Harmoníkan - 01.02.1998, Qupperneq 10

Harmoníkan - 01.02.1998, Qupperneq 10
Fríðrík Jónsson fá Halldórsstöðum Þegar ég loks sest niður til að skrifa þetta viðtal fyrir blaðið bærast í brjósti mér allt aðrar tilfinningar en vant er undir slíkum kringumstæðum. Best er að vera í góðu andlegu jafn- vægi svo að auðveldara sé að finna hina réttu stemmningu svo að líf fáist í viðtalið. Persónuleg kynni auðvelda streymið fram úr pennanum og auðvit- að ótal margt annað bæði smátt og stórt. En það sem mér finnst torvelda verkið þessa stundina er að viðmæl- andi minn er nú látinn. Aðeins þremur mánuðum eftir viðtalið var hann allur. Við ræddum saman á miðju sumri 1997 þegar náttúran var í sínu feg- ursta skrúði með blómaangan í lofti og við báðir til gleði stemmdir á harm- oníkumóti á Breiðamýri. Um miðjan daginn þegar ró færðist yfir mótsgesti gengum við til ferðahýsis míns glaðir í bragði þar sem hann hafði játast undir að eiga við mig orð fyrir blaðið. Ég hellti uppá, tók fram skrifblokk- ina og virti fyrir mér í augnablik við- mælanda minn sem hafði komið sér fyrir við borðið með bros á brá. Hann leit út eins og hann þekkti svo vel og læsi huga minn. Við höfðum hist nokkrum sinnum áður. Ég var alltaf undrandi á hve alúðlegur hann var við mig. En eftir að ég kynntist honum betur og skynjaði hvflík þjóðsagnaper- sóna hann var, brann enn heitar í huga mér að ná tali af Friðriki Jónssyni frá Halldórsstöðum. Hann var öllu jafnan kallaður Fikki frá Halldórsstöðum. Ég sagði áðan þjóðsagnapersóna. Ég get eftir öllu að dæma ekki annað séð en að Fikki hafi unnið sér inn með sóma og sann þá dulúðugu nafngift. Óneitanlega var Fikki mjög fjölhæf- ur, lék frá unga aldri á harmoníku og orgel, varð söngkennari við Hús- mæðraskólann að Laugum, Við Hér- aðsskóiann, barnaskóla í Aðaldal og Reykjadal. Friðrik var eftirsóttur harmoníkuleikari á dansleikjum um allt héraðið um áratuga skeið. Ég hef ekki heyrt nokkurn mann tala um annað en að þessi eftirsótti spilari hafi verið hinn mesti gleðigjafi á dans- skemmtunum. Kannski var það einmitt á því sviði sem hann vatt um sig hinum margumrædda þjóðsagna- anda, enda hefur kyngikraftur hans og þol á við sterkustu vinda blásið hinum þingeyska jöfri í brjóst þennan kraft er sögur fara af. Nú er búið að hella upp á kaffið og við sestir gagnstætt hvor öðrum við mjótt borðið í ferðahýsinu. Finstaka regndropi sem féll ofan úr tré buldi á þaki hýsisins og mynnti á að nú væri rétti tíminn fyrir spjall. Við lyftum bollunum og ég bað Fikka að segja mér frá sínu lífssprangi eins og hann væri upplagður til. Friðrik starfaði sem kirkjuorganisti samfleytt í 48 ár við 6-7 kirkjur fram til ársins 1995 er hann varð áttræður. Hann var einnig söngstjóri kirkjukóranna. Friðrik var með eindæmum góður lagasmiður, mörg laga hans urðu ákaflega vinsæl og eru enn, full af rómantík, dulúð og fjöri. Asamt öðru var hann starfsmað- ur Kaupfélags Þingeyinga um árabil og bóndi að Halldórsstöðum ásamt konu sinni Unni Sigurðardóttur frá ár- inu 1938 fram til ársins 1971. Á upphafl má endinn skoða Ég er fæddur á Halldórsstöðum 20. september 1915 og tók við búskap af foreldrum mínum 1938. Það ár kvæntist ég Unni Sigurðardóttur frá Grímsstöðum á Fjöllum, dóttur Sigurðar Kristjánsson- ar bónda og símstöðvarsstjóra þar og Kristjönu Pálsdóttur frá Australandi Öx- arfirði. Við Unnur eignuðumst fimm börn, þrjá stráka og tvær dætur. Faðir minn Jón A. Sigfússon var fæddur að Hólum í Eyjafirði og kom á Halldórs- staði 1898. Móðir mín Emilía Friðriks- dóttir fæddist að Kraunastöðum í Aðal- dal en hún fluttist síðar að Helgastöðum þar sem foreldrar mínir kynntust. Faðir minn var söngstjóri og organisti í sveitinni. Hann kenndi mér að þekkja nótur strax fimm - sex ára gömlum. Ég var mjög ástundunarsamur og farinn að spila öll venjuleg lög og sálma á nokkrum árum, þar með talda ærbókina (Fjárlögin). Um sextán ára aldurinn vildu foreldrar mínir gera eitthvað meira fyrir mig, sögðu mig áhugasaman nem- anda. Um það leyti var Páll ísólfsson ný- kominn heim frá námi í Leipzig. Þau fréttu að hann kenndi þeim einstaklingi frítt sem vildi verða kirkjuorganisti. Hæg voru heimatökin því móðursystir mín Júlíana Friðriksdóttir bjó þá í Reykjavík og það var ekkert sjálfsagð- ara en skjóta yfir strákinn skjólshúsi á meðan hann væri í námi. Ég var hjá Páli ísólfssyni frá febrúar til aprfl í tvo vetur og mótaðist mikið hjá þessum stórmeist- ara. Sumir sögðu mig spila jafn vel og hann en hvað sem því leið virði ég hann ofar öllum tónlistarmönnum í dag. Árin 1931-2 fór ég að spila sem org- anisti og þar fóru að hrúgast að kirkjum- ar. Þær urðu sex að tölu og sjö eitt árið með Húsavíkurkirkju. í dag hef ég spil- að sem kirkjuorganisti í tæpa hálfa öld eða 48 ár. Á harmoníku fór ég að spila um 1932. Ég hreifst eins og fjöldi annarra af Haraldi Björnssyni og Marínó Sigurðs- syni bakara. Þeir voru góðir spilarar og vinsælir. Harmoníku hafði ég aldrei snert en keypti samt hnappaharmoníku þótt ég ætti engan aur. Afasystir mín var alltaf í kaupavinnu og átti víst einhvern aur. Hún lánaði mér 100 krónur sem var allt kaupverð nikkunnar og það fréttist fljótt að ég hefði fest kaup á gripnum. Áður var ég búinn að spila á orgel fyrir dansi á böllum, í fyrsta skipti hreinlega dreginn að orgelinu á Breiðamýri. Margir ballspilarar höfðu spilað áður fyrir dansi, eldri lög, en ég var ungur og 10

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.