Harmoníkan - 01.02.1998, Page 3

Harmoníkan - 01.02.1998, Page 3
FRÆÐSLU, UPPLYSINGA OG HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U. OG ANNARRA AHUGAMANNA STOFNAÐ 14. APRIL 1986 Verndum minningar Ábyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, símar 565 6385 & 896 5440 Prentvinnsla: Prenttækni hf. Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, febrúar og maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meðal innihalds blaðsins: Heimsathygli á harmóníkunni.. 4 Ferðasaga H.F.Þ..........5-7 Ný gerð harmoníku..........8 Harmoníkusnillingur........9 Viðtalið: Friðrik Jónsson... 10-12 Harmoníkumótin............13 Hátíð harmoníkunar 1997 Saga F.H.U. Reykjavík í 20 ár................15-19 Handrit fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir 1. maí 1998. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.500 1/2 síða kr. 6.500 1/4 síða kr. 3.500 1/8 síða kr. 2.500 AUGLYSIÐI HARMONÍKUNN! Þó nú sé nokkuð liðið frá áramótum langar mig í byrjun að óska áskrifend- um Harmoníkunnar gleðilegs nýs árs með þökk fyrir sam- starf í liðinni tíð og í von um góða sam- vinnu á nýju ári. Jafnframt vil ég þakka þeim fjöl- mörgu sem lýst hafa þakklæti sínu vegna viðtalsins við Jóhann Jósefsson frá Ormarslóni. Það gladdi mitt hjarta og hvetur mig áfram í starfi við blaðið. Erfitt er að spá fram í tímann og árið sem framundan er verðum við að leggja vonir okkar við að geti orðið við- burðarríkt í heimi harmoníkunnar nær og fjær. Það er þó óskandi að merkjanlegir verði nýir vaxtarbrodd- ar á þessu ári í leik og starfi áhuga- manna, félaga eða landssambands hér á landi. Væntanlega hafa mörg félög fengist við að taka upp á myndband einhverja þætti úr starfi sínu eða af harmoníkuleikurum innan félag- anna. Myndaskot geta þegar tími líður orðið skemmtileg minning og söguleg heimild. Landssamband S.Í.H.U. hefur látið taka upp efni á landsmótum í mörg ár þar sem koma fram fulltrúar margra félaga. Upp- tökurnar hafa ekki alltaf verið upp á það besta en engu að síður góð vit- neskja um liðnar stundir. Möguleik- ar myndbandsins eru margir. Ég hef séð erlend myndbönd þar sem tekin er upp dagskrá með einum eða fleiri harmoníkuleikurum að leika úti í náttúrunni með fagurt landslag í baksýn, þekktar byggingar eða bóndabæi. Hugsum okkur íslenskt landslag með sína sérstöðu og okkar góðu harmoníkuleikara, myndbönd sem gætu orðið góð söluvara, til á myndbandaleigunni eða að hægt væri að bjóða einhverri sjónvarp- stöðinni til birtingar. Efnið þarf að vera vandað, það er ljóst og helst ís- lenskt. Þetta gæti verið leið til góðr- ar jákvæðrar kynningar á harm- oníkunni, heima og erlendis. Ekki virðist skila sér á öldum ljósvakans aukin útgáfa geisladiska með harm- oníkuleik, ekki að neinu marki að minnsta kosti. Að lokum vil ég koma ábendingu til ykkar lesenda. Ef þið vitið af ein- hverjum manni eða konu sem líklegt er að hafi frá einhverju markverðu og áhugaverðu að segja þá látið mig vita. Þá vil ég þakka áskrifendum fyrir góð skil á áskriftagjaldinu. Ég met skilvísina mikils og einnig það að nýtt innheimtuform fari ekki illa í ykkur. Þetta er síðast en ekki síst viðurkenning fyrir útgáfu blaðsins. Hilmar Hjartarson Forsíðumyndir: Tatu Kantomaa var kosinn vinsælasti harmóníkuleikarinn á Ransáter 1997, með verðlaunagripin. Mynd: Ivar Toresen, Noregi. Þeir eru allir Júgoslavneskir sígaunar þessir stórgóðu tónlistarmenn sem boðið var til afmælishátíðar F.H.U. í Reykjavík er haldin var á Hótel Sögu 1997. Frá vinstri: Jon Konstandin raf. bassi.Georg Mihalaehe Tambal aðeins tvö slík hljóðfæri eru til í heiminum smíðuð af sama manninum. Djordje Bikie, raf gítar og síðan fyrrum heimsmeistari í harmóníkuleik Lelo Nika 3

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.