Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 18

Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 18
Á öldum ljósvakans Skömmu fyrir 1990 var farið þess á leit við félagið að það hefði umsjón með svokölluðum Saumastofudansleikjum í Ríkisútvarpinu, í samvinnu við Hermann Ragnar Stefánsson. Hugmyndin var að mörgu leiti góð og gekk ágætlega í nokkurn tíma, og tóku mörg félög utan Reykjavíkur þátt í þessari dagsskrárgerð. Saumastofudansleikirnir náðu miklum vinsældum hjá unnendum danstónlistar og komu þar fram margar hljómsveitir, sem sýndu ágætis tilþrif. Greiðsla fyrir þessa þætti var hins vegar mjög af skorn- um skammti og fór svo, að ekki þótti réttlætanlegt að fara þess á leit við tón- listarfólk að það gerði þetta nær ein- göngu fyrir ánægjuna. Lauk þar með þessum merka þætti harmoníkunnar í rík- isútvarpinu. Félag harmoníkuunnenda var ekki gamalt þegar hinir hugmynda- ríku frumherjar hófu undirbúning að út- gáfu hljómplötu. Fyrsta platan kom úr 1979 og var vel fagnað af harmoníkunn- endum um allt land. Fimm árum seinna 1984 var svo aftur hafist handa og síðan í þriðja sinn 1987. Fjórða plata (geisla- plata) kom svo út 1996. Hljómsveit fé- lagsins hefur alltaf leikið stórt hlutverk á landsmótum en auk hennar hafa margir einleikarar úr röðum félagsmanna komið þar fram. Fjölmargir harmoníkuleikarar hafa komið fram á þessum útgáfum og þær náð talsverðum vinsældum. Hafa þær að geyma merkilegt sýnishorn af harmoníkuleik. Má fullyrða, að llestar af þessum upptökum hefðu aldrei orðið, nema fyrir atbeina félagsins. Landsmótin Landsmót harmoníkufélaganna eru haldin á þriggja ára fresti. Félagar í F.H.U. í Reykjavík hafa frá upphafi verið þar tjölmennir. Fyrsta Landsmót S.Í.H.U. var haldið í Reykjavík 1982, en F.H.U. í Reykjavík var eitt þeirra félaga, sem stofnuðu Landssambandið. Að sjálfsögðu var tals- verður byrjendabragur á þessu fyrsta Landsmóti, en þetta var þó upphafið og nú hlakka allir harmoníkuunnendur til Landsmótanna, enda mikið í þau lagt og félög um allt land, tjalda því sem til er. Vestlendingar sáu um næsta mót að Varmalandi 1984 og Eyfirðingar 1987 að Laugalandi. Næst var röðin komin að Þingeyingum sem héldu mótið á Laugum í Reykjadal 1990 og þremur árum síðar stormuðu allir til Egilsstaða. Síðasta landsmót var haldið að Laugalandi í Holtum og nú eru allir farnir hlakka til að hittast á Siglufirði 1999. í tengslum við 18 -i

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.