við sem vomm viðstödd lengi minnast veg- legrar afmælishátíðar og gestrisni Rangæinga. Þrjú harmoníkufélög hafa fengið inngöngu í S.Í.H.U. frá síðustu áramót- um, það em Félag Harmoníkuunnenda Siglufirði, Nikkan Félag Harmoníkuá- hugafólks í Vestmannaeyjum, og Harm- oníkufélag Hornafjarðar og eru þessi félög boðin velkomin í landssamband- ið. Eitt félag, Harmoníkuunnendur Hveragerðis hefur hætt formlegri starf- semi. í bréfi fullvissaði Gísli formaður mig um að harmoníkumúsik mundi áfram hljóma í Hveragerði. Þótt félagið hætti starfsemi. Sá gleðilegi áfangi hefur náðst að harmonikuþáttur hefur aftur verið tek- inn upp í ríkisútvarpinu eftir nokkurra ára hlé. Eru umsjónarmanni þáttarins Reyni Jónassyni færðar þakkir fyrir að hafa tekist á hendur þetta mikilvæga verkefni. Um leið og ég óska harm- oníkuunnendum gleðilegs sumar hvet ég ykkur til að sækja harmoníkumót og aðrar þær samkomur þar sem harm- oníkan kemur við sögu. Með harmoníkukveðju Asgeir S. Sigurðsson formaður S.Í.H. U. Harmoníkufélag Rangæinga heilsar áratug Með hliðsjón af því að 10 ár eru lið- in frá því að Harmoníkufélag Rangæ- inga var stofnað (14. apríl 1985) gekkst félagið fyrir afmælisfagnaði í Hellubíó þann 29. apríl nú í vor. Því miður náum við ekki að skrifa greinarkom um félag- ið eða sögu þess eins og ávallt er gert í slíku tilviki fyrr en í haustblaðið (l.tbl. október 1995-1996 10. árgang) vegna þess að blaðið er þegar orðið stappað af efni og er of skammur tími til útkomu blaðsins. H.H. MOLAR „Nordens Dragspel-kvinna!“ Kven- harmoníkuleikari Norðurlanda - Komið nú aftur allar konur sem emð undir 100 ára í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, stendur í auglýsingu frá harmoníku- móti, Grafsnásstámman sem haldið verður í Svíþjóð 4.- 6. ágúst. Þar á að velja kvenkyns harmoníkuleikara Norð- urlanda og eiga þátttakendur að senda inn snældu með leik sínum, með þrem- ur lögum í mismunandi stíl ásamt upp- lýsingum um þátttakanda í bréfi. Velja á úr þrjár konur sem eiga að keppa til úr- slita á mótinu og em veitt peningaverð- laun að upphæð 2.000 sænskar krónur. Ekki er í auglýsingunni hvatt til þátt- töku kvenna frá hinum Norðurlöndun- um. Þ.Þ. Sænska landssambandið SDR lét kjósa harmoníkuleikara ársins í fjórða skiptið og að þessu sinni varð það Sören Rydgren sem varð hlutskarpastur. Hér er ekki verið að velja besta harm- oníkuleikarann heldur er hér á ferðinni einskonar vinsældakeppni eins og þegar íslenskir unglingar velja bestu hljóm- sveitina, besta söngvarann o.sv.fr. Þ.Þ. Sígild sönglög 2 Komið er út nýtt hefti af nótum, Sí- gild sönglög 2. Eins og í fyrra heftinu Sígild sönglög 1, er safnað saman vin- sælum lögum og eru nótumar settar upp á mjög aðgengilegan hátt, með bók- stafahljómum, gítargripum og söngtext- um, og em lögin tónsett í þeirri tónhæð sem á að hæfa flestum til söngs. Sem fyrr er það nótuútgáfan Nú sem gefur út bókina og sem í fyrra hefti er það Gylfi Garðarsson sem hefur veg og vanda af henni, annaðist alla vinnslu og sá um efnisval. Hér er góð viðbót við Sígild sönglög 1 og að mínu mati lagavalið ekki síðra, en mörg þeirra hafa ekki verið fáanleg á nótum í mörg ár og sum em að sjást á nótum í fyrsta sinn. I for- mála skrifar Gylfi: For- eftir- og milli- spilum er undantekningarlítið sleppt til að spara pláss. Má segja að það sé eini ókosturinn á bókinni, en það er svo sjaldan að það á varla að geta talist frá- gangssök því í bókinni eru rúmlega 100 kvæði og vísur, sjómannalög, ætt- jarðarlög, ferða- og drykkjuvísur og fleira góðgæti. Aftast í bókinni, sem er 137 blaðsíður, em heimildaskrá og efn- isyfirlit, með heiti, upphöf, viðkvæði og lykilorð, sem spannar Sígild sönglög 1 og 2. Þ.Þ Harmoníkur til sölu Bugari Armando Superfisa 4ra kóra, hnappa, sænsk grip 11+7, 4ra ára gömul, svört. Hagström Skandia Hnappaharmoníka, 4ra kóra, norsk grip 5+1, gömul rauð. Borsini Special Nostalgic, píanoborð 3ja ára, sem ný. Asgeir S. Sigurðsson s. 456 3485 Borsini Nostalgic Lars Ek model. Hnappaharmoníka með sænskum gr. Glæsilegt hljóðfæri, sérsmíðuð taska fylgir, allt sem nýtt. Upplýsingar gefur: Jón Sigfús Bjarnason Sími 4771159 21

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.