Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 15
Tatu í hrókasamrœðum við Reyni Jónasson og Sigríði Sigurðardóttur. á milli er ekkert sérstakt um að vera, Tatu er í námi og tekur stúdentspróf 1993. Afram rek ég gamimar úr Tatu sem alls ekki miklast né vill gera nokkurn skapaðan hlut úr árangri sínum, er al- veg blýfastur við jörðina . ísland er næst á dagskrá, Eyþór H. Stefánsson hafði samband við Tatu v. landsmóts S.f.H.U. á Austurlandi 1993 og þangað kom Tatu ásamt Svíanum Daníel Isaks- son, flestum er líklega í fersku minni sú upplifun. Á mótinu komu þeir félagar líka á óvart með því að Ijúka dagskrá sinni með Jakob Yngvasyni úr F.H.U.R., það atriði gerði og mikla lukku. Hvað næst Tatu ? Um haustið 1993 ferðaðist ég með finnskum þjóðlagahóp um Ungverja- land en byrja síðan herskyldu fyrsta nóvember. Þá vissi ég fyrir víst að næstu 11 mánuði yrði ekki snert á harmoníku og var að mörgu leyti feginn því. Þann 26. september 1994 lauk her- skyldunni, þá sat ég líka uppi atvinnu- laus. Þá komu margir þungbúnir dagar en ég lék reyndar öðru hvoru í „Big band“ hóp í Rovaniemi. Svo er það einn erfiðan og þungan dag að síminn hringir um kvöld. Eg trúði því varla, Eyþór Stefánsson var í símanum og spurði hvort ég væri tilbúinn að fara til Egilsstaða að kenna á harmoníku. Ég svaraði já án þess að hugsa út í það meir, það var bara svo ótrúlegt að síminn skyldi hringja um slíkt leyti og leggja fyrir mig þvílíkt tilboð. Ég var í hjarta mínu ótrúlega þakklátur. Hugmyndina að þessari tillögu átti Jónas Þór Jóhannsson. Hann talaði við formann H.F.H. Hrein Halldórsson og þá er hægt að ímynda sér framhaldið. í vetur hef ég síðan búið heima hjá Gutt- ormi Sigfússyni og konu hans Sigríði í Fellabæ við bestu skilyrði. Það sem hér stendur, eins og sagt hefur verið, er árangur samtals, á því má sjá að þessi ungi maður hefur víða drepið niður fæti og óyggjandi er að hér hefur hann markað spor sem öðrum ætti að vera fyrirmynd. Vegna skarpskyggni sinnar hafði hann áttað sig á, að á ís- landi ráða náttúruöflin æði oft yfir ákvörðunum okkar um hvort við komumst í ferðalag á láði eða legi ef það eitt er tekið sem dæmi. Það mótar Islendinga meir en ykkur grunar sagði Tatu, og bætti við að þannig væri það ekki í Finnlandi. Er Tatu heldur aftur til síns heima- lands ætlar hann ekki að þiggja allar óskir um spilamennsku. Hann vill umfram allt spila þar sem hlustað er á hann. Tatu hefur hitt marga harmoníku- kónga um dagana, svo sem Carmen Carrozza, Toralf Tollefsen í Oslo Konserthús 1989, talaði við hann stutta stund og uppgötvaði hvflíkur kóngur og venjulegur maður hann var og ánægju- legt að tala við hann. Norðmenn bukt- uðu sig og beygðu fyrir honum. Oleg Sharow Rússi frábær harmoníkuleikari og mikil persóna. John Molinari var líka einn af þessum stóru kóngum. Tatu er þakklátur fyrir að vera harm- oníkuleikari, stoltur af að hafa fengið tækifæri til að ferðast til svo margra landa, þó það hafi kostað mikla vinnu. Hann hefur mikla og þroskaða tónlistar- hæfileika, það er mjög persónulegt fyrir hann sjálfan að spila. Að finna tilfinn- ingu áheyrenda, það segir mikið án þess að orð séu sögð. Þögn og þakklæti er ekki gott að lýsa með orðum, en allir konsertar geta verið sá síðasti áréttar Tatu. Hann vill taka fram að það sé gott að spila fyrir íslend- inga, þeir hlusti hljóðir og sýni vel hvað þeim líkar í konsertinum. Allir vilja líka læra af því sem þeir heyra. Islendingar geta verið stoltir yfir góðum harm- oníkuspilurum í landinu. Það er öðru vísi í Finnlandi þar rflcir öfund og yfir- borðsmennska. Tatu vill í lokin beina því til unga fólksins sem er að læra eða Tatu ífjallaferð með Jónasi Þóri á velbúnu torfœrutrölli Jónasar. 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.