Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 18

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 18
Aumur háls og herbar Æfingar sem geta hjálpab Eftir John Bonica lækni og aðstoðarritjóra Accordion World Þessari grein var snarað saman eftir að nokkrir harmoníkuleikarar höfðu hringt eða skrifað til mín eftir ráðlegg- ingum um æfingar til að auka þol og styrkja herðar til að koma í veg fyrir bólgur og slit sem af geta hlotist þegar spilað er langtímum saman. Þeim sem þegar hafa hlotið einhvern skaða hvet ég til að leita sérfræðilæknis, sem mun þá veita viðeigandi ráðleggingar og lyf. Þrátt fyrir það fylgir því líkamleg áhæt- ta að spila á harmoníku sem nýtur þó lítils skilnings meðal lækna sem ekki leika á harmoníku og skilja því vanda- málið. Þeir gefa fólki oftast staðlaðar ráðleggingar eins og t.d. ef það er sárt að gera það, gerðu það þá ekki. Slíkri ráðlegging'u er harmoníkuleikari ekki að leita eftir. Harmoníkuleikarar sem eiga við vandamál að stríða í baki eða hálsi hafa oft greint mér frá því að læknar þeirra (eða kírópraktorar) hafi krafist þess að þeir hætti að spila á harmoníku. Þessir góðu læknar skýra ekki frá því að í flestum tilfellum er ástæðan ekki sú að það sé verið að spila á harmoníku sem veldur erfiðleikum. Miklu fremur sú staðreynd að það er setið við það. Mikl- ar setur eru vandamál og meginástæða veikleika í baki. Harmoníkan á engan þátt í þessu þar sem hún er spennt þétt upp að líkamanum og meginþungi hvílir efst á lærunum. Það er einfaldlega alls engin ástæða þess að harmoníkan eigi þar hlut að máli það er að segja EF SETIÐ ER RÉTT MEÐ HANA. (Nema þú sért einn þeirra fáu sem lætur harm- oníkuna hanga langt niður á bringu og fram á hné.) Eina skaðsemin sem getur orðið með harmoníkuna þegar mjó- hryggurinn er veill er 1) þegar setið er og spilað og 2) þegar hún er tekin upp úr töskunni.Smá viðvörun: Að spila standandi leggur allmikla þyngd á mjó- hrygg háls og herðar, og ætti að forðast slíkt sem mest. Varðandi hálsinn, þá ætti það ekki að vera neitt vandamál þegar staðið er, ef spilarinn heldur höfðinu beinu, með nótnagrind í augnahæð og er ekki sífellt með augun niður á nótnaborðinu meðan hann spilar. Munið einnig að nota breið- ar og vel bólstraðar ólar um axlirnar. Góðar ólar eru góð fjárfesting ef litið er til heilsunnar. Það er alkunna að margir atvinnu harmoníkuleikarar sem kjósa að spila standandi rnunu fyrr eða síðar lenda í vandræðum með hálsinn, allt frá stirðleika og höfuðverkja að alvarlegri einkennum svo sem dofa og stingjum í höndum og fingrum sem er afleiðing taugaþrýstings í neðri hluta hálsins. Ef þú finnur fyrir verkjum í fingrum þegar þú æfir þig, skaltu leita sem fyrst til læknis. Hér á eftir mun ég útskýra mis- munandi doða og stingi sem geta verið til staðar, til þess að þú getir hugsanlega fundið út hvað veldur þeim. Til leiðbeiningar fyrir sjúklinga mína sem hafa gengist undir aðgerð, lent í slysi eða orðið máttfamir eftir langvar- andi veikindi, hef ég tekið saman nokkrar grundvallar æfingar sem þú getur framkvæmt heima. Eða kannski viltu auka styrk þinn til að hafa betri stjórn á belgnum og ráða betur yfir harmoníkunni. ífingamar geta líka gert það. Það eru tvö markmið sem þessum æfingum er beint að, sem við skulum ræða. 1. Til að nýta æfingarnar til fullnustu, verður hver og einn að fara að ystu mörkum sem liðamót leyfa, AN ÞESS AÐ FINNA TIL SÁRRA VERKJA. Snöggir sárir verkir eru viðvörunarmerki. Leitið þá ráða sér- fræðilæknis eða sjúkraþjálfa. Alla- vega leitið ráða hjá fólki sem hefur þekkingu á endurhæfingu og slit- sjúkdómum. 2. Til að vinna að auknum styrk og þoli, ekki til vöðvauppbyggingar lyftingakappa. Til að vinna að þessu, hafið þá í huga að lykillinn er að gera æfingamar oft án þess að nota mikil átök, eða eins og þegar verið er I æfingartækjum í heilsuræktar- stöðum. Ef þú átt við sérstök vanda- mál að glíma, skrifaðu mér þá og ég mun gera mitt besta til að leiðbeina þér í rétta átt. Fyrst, nauðsynleg líffærafræði fyrir þá sem taka hlutina alvarlega og vilja skilja hversvegna æfingamar em gerðar. Ef þú ert ekki forvitinn og vilt bara fara beint í æfingarnar, þarftu ekki að lesa greinina frekar.Að þessu sinni skulum við beina sjónum okkar að öxlunum, sem er þýðingarmikið í meðferð hljóð- færisins. Mesta kraft og orku þarf í vin- stri öxlinni, til að hreyfa belginn. Til að draga belginn út notum við aðallega tvo vöðvavefi sem stjórna hreyfingum út frá líkamanum. Höfum í huga að margir aðrir vöðvar vinna einnig samtímis að því að halda við og styðja höfuðið, hálsinn og efri hluta líkamans á sama tíma. Til að þrýsta belgnum saman, not- um við vöðva bæði í öxl og brjósti og ekki hvað síst við herðablað. Fyrir hægri hendi er nauðsynlegt að hafa góðan styrk og þol til að haldi henni í réttstöðu fyrir úlnliðinn. Með því að setja höndina utan á axlarliðinn og lyfta handleggnum út frá líkamanum geturðu fundið hvemig stríkkar á taug- unum. Á meðan er verið að spila hald- ast þessar taugar,vöðvar og sinar sam- fellt strengdar í langan tíma. Það er sjaldgæft að þessir vöðvar verði fyrir skaða en geta orðið slappir ef þeir eru lítið notaðir og eru mikilvægir fyrir hægri höndina. Hér á eftir fara nokkrar æfingar ásamt öðrum ábendingum, sem eiga að geta eflt styrk þinn og þol, og auka vald þitt yfir harmoníkunni. Munið, farið ró- lega af stað og byggið ykkur hægt upp. Ef upp koma spumingar, þá vinsamleg- ast hafið samband við mig. Gangi ykk- ur vel. (Þýtt með leyfi, úr Accordion World júní 1994) Þ.Þ. Karl Adólfsson. Bréfaskóli Karl Adólfsson sem af mörgum er kunnur fyrir útsetningar sínar fyr- ir harmoníkur og mörg félög hafa notið góðs af, hefur í vetur rekið bréfaskóla þar sem leiðbeint hefur verið í „swing“, öðm nafni sveiflu. Að sögn Karls hefur þetta farið ró- lega af stað, ekki síst vegna þess að hann þurfti að gangast undir aðgerð á auga, en er búinn að ná sér að fullu og albúinn að takast á við fleiri nemendur. Vil ég hvetja þá sem hríf- ast af sveiflunni að notfæra sér þessa þjónustu. Þ.Þ. 18

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.