Harmoníkan - 01.02.1998, Side 19

Harmoníkan - 01.02.1998, Side 19
landsmótin er ekki úr vegi, að minnast á harmoníkumótin sem haldin eru á hverju sumri. Það var um miðjan níunda áratug- inn, að nokkrir vinir í félaginu gerðu sér dagamun og fóru með fjölskyldum sínum í útilegu til Þingvalla. Þetta varð hin dýrðlegasta helgi og varð síðan fastur lið- ur og smám saman fjölgaði í hópnum. Blaðið Harmoníkan þróaði þessa hug- mynd enn frekar og úr varð fjölmennasta harmoníkuútilega, sem efnt er til á land- inu og sækja hana gestir víðsvegar að. Fyrstu árin fór hún fram í Galtalækjar- skógi, en síðustu fimm árin hefur mótið farið fram í Þrastarskógi. Nokkur önnur félög hafa haldið harmoníkumót og má þar nefna árlegt mót Þingeyinga á Breiðumýri. Fljótlega varð til hljómsveit F.H.U. í Reykjavík og var Sigurður Al- fonsson fenginn til að leiða hana í upp- hafi. Grettir Björnsson var mjög fljótlega fenginn til að segja mönnum til og Reyn- ir Jónasson stjórnaði henni um tíma. Síð- an 1986 hefur Þorvaldur Björnsson ver- ið hljómsveitarstjóri og leitt hana á fjór- um landsmótum. Eins og eðlilegt er myndast oft litlir hópar innan hljóm- sveita. Þessir hópar hafa þurft sína leið- beinendur og hafa nokkrir góðir félagar tekið þetta að sér. Fyrstan má telja Ágúst Pétursson, sem stjómaði “Gústahópnum” í nokkur ár. Sigurður Alfonsson hefur einnig komið við sögu, auk Karls Adólfs- sonar, Grettis Bjömssonar, Reynis Jónas- sonar og Karls Jónatanssonar. Harm- oníkukennsla var tekin upp á vegum fé- lagsins haustið 1978 og annaðist Grettir Björnsson hana um nokkurn tíma. Niðurlag Félagi harmonfkunnenda í Reykjavík hefur tekist að mestu, að fylgja eftir þeim hugmyndum, sem lagt var upp með í upphafi, og jafnvel aukið við hugmyndir frumherjanna. Það var til dæmis hvergi á stefnuskrá að gefa hljóðfæri í tónlistar- skólana á Reykjavíkursvæðinu, en félag- ið hefur gefið fjórar harmoníkur nú þeg- ar. Verður vonandi framhald á þessu nauðsynjaverki. Þegar félög eru annars vegar, geta áhersluatriði félaganna skarast. Félag harmonfkunnenda í Reykjavík hefur ekki farið varhluta af þessu. Vorið 1986 urðu óanægjuraddir svo sterkar innan F.H.U. í Reykjavík, að ekki varð hjá því komist að hluti félagsmanna gengi út og til varð Harmoníkufélag Reykjavíkur. Þetta olli miklum titringi innan félagsins en jafn- aði sig að mestu leiti þegar frá leið. Það var svo 1993 að nokkrir félagar stofnuðu Harmoníkufélagið Létta Tóna. Þeir sem þarf starfa halda þó alltaf góðri tryggð við gamla höfuðbólið. Að sjálfsögðu hef- ur það sín áhrif, þegar margir hljóðfæra- leikarar hverfa úr okkar röðum, en með góðum vilja hefur tekist að berja í brest- ina og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við getum því sagt með nokkru stolti, að við höfum eignast tvö afkvæmi. Miðað við hvað er gaman að vera með og hlusta á harmoníkuleika, mætti ætla að félagsstarfið gengi snurðulaust fyrir sig og allt gerðist af sjálfu sér. Að sjálf- sögðu er ekki svo. Félag harmoníkunn- enda í Reykjavík var svo lánsamt í upp- hafí, að þar völdust til stjórnar eldhugar, sem virtu engar úrtölur. Það er oft sagt, að trúin flytji fjöll. Það á jafnvel við þó trúað sé á harmoníku. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn við stjórnar og nefndarstörf, því eins og áður hefur kom- ið fram starfar svona félagsskapur ekki af sjálfu sér. Félagið hefur, þó ekki sé það gamalt gert tvo meðlimi heiðursfélaga, þá Gunnar Kr. Guðmundsson og Braga Hlíðberg og á tuttugu ára afmælishátíð- inni síðastliðið haust hlutu átta af félög- um F.H.U.í Reykjavík silfurmerki félags- ins fyrir framúrskarandi störf og tryggð við félagið. Eins og í upphafi kom fram, var Bjami Marteinsson kjörinn fyrsti for- maður félagsins og stjórnaði því fyrstu sjö árin, en þá tók Jón Ingi Júlíusson við. Yngvi Jóhannsson var síðan formaður frá 1990 til 1993, að Hilmar Hjartarson varð formaður. Hann sat síðan til 1996 að nú- verandi formaður Friðjón Hallgrímsson tók við. ÁBENDING Til annara harmoníkufélaga - látiö birta sögu ykkar í Harmoníkunni. Myndatextar við 20 ára sögu F.H.U.R. 1. Friðjón Hallgrímsson tvíröðungur núverandi fonnaður félagsins á sólríkum degi aldraðra í Reykjavík í maí 1993. 2. Fyrsta hljómsveit F. U.R. í Reykjavík, sem hleypti heimdraganum til Málselv í Noregi sumarið 1982. Frá vinstri Hartmann Guðmannsson, Guðmundur E, Jóhannsson, Jón Ingi Júlíusson, Jakob Yngvason, Kristín Kalmannsdóttir, Þórir Magnússon, Hilmar Hjartarson, Herbert Jónsson Þorsteinn R. Þorsteinsson, Elsa Kristjánsdóttir, Asgeir Þorleifsson og Guðrún Guðnadóttir. Myndin er tekin í Finsnesi. 3. Þrír einbeittir á skemmtifundi á níunda áratugnum. Þórleifur Finsson. Jóhannes Pétursson og Þórir Magnússon. 4. Galvaskir félagar á leið á landsmótið á Varmalandi 1884. 5. Brennuvargarnir sem komu fram við áramótabrennu Sjónvarpsins, sem vari Kópavogi á gamlarárskvöld 1986. Frá vinstri, Þórleifur Finnsson. Jón Ingi Júlíusson, Olafur Þ. Kritsjánsson , Þorsteinn R. Þorsteinsson og Sigurður Alfonsson. Hilmar Hjartarson, sem er lengst til hœgri hafði œft með hljómsveitinni, en lá íflensu þegar hljómsveitin lék ífimbulkulda og roki niður við sjó. Myndin er tekin á skemmtifundi í Templarahöllinni í janúarbyrjun 1987. 6. Á upphafsdögum útihátíða. Tveir félagar í útilegu á Þingvöllum sumarið 1985.Hartmann Guðmansson þenur nikkuna um miðnœturskeið og Sigríður Sigurðardóttir (Sirrí), situr hestinn. Ekki er vitað um nafn hans. 7. Hljómsveit félagsins, sem lék í Grieghöllinni í Bergen 1987. Frá vinstri Jakob Yngvason, Sigurgeir Björgvinsson, Reynir Jónasson, Jón Ingi Júlíusson, Þórleifur Finsson, Þorvaldur Björnsson, Þórir Magnússon og Gunnar Pálsson. A myndina vanlar Kristínu Kalmannsdóttur sem lék á bassaharmoníku. 8. Fjórir snillingar félagsins tóku lagið saman á skemmtifundi vorið 1996. Frá vinstri Bragi Hlíðberg, Tatu Kantomaa, Reynir Jónasson og Grettir Björnsson. 9. Krumarnir að leika í Alleröd á Sjálandi í mai 1996. Frá vinstri Guðmundur Samúelsson, Þon’aldur Björnsson og Jón Ingi Júlíusson. 10. Hljómsveit undir stjórn Braga Hlíðberg lék lögin, sem komust í úrslit í danslagakeppni félagsins í maí 1993. Með Braga á myndinni eru Þórður Högnason bassaleikari, Þórir Magnússon yfirtrommari félagsins og Þorsteinn Þorsteinsson gítarleikari. Lagið sem sigraði í keppninni var Flökkustelpan eftir Garðar Olgeirsson. 11. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á þessum viðbrögðum, en eitthvað hefur það verið skemmtilegt. Frá afmœlishátiðnni á Hótel Sögu haustið 1997. Frá vinstri Sigríður Sigurðardóttir, Ingvar Hólmgeirsson, Bragi Gunnarsson Rangœingur, Lára Kristjánsdóttir Rangœingur, Asgeir Sigurðsson Isflrðingur. 12. A tuttugu ára afmœlishátíðinni voru átta félagar sœmdir silfurmerki félagsins. Hér eru þeir ásamt formanni of varaformanni félagsisns. Frá vinstri, Friðjón Hallgrímsson form. Guðrún Jóhannsdóttir varaformaður, þá merkishafarnir Guðmundur E. Jóhannsson, Elsa Kristjánsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, dóttir Jóns Inga Júlíussonar, sem var erlendis, Hilmar Hjartarson, Þorsteinn R. Þorsteinsson, Þorvaldur Björnsson, og Þórir Magnússon. A myndina vantar Þorkel Kristinsson, sem var erlendis. 19

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.