Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 4

Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 4
Heimsathygli á Harmoníkuimi Undanfarin misscri hefur Harm- oníkublaðið fengið talsvert mikið af bréfum utan úr heimi. Ymsir aðilar úr harmoníkuheiminum hafa sýnt áhuga á að fá upplýsingar um það sem er að gerast í málum hljúðfærisins hér á Is- landi. Aðrir hafa sent Harmoníkunni upplýsingar um útgáfu geisladiska, tónleika og sýningar þar sem harm- oníkan á hlut að. RÚSSLAND Upplýsingar bárust til Harmoníkunnar frá Rúss- landi um samkeppni í harmoníkuleik. Keppnin A B M A nefnist VI. Zolotaryov samkeppnin og er alþjóðleg keppni fyrir einleikara, hljómsveitir og samspils- sveitir. Því miður komu þessar upplýsingar seint PAR AVION pannig aö lesendur Harmonikunar gatu ekki tekið þátt. FRAKKLAND ERIC BLIN Frá Eric Blin í Frakklandi fékk Harm- oníkan sent bréf ásamt auglýsingu um harmoníkutónleika þar sem harmoníkan var aðalhljóðfæri og undirspilið annaðist Fílharmoníuhljómsveit Evrópu, níutíu manns samtals. Var þetta sýning og tón- leikar þar sem leitast var við að sýna þá margbreytilegu möguleika sem harm- oníkan hefur upp á að bjóða í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Með þessu er leitast við að hjálpa harmoníkunni að öðlast nýja ímynd. Einleikarar á harm- oníku voru Yvette Horner og Marcel Azzola. Nú er mögulegt að kaupa videó- spólu og geisladisk frá þessum viðburði. (ath. setja heimilisfang með) SPÁNN Nýtt harmoníkublað í Baskalandi Nýtt harmoníkublað í Baskalandi á Norður-Spáni skrifaði til Harmoníkunn- ar í leit að upplýsingum um stöðuna í harmoníkumálum á íslandi. Blaðið hefur áhuga á hvers kyns upplýsingum um hljómsveitir, tónskáld, viðburði, tónlist- arútgáfu, tónlistarkeppnir er tengjast harmoníkunni. Um leið býðst það til að veita Harmoníkunni upplýsingar um stöðu harmoníkumála á Spáni. Nýja blaðið þeirra heitir „Acordeón siglo XXI“ eða Harmoníkan á 21. öldinni. Mun Harmoníkan senda þeim eintak af blaðinu auk upplýsinga um harmoníku- mál hér á landi. SVÍPJÓÐ Piere Eriksson einn af framsœknustu ungu harmoníkuleikurum Svíja notar Bonotron MlDl búnaö í sína harmoníku. Sænskt fyrirtæki sem selur Bonotron MIDI tónstilli (controller) fyrir harm- onfkur. Þeir sem kunna að hafa áhuga geta haft samband við Bono Electronic AB. Hasángsvágen 31, S-691 42 Karlskoga, Telephone 0586-31090, Tele- fax 0586-38060. www.bono.se, e-mail: info@bono.se NOREGUR Langar til íslands Tryggve Langrusten frá Heidal í Nor- egi, skrifaði blaðinu bréf og segir frá því að allt frá því að hann lærði um ísland í skóla á sínum yngri árum hafi hann lang- að að koma til íslands til að sjá hinn sögufræga stað Þingvelli. Hann spilar ekki á harmoníku en hefur sungið í mörg ár í hljómsveit þar sem hin gömlu góðu dans og dægurlög eru á dagskrá, m.a. eitt íslenskt „Ungdómsminni" eftir Ágúst Pétursson er honum finnst mjög gott og skemmtilegt lag. Tryggve er jafnframt formaður Jularbo félagsskapar í Noregi og sendi blaðinu af því tilefni Jularbo tónsnældu með bestu kveðjum og von um að geta einhvern tíma látið drauminn um að koma til íslands rætast. Tryggve Langrusten í USA 1995 hann er til hœgri á myndinni. 4

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.