Harmoníkan - 01.02.1998, Side 17

Harmoníkan - 01.02.1998, Side 17
hafa fyrir löngu síðan unnið sér fastan sess í tónlistarlífi Reykjavíkur og mun vonandi verða svo um langa framtfð. Fyrsti skemmtifundur vetrarins er jafnan fyrsta sunnudaginn í október en sá síðasti fyrsta sunnudaginn í maí, að jafnaði sjö sinnum á vetri. Síðustu fimmtán árin hafa konur í félaginu séð um veitingar. Með þessu hafa þær halað inn öruggar tekjur fyrir félagið, auk þess, sem þetta er fé- lagslega mikils virði. Margir líta á kaffi- konur félagsins allt að því jafn mikilvæg- ar og harmonikur félagsmanna. Skemmtifundirnir hafa alla tíð verið með svipuðu sniði. Félagar æfa nokkur lög ýmist einir sér, eða fleiri saman og setj- ast á svið og leyfa gestum að njóta snilld- ar sinnar. Mörgum hefur reynst þetta erfitt í byrjun, en smám saman hefur sviðsskrekkurinn minnkað og jafnvel horfið alveg hjá mörgum. Oft hafa félag- ar úr nágrannafélögunum leikið listir sín- ar á skemmtifundum félagsins, auk þess sem erlendir gestir hafa komið þar fram. Einu sinni hefur farið fram danslaga- keppni. Það var veturinn 1992-1993 og sigraði Garðar Olgeirsson í þeirri keppni með laginu „Flökkustelpan“, en Bragi Hlíðberg hlaut annað sætið. Sigurlagið var síðan leikið á Landsmótinu á Egils- stöðum ásamt öðrum sigurlögum í sams- konar keppnum, sem fram fóru í mörgum harmoníkufélögum þennan vetur. Haust- ið 1993 hófust tónskáldakynningar og eru þær nú orðnar sextán. Þær hafa sett mikinn svip á skemmtifundi félagsins og vakið verðskuldaða athygli. Hafa margir af helstu dægurlagahöfundum landsins verið kynntir á þessum vetvangi. Má þar nefna höfunda eins Oddgeir Kristjánsson, Svafar Benediktsson og Steingrím Sig- fússon. Allir okkar bestu harmoníkuleik- arar hafa séð um kynningarnar og fengið til liðs við sig marga af bestu tónlistar- mönnum landsins. Nokkrir af þáttum þeim, sem teknir hafa verið saman um tónskáld þessara kynninga, hafa birst í blaðinu og munu gera á komandi árum.Arshátíðir hafa frá byrjun verið sjálfsagður hlutur í félagsstarfinu. Ætíð hafa þetta verið hinar bestu skemmtanir og jafnvel fengnir skemmtikraftar frá öðrum löndum. Má í því sambandi nefna Sigmund Dehli frá Noregi, Fárm bræður frá Svíþjóð, Anders Larson og frú sömu- leiðis, að ógleymdum heimsmeistaranum í harmoníkuleik 1996, Lelo Nika, sem kom fram ásamt félögum sínum á tuttugu ára afmælishátið F.H.U. í Reykjavík. Síð- ustu tvö árin hafa árshátíðar verið haldn- ar á samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Harmoníkugjafir. Samþykkt var á stjórnarfundi F.H.U.R. þann 12. desember 1995 að gefa tveimur tónlistarskólum þrjár 48 bassa harmoníkurfyrir byrjendur. Tónlistarskóla Garðabœjar voru gefnar tvœr harmoníkur, önnur af gerðinni Hohner student, hin Zero Sette. I annan stað Tónskóla Sigursveins eina afZero Sette gerð. Myndin eraf afhendingu hljóðfœranna til Tónlistarskóla Garðabœjar. Frá v. Reynir Sigurðsson kennari, Linda Björk Oddsdóttir nemandi, Gísli Magnússon skólastjóri, Hilmar Hjartarsson þáverandi form. F.H. U.R., Guðrún Jóhannsdóttir varaformaður og Þorvaldur Björnsson gjaldkeri. Ætlun félagsins með gjöfinni er að styðja skólana til aukinnar kennslu á harmoníku. 17

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.