Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 14

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 14
Tatu Kantomaa Konserthald og um fram allt einleikur hefur verið stór þáttur í tónlistarlífi Tatu Kantomaa. Fyrstu kynni mín við finnska harm- oníkuleikarann Tatu Kantomaa urðu á allt aðra lund en ég ætlaði. Ég hafði aldrei talað við hann áður, bara séð og heyrt álengdar að spila. Hann var að koma frá Egilsstöðum til að spila á árs- hátíð F.H.U.R. og H.R. Ég náði í hann út á Reykjavíkurflugvöll. Tatu reyndist þægilegur í viðmóti, þar sem ég hitti hann er hann beið eftirvæningafullur við færibandið eftir harmoníkunni sinni, virkaði strax á mann eins og hann skynjaði hvaða nótur henti best persón- unni við hlið hans. Við nánari kynni helst þessi næmni en Tatu smá herðir tökin og tilfinningar ásamt djúpum hugsunum þessa nákvæmnismanns fara að streyma fram af fullum þunga. Þá dugar ekkert jamm og já já eða reyna að gera til hæfis, það verður að svara og bollaleggja með honum svo langt sem geta leyfir. Hann er eldsnöggur að átta sig á innri manni, greinir húmorinn út frá hegðaninni, og hlær þá smitandi hlátri. Þrátt fyrir ungan aldur þessa snillings verður manni ljóst að af ýms- um áttum hefur blásið þessi liðlega 20 ár í lífi hans. Hann gisti hjá mér nokkrar nætur og er eftirfarandi greinarkorn soðið upp úr samtali sem við áttum eftir að hátíðin var afstaðin. Það kom á óvart að nágrannalöndin virðast ekki vita mikið um Tatu þegar spurt er þar á bæ. Á íslandi er hann þeg- ar landsþekktur, og verður áreiðanlega lengi minnst sem merkismanns í harm- onfkuheimildum okkar Islendinga. Tatu Kantomaa er fæddur 30. ágúst 1974 í bænum Rovaniemi í norður Finnlandi, Norðurheimskautsbaugurinn liggur lOkm norðan við bæinn. Hann hefur alltaf átt heima í Rovaniemi. Tatu á einn bróður þrem árum yngri. Faðir hans er ökumaður hjá póstinum en móðirin vinnur á hóteli. Tatu varð grip- inn áhuga fyrir harmoníkunni af pabba sínum sem leikur á harmoníku og leið- beindi honum með nótur eftir kennslu- bók frá 7 ára aldri, og eins og Tatu segir eru foreldramir hóflega stoltir af árangri sonarins. Var gatan greið með framhaldið? Áhuginn kom fljótt og aldrei spurn- ing um annað hljóðfæri en harmoníku. Veikko Ahvenainen kom til Rovaniemi með sinn eigin harmoníkuskóla og hlustaði á mig. Hann sagði mér að einkakennsla væri það æskilegasta fyrir mig. Ég bytjaði hjá Veikko en þurfti að fara einu sinni í mánuði með lest, 800 km leið til Hyvinkáá nærri Helsinki með næturlestinni, lærði hjá Veikko yfir daginn og tók síðan næturlestina heim á ný. Framhaldið er að ég byrja að koma fram á konsertum með Veikko alltaf þegar hann kom til Norður Finnlands allt frá 1983-1986. Á harmoníkuviku í Hyvinkáá 1985 lék ég sóló og kom í fyrsta skipti fram í sjónvarpi í mínu heimalandi sama ár. Til Ameríku flaug ég 1986 með Veikko Ahvenainen og lék inn á hljómplötu, við spiluðum saman á tónleikum. Á þessu ári heimsótti John Molinari Finnland í tvær vikur, ég var nemandi hans þann tíma. Margt gerðist síðan árið 1987, heimsótti m.a. Japan með Veikko, Kioto, Osaka og Tokio. Kom fram með honum í rússnesku sjónvarpi, Moskva T.V, og í austur þýsku sjónvarpi. Svíþjóð og Noregur voru líka heimsótt. Samstarfinu við Veikko Ahvenainen lauk líka á þessu ári, hann hafði ekki meiri tíma fyrir mig. Nú tók við nýtt tímabil, ég kynnt- ist mínum besta harmoníkukennara, Rússanum Viktor Kouzovlev sem leiddi mig um sína stigu í eitt ár. Ég tók þátt í Viljo Vesterinen keppninni líka 1985 og 1987 og vann þar önnur verðlaun. Á ár- inu 1988 byrja ég að læra á píanó í Rovaniemi, var bara orðinn hundþreytt- ur á nikkunni, fannst píanónámið mjög spennandi og ágæt hvfld. Þetta ár ferð- ast ég samt til Noregs og Ítalíu, kom fram sem númer á harmoníkutónleik- um. Ein erfiðasta harmoníkukeppni í Finnlandi er Viljo Veserinen keppnin, ég tók þátt 1989 sem einleikari og vann þá til fyrstu verðlauna. Sendiherra Finn- lands í Austurríki pantaði mig sérstak- lega til að halda fimm konserta á nokkrum stöðum þar í landi 1990. Hér I heimsókn hjá Braga Hlíðberg. 14

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.