Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 9

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 9
Ásgeir með harmoníku á námsárum sínum. lega vel og svo var öllu útvarpað beint. Þurfti þá ekki að laga þetta eitt- hvað? Jú, mikil ósköp. Billich útsetti öll lögin, breytti og bætti og átti jafnvel orðið stóran hlut í lögunum. Hann var langhrifnastur af Áma ísleifssyni, enda fékk hann lögin best unnin frá honum. Hvernig var með œfingar fyrir svona keppni? Yfirleitt var byrjað að æfa klukkan fimm á kvöldin, en þó kom að mig minnir tvisvar fyrir að ég þurfti að fá frí í vinnunni. Hann var mjög almennileg- ur við mig yfirmaður minn í Samvinnu- tryggingum, ég sagði honum hvað stæði til og þar með var málið leyst. Var þá ekki einnig bœtt við fleiri söngvurum? Jú, ég man eftir stúlku sem heitir Svava. Hún var svo taugaspennt að hún lagði ekki í að syngja í útvarpið og varð því að hætta. Þá voru Adda Örnólfs- dóttir og Ólafur Briem fengin í staðinn með Sigurði Ólafssyni. Þetta voru ekki allt gömludansarnir, Siggi sá um gömludansana en hin frekar um önnur lög. Hvað tók svo við? Eftir veturinn 56/57 með Billich, fór ég að spila með J.H. kvintett í Þórscafé, sem þeir Jóhannes Jóhannesson og Guðmundur Hansen voru skrifaðir fyrir. Ég spilaði þar í einn vetur en fór svo að spila með Óskari Cortes í Ingólfscafé. Óskar bauð mér fasta vinnu og þar lenti ég í að spila stundum fjögur kvöld í viku, frá fimmtudagskvöldi fram á sunnudagskvöld. En það stóð nú ekki lengi og síðar voru það bara föstudags- og sunnudagskvöld. Það var gaman að spila þar og margt sem maður fékk að sjá. Einhverju sinni var að spila með okkur saxofónleikari, sem sat við hlið- ina á mér og hann hafði gleymt að festa saxofóninn í hálsólina. Par, sem hafði verið að dansa var komið aðeins inn fyrir harmoníkuhurð sem var þar, og karlinn var búinn að lyfta upp pilsinu á kerlingunni og var eitthvað að munda sig til við hana þegar saxófónleikarinn sér þetta. Honum varð svo mikið um að hann rak upp öskur og missti saxofón- inn í gólfið. Auðvitað litu allir þá á saxofónleikarann en ekki parið. Annars voru þarna mest fastagestir sem fóru ekkert annað. Þó var annað fólk á sunnudagskvöldum, þá var meira spiluð blönduð músík, ekki bara gömlu dans- amir. Ég man að Haukur Morthens kom þá alltaf klukkan hálf tólf og söng, en fram að þeim tíma á kvöldin söng hann í Oddfellow. Fórstu aldrei út á land að spila ? Auðvitað kom það fyrir. Þegar ég var með Óskari fórum við Halli Stefáns nokkrum sinnum uppí Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði. Þetta voru skemmtilegar ferðir og gaman að körlunum þarna uppfrá. En það var ekki oft því við þurftum þá að fá frí hjá Óskari, og eins ef við ætluðum sjálfir út að skemmta okkur. Einhvem tímann héma á ámnum áður fór ég með Þórarni Óskarssyni austur í Gaulverjabæ að spila á balli. Hann spilaði líka á trommur og var í lagi sem slíkur, og hafði komið í húsið skömmu áður og séð trommur á svið- inu. Hann treysti á að trommumar væru á staðnum en þegar við komum á stað- inn var búið að taka trommurnar. Það var erfitt, engar trommur, gítar eða bassi, heldur harmoníka, trompet og klarinett. Botninn var því algjörlega dauður. Varstu lengi með Oskari? Já, ég var alltaf með honum meira og minna á föstudagskvöldum, en 1961 eða 1962 fer ég að spila í Þórscafé með hljómsveit Guðmundar Finnbjömssonar ásamt söngkonunni Huldu Emilsdóttur, á fimmtudögum og laugardögum. Guð- mundur spilaði sjálfur bæði á bassa og saxofón, en hann var hættur að spila á fiðluna á þessum tíma. Við spiluðum Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar í Lindarbœ 1972. Frá vinstri: Gunnar Páll Ingólfsson, Hauk- ur Sighvatsson, Sigga Maggý og Asgeir Sverrisson. 9

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.