Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 17

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 17
Ýmiss konar sambræðingur var á boðstólnum á árshátíð hjá Félagi Harm- óníkuunnenda og Harmoníkufélagi Reykjavíkur þann 18. mars 1995. Fyrir utan lystugan mat og drykk sem gestir gerðu góð skil, lék erlendur stórsnill- ingur, Finninn Tatu Kantomaa, undir borðum og var þetta í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíkan lúxus. A árshátíð- inni lýsti skemmtinefnd yfir ótta sínum yfir þeirri staðreind að endurnýjun harmoníkuunnenda er dapurlega hæg. Þau sáu ekki fram á bjarta framtíð ef ekkert væri aðhafst í málunum. Skemmtinefndin hafði tekið sig til og sýndi á árshátíðinni afrakstur tilraunar sem hún var rétt að ljúka, tilraun sem hafði það að markmiði að bæta ástand- ið. Afrakstur gervifrjóvgunar var borinn undir gestina og leist gestunum misvel á útkomuna. Nefndin hefur þegar ákveðið að fá leyfi til að koma upp sér- stöku tjaldi í Þrastaskógi um verslunar- mannahelgina til að halda tilraunastarf- seminni áfram þar sem þangað koma allir úrvals harmoníkuleikarar hvaðanæva af landinu og eru miklar vonir bundnar við þá útkomu. Ballett var sýndur, smá þáttur úr „Kranavatn- inu“. Erlendir gestir voru að þessu sinni frá Danmörku og Finnlandi. Tatu Kantomaa lék einleik og gerði storm- andi lukku. Anders Trabjerg og Kim Nilsen frömdu einleik og léku dúetta. Aðallega bauð Anders uppá írska tón- list en Kim ýmsa blöndu tónlistar með Frosini og Islandsminner Sigmund Dehlis og fleiri lög. Þessir ungu menn Anders 19 ára og Kim 23 ára léku fyrir dansi allt kvöldið með þeim Þorsteini Þorsteinssyni á gítar og Gunnari Bem- burg bassaleikara sem léku listavel að vanda. Mörgum dönsurum fannst of lít- ið um tangóa og einhverju fleiru var kvartað undan, en Danir telja víst tangó til nýju dansanna. Gömludansar Norð- urlandabúa eru gjarnan mjög gamlir, 100 ára og þar yfir. Allt fór nú samt vel þrátt fyrir að aðsókn hafi minnkað mið- að við síðustu 2-3 ár. Sérstakur heiðurs- gestur í boði F.H.U.R. var Geir Guð- laugsson formaður H.U.V. og kona hans Jóhanna Þórarinsdóttir. Stjóm F.H.U.R. heiðraði sérstaklega formann skemmtinefndarinnar Friðjón Hallgrímsson fyrir vel unnin störf og starfsgleði. Fékk hann fagurlega gert skjal, teiknað af hinum kunna lista- manni og formanni F.H.S.N. Ólafi Th Ólafssyni. Það heillaði mig verulega eins og oft áður þegar útlendingar spila á árshátíð okkar að heyra annars konar danslög leikin og öðruvísi túlkun en við eigum að venjast. Það er mikilvægt að eiga þessa kost einu sinni á ári að brjóta örlítið hefðina með jákvæðu hugarfari og njóta þess að láta fæturna lyftast nærri sjálfkrafa eftir taktfastri og vel leikinni danstónlist, erlendu gestanna. H.H. Vtð Geysi í Haukadal ífimbulgaddi: Friðjón Hallgrímsson, Tatu Kantomaa, Kim Nilsen og Anders Trabjerg frá Danmörku. Gervifrjóvgunarmóðirin með afkvœmi sitt. Reynt verður aðfullkomna aðferðina á sumri komanda. Anders Trabjerg lék á hina smágerðu átta tóna harmoníku „Min första Komposition “ eftir Karl Jularbo, Kim Nilsen lék með á bassagítar. Árshátíb F.H.U.R. og H.R. 17

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.