Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 16

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 16
lengra komið að spila með opnum huga, að spila það sem það hefur sjálft áhuga á. Og það er hægt að spila alla tónlist á harmoníku. Vandamál íslendinga í dag er að þá vantar góða kennara. Ég spurði Tatu hvort hann hefði einhverja sérósk um að fara eitthvað eða hitta einhvern sérstakan. Jú hann langaði um fram allt til að hitta Reyni Jónasson og Braga Hlíðberg einnig að koma að Geysi í Haukadal, alltaf væri hann spurður eftir því í Finnlandi hvort hann hefði séð Geysi á Islandi. Tatu fékk allar þessar óskir uppfylltar. Tatu Kantomaa hefur nú kvatt landið, (2. maí) vonandi ekki fyrir fullt og allt. Nú þegar hefur hann víða farið um landið, gerði mikla lukku á árshátíðinni 18. mars og víðar þar sem hann hefur komið fram á tónleikum. Tatu kom til Egilstaða 17. janúar og fór út 2. maí síðastliðin. Tatu kenndi einstaklingum, stjórnaði sveit H.F.H., stjómaði um tíma kór, auk þess að spila í leikriti „Dagbók Önnu Frank“ hjá leik- félagi Fljótsdalshéraðs, ýmsum uppá- komum og fimmtán tónleikum. H.H. Raddir vorsins Farfuglamirflínku frá vinstri: Hafsteinn Sigurðsson, Tatu Kantomaa og Einar Guð- mundsson í Félagsheimili Kópavogs 1. maí. Fyrsti maí, vorboðinn ljúfi var kom- inn, ásamt öðrum föstum fargestum, og söng, „dýrðin, dýrðin“ og hinir sungu einnig hver með sínu nefi og fylltu í sameiningu loftið loforðum um sælu og sumaryl. I félagsheimili Kópavogs þennan sama dag svifu ljúfir harm- oníkutónar og fylltu loftið glaðværð og stemmningu. Þar voru líka einskonar farfuglar á ferð þó ekki væm vængjaðir en tónarnir flugu og juku kraft og þor þeirra er sannir harmoníuunnendur geta kallast. Harmoníkufélag Héraðsbúa með Hrein Halldórsson í fararbroddi sýndu mikið áræði með því að fá til liðs við sig finnska harmoníkusnillinginn Tatu Kantomaa síðastliðinn vetur. Þeir létu ekki þar við sitja. Eftir dvöl hans þar á Egilsstöðum skunduðu þeir með nesti og nýja skó, nánast um alla lands- byggðina til að gefa sem flestum tæki- færi til að hlusta á þá gífurlegu mögu- leika sem felast í einni harmoníku. Harmoníku þess manns sem lært hefur að nota hljóðfærið frá gmnni af hinum rétta lærimeistara. Hreinn Halldórsson og Tatu Kantomaa vom búnir að koma víða við á landsbyggðinni, á einum sextán stöðum og halda tónleika. Og þar með útbreiða hinum fagra boðskap harmoníkuhljómsins af fagmennsku. Við skulum skrá þessa staði hér í blað- inu, ég held þetta framtak sé það merki- legt: Þann 11.02 Valaskjálf Egilsstöðum 18.02 Borgafjörður Eystri 25.02 Þórshöfn 26.02 Vopnafjörður 04.03 Hamraborg Breiðdal 25.03 Homafjörður 01.04 Þingeyjarsýsla 13.04 ísafjörður 20.04 Stykkishólmur 20.04 Árbliki Dalasýslu 21.04 Hólmavík 22.04 Raufahöfn 27.04 Neskaupstaður 28.04 Akureyri 01.05 Kópavogur Ennfremur 04.03 Fegurðarsamkeppni í Vala- skjálf 18.03 Árshátíð Reykjavík 07.04 Árshátíð H.F.H. Þorrablót í janúar Egilsstaðir og Hlíðamenn Tónleikarnir í Félagsheimili Kópa- vogs voru fyrir troðfullu húsi c.a. 250 manns. Ekki nóg með það tveir farfugl- ar til viðbótar vom komnir líka. Þekktur harmoníkuleikari Einar Guðmundsson frá Akureyri 33 ára og hinn 49 ára gamli harmoníkuspilari Hafsteinn Sig- urðsson sem síðustu 11 ár hefur skapað sér nafn sem góður harmoníkuleikari. Tríóið Tatu, Einar og Hafsteinn rifu upp fjörið eftir kynningu Hreins Halldórs- sonar. Svo tók hvað við af öðru; dúettar eða einleikur og mörg góð stykkin hrifu áheyrendur, sem brostu breitt. Raddir vorsins, Sveitadans, Sumamætur (vals frá Finnlandi), Vikivaki, Bergmál vors- ins, Bjórtunnupolki, dúett Tatu og Ein- ars gerði lukku og færði líf í tuskumar. Svo var boðið uppá lestarferð með Tatu. Lestin (ítalskt lag) með tilheyrandi teinaskrölti og ískri í hemlum á brautar- stöðinni. Tatu þakkaði fyrir móttökumar á Islandi með Sukkijiirven polka. Við- staddir risu tvisvar úr sætum til að sýna þessum unga meistara þakklæti, sem lét til leiðast að leika nokkur aukalög. Vel heppnuðu tónleikahaldi var lokið. Eftir stendur vissa um það að fólk vilji hlusta á góðan harmoníkuleik. Harmoníkufé- lag Héraðsbúa á þakkir skyldar fyrir framtakið. Vonandi fáum við seinna að njóta þessara manna sem skópu þessar ljúfu raddir vorsins á baráttudegi verka- lýðsins 1995. Þennan dag sannaðist líka að barátta harmoníkuunnenda er á réttu spori. H.H. Áhorfendur leyndu ekki tilfinningum sínum og gleði á tónleikunum. 16

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.