Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 16

Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 16
þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. Allar þessar heimsóknir hafa stuðlað að kynn- um milli félagsmanna og oft vináttu. í nokkur ár var jafnvel árviss atburður að fjölmenna í Gunnarshólma, og fyrir kom að Eldridansafélagið Elding mætti einnig á staðinn og var þá oft þröng á þingi. Þá má ekki gleyma þeim sem heimsóttu okkur, en Rangæingar, Selfyssingar, Borgfirðingar og fleiri hafa nokkrum sinnum hlaupið undir bagga á dansleikj- um F.H.U.í Reykjavík. Erlend félög hafa tvívegis heimsótt fé- lagið. Sumarið 1980 kom Málselv nye trekkspilklubb frá Noregi . Var í tengsl- um við þessa heimsókn haldinn dansleik- ur í Artúni. Arið 1982 var svo komið að Reykvíkingum að endurgjalda heimsókn- ina og var það gert í samvinnu við harm- oníkufélögin á Vesturlandi, og Þingeyja- sýslum. Þessi ferð tókst með miklum ágætum og gleymist engum, sem í hana fór. Arið eftir kom svo Senja trekkspil- klubb, einnig frá Noregi. Að þeirri heim- sókn stóðu ásamt F.H.U. í Reykjavík, Vestlendingar, Eyfirðingar auk Þingey- inga. Var hún ákaflega vel heppnuð og dansleikur, sem haldinn var í Ártúni lengi í minnum hafður, en aðsókn var slík að til stórvandræða horfði. Félagið hefur nokkrum sinnum staðið að heimsóknum til annarra landa. Má þar nefna tvær ferð- ir til Finnlands 1990 og 1992 auk ferðar til Noregs 1987 á harmoníkuhátíð sem fram fór í Grieghöllinni í Bergen. Þar léku einleik þeir Bragi Hlíðberg, Jakob Yngvason og Gunnar Kr. Guðmundsson. I þessum ferðum var hljómsveit félagsins miðpunkturinn, en margir aðrir félagar tóku einnig þátt. Þá má minnast á ferð til Danmerkur 1996, sem þrír félagar fóru ásamt mökum og léku sem Krummarnir á stóru harmoníkumóti í Alleröd, rétt fyr- ir utan Kaupmannahöfn. F.H.U. í Reykja- vík hefur ennfremur tekið þátt í samstarfi við félög, sem ekki eru harmoníkufélög. í tvo vetur var starfað með Karlakórnum Stefni í Mosfellssveit og kom afrakstur þess út á geislaplötu fyrir fjórum árum. Þá má nefna að sumarið 1997 fóru átta félagar úr félaginu til frönsku borgarinn- ar Paimpol ásamt átta meðlimum úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og tóku þátt í söngva og danshátíð. Skemmtifundir Skemmtifundir hafa alla tíð verið þungamiðjan í starfi F.H.U. í Reykjavík. Fyrstu árin í Edduhúsinu, síðan í Glæsi- bæ og Hótel Borg en síðust fimmtán árin í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Þeir 16

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.