Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 11

Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 11
A kynningu íslenskra dans og dœgurlagahöfunda hjá F.H.U.R. 3. mars 1997. Hljóðfœraleikar- arnir sem kynntu lög Friðriks. Frá v. Kolbrún Sveinbjörnsdóttir söngur, Þorvaldur Björnsson harmoníka, Friðrik Jónssonfrá Halldórsstöðum tónskáld, Þorsteinn Þorsteinsson gítar, Gunnar Bernburg bassagítar og Pétur Pétursson trommuleikari. áhugasamur með nýrri lög og var líklega af þeim sökum tekinn fram yfir aðra. Nokkrar ungar stúlkur sendu mér heim eitt sinn formlegt bréf þar sem í stóð: Herra Friðrik Jónsson: Þar sem við höfum mikið heyrt látið aflist þinni lang- ar okkur að fara þess á leit að þá spilir fyrir dansi í samkomuhúsinu á Húsavík. Þér skal vera útvegað besta orgel semfá- anlegt er í bœnum. Ég fór auðvitað og spilaði fyrir troð- fullu húsi sem varð síst til að draga úr vinældum mínum. Upp frá þessu fór ég velta harmoníkunni verulega fyrir mér og tók hana fram yfir orgelið í danstónlist. Eftir að hafa átt harmoníku í aðeins eina viku var ég beðinn um að spila á Breiða- mýri en tók það samt að mér. Var ævin- lega til í allt! Þegar gera átti upp á eftir setti ég upp fimm krónum lægra gjald en þeir Haraldur og Marinó. Það var ekki tekið í nrál og mér greitt fullt gjald fyrir þennan fyrsta harmoníkudansleik minn. Eftir þetta linnti ekki eftirspurn eftir spilamennsku. Ég get til gamans nefnt nokkra staði þar sem ég spilaði fyrir dansi á mínunr ferli: Hólmavað í Aðaldal, Skútustaðir í Mývatnssveit, Strípa inn í Kinn, Breiðamýri , Húsavík, í sundlaug- inni í Reykjahverfi (vatni var hleypt úr), norður í Kelduhverfi í Grásíðu, Skinna- stað og Kópaskeri í sal sláturhússins, á mörgum böllum á Þórshöfn og Raufar- höfn, austur á Vopnafirði og fór vestast að Hólum í Hjaltadal. Þá hef ég spilað á Laugaborg í Eyjafirði og samkomusal Gefjunar, Grenivík margsinnis, að Sval- barðseyri, fjölda dansleikja í Hrísey, í Flatey á sjómannadaginn og einnig úti í Grímsey við slíkt tækifæri. Ymsar veislur og annað smátt er ekki talið. Öll þessi spilamennska olli auðvitað miklu álagi á konuna mína. Hún lét aldrei kvörtun í ljósi, var hörkudugleg mann- eskja. Það var mitt stóra lán að ná í hana. Við kynntumst á Húsmæðraskólanum að Laugum 1937. Skólinn vareiginlega stór hjúskaparmiðlun. Unnur konan mín kom af efnameira heimili en ég var fátækur strákur þegar við fórum að búa. Hún átti raunverulega miklu betra skilið en beygði sig undir að berjast. Friðrik byrjar að semja lög um 1932! Fyrsta lagið mitt Við gengum tvö er tileinkað konunni minni og svo er um flest dans- og dægurlaga minna. Gömul spor, Vertu hjá mér Dísa (Dísa er Unnur), Rósin, Hvíslað út í nóttina, A Fljótsheið- inni ef ég nefni nokkur. Já ég hef alltaf verið rómantískur ofan í tær en var alla tíð að drepast úr minnimáttarkennd. Spilaði lengst í níu klukkustundir! Einu sinni spilaði ég í níu klukku- stundir og er það lengsta sem ég hef spil- að. Þetta var í stórri baðstofu á Narfa- stöðum í Reykjadal. Framdælir héldu ball fyrir sig og fengu stofuna að láni. Ég var einn á harmoníkuna. Ég stoppaði að- eins einu sinni til að drekka kaffi, ekki brennivínsdropi til að létta undir með mér. Síðar notaði ég dulítið vín, ég þótti bestur þegar ég var á stemmunni sögðu menn, svona mátulegur. Templari á ferð Einn vetur var á ferð Halldór Krist- jánsson frá Kirkjubóli, mikill templari. Hann var ráðinn hjá Ungmennasambandi Islands til að halda fyrirlestra um bind- indismál hjá ungmennafélögum um land- ið. Hann byrjaði á Breiðamýri og að sjálfsögðu var ball á eftir þar sem ég var spilari og hélt hann annan fyrirlestur kvöldið eftir í sundlauginni Reykjahverfi. Ég var beðinn um að spila þar einnig. Þetta reyndist ekkert smámál, fór labbandi yfir heiði með harmoníkuna á bakinu, spilaði þar um kvöldið og gisti Reykjahverfi um nóttina. Áfram daginn eftir til Húsavíkur gangandi yfir Skarða- háls þar sem Halldór hélt einu sinni enn fyrirlestur með balli á eftir. Harmoníkuna varð ég að bera á bakinu allan tímann og hafði fengið út frá því heilmikinn hnút í mjóhrygginn. Eftir þessa miklu fyrirhöfn gat ég með sanni sagt að allnokkuð hafi maður nú lagt á sig fyrir bindindishreyf- inguna í landinu. Á þessum árum voru launin fyrir spilamennskuna ekki há, en örlítil viðbót til hjálpar búrekstrinum. Ég lét ævinlega borga mér eftir aðsókn á böllin. Fikki 70 ára Er Fikki varð sjötugur hélt fjöldi kóra í héraðinu honum til heiðurs stórveislu í Idölum. Lundarbrekkukórinn, Ljósa- vatnkórinn, Neskórinn, Grenjaðarstaða- kórinn og Einarsstaðakórinn. Kórarnir sungu eingöngu lög eftir Fikka og að hans sögn var þetta honum og öllum að- standendum mikill heiður og glæsilegt á allan hátt. Þjóðsögurnar Ég spyr Fikka hvort hann kunni sjálfur að segja sannar þjóðsögur af sér. Því ekki það, segir Fikki, látum tvær koma sem ég held að margir þekki. Ég var að spila í þinghúsinu á Svalbarðsströnd eitthvað rakur og féll ofan af senunni með harm- oníkuna framan á mér í miðju lagi og kom niður á hnén. Ég labbaði óstuddur upp aftur, óskaddaður en menn töldu mig samt ekki hafa farið út af laginu í þessari flugferð. Á öðru balli á ónefndum stað stóðu að mér stútarnir minnst þrír í einu. Það var logandi fjör og gleði mikil. Á senunni var gluggi út. Einhvern tíma um kvöldið varð mér illt á fullri ferð í lagi, það eina sem ég gat gert var að stinga höfðinu út um gluggann og kasta upp. Það sama var upp á teningnum, dansgestir urðu ekki varir við að ég hafi ruglast eða farið út af laginu við þessi veikindi. 11

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.