Harmoníkan - 01.02.1998, Side 15

Harmoníkan - 01.02.1998, Side 15
Saga Félags Harmoníkuunnenda í Reykjavík í 20 ár Upphafið IÍJ X X armoníkuleikur hefur verið iðkaður á íslandi síðan á seinni hluta síðustu aldar. Þetta seiðandi hljóðfæri eignaðist strax aðdáendur, sem ekki Iétu sig muna um að fara langar leiðir til að njóta líflegra tóna, sem voru mun meira æsandi en orgelhljóðin, sem Iengst af höfðu hljómað, þegar fólki langaði að lyfta sér upp úr hvers- dagsleikanum og taka dansspor. Þeir eru ófáir Hofs-Lákarnir, sem þanið hafa dragspil úti í túnfæti og yrði nú aldeilis fjörugur fjörðurinn, ef þeir væru allir samankomnir í sama túnfætinum. Harmoníkan hefur nefni- lega átt sér stóran unnendahóp frá upphafi. Það voru þó liðin um hund- rað ár frá því að fyrsta dragspilið hljómaði á Islandi, þegar Karli Jón- atanssyni og nokkrum fleiri unnend- um hljóðfærisins datt í hug að setja saman félag, sem ætti þetta áhugamál, það er að hafa gaman að harmoníku- tónlist. Hvort sem meðgangan var þrír eða níu mánuðir, var blásið til fundar. Stofnfundur þessa félags var svo haldinn þann 8. september 1977 í Mið- bæjarskólanum í Reykjavík, en þar var Almenni músíkskólinn undir stjórn Karls Jónatanssonar til húsa. Stofnfélagar voru 20 og var fyrsti for- maður kjörinn Bjarni Marteinsson. Aðrir í stjórn voru kjörnir Karl Jón- atansson, Guðmundur Guðmundsson, Guðmar Hauksson og Elsa Kristjáns- dóttir. Rósa Jónsdóttir var fundarrit- Friðjón Hallgrímsson tók saman. ari. Heiti félagsins var ákveðið Félag áhugamanna um harmoníkutónlist. Hlutverk þess var að stuðla að fram- gangi harmonikunnar um allt land, safna nótum og plötum til varðveislu fyrir félagsmenn. Einnig að auka skilning yfirvalda menntamála gagn- vart harmoníkukennslu í skólum landsins. Fyrsti stjórnarfundur félagsins fór fram á Öldugötu 9, að heimili nýkjör- ins formanns Bjarna Marteinssonar. Það fór ekki milli mála, að hugmyndir um starfsemina voru fjölmargar og smám saman var gengið í að gera þær að veruleika. Það var snemma ljóst, að ef félagið ætti að ná athygli almennings varð að efna til skemmtanahalds í einhverri mynd. Það leið heldur ekki á löngu þar til fyrsti skemmtifundur félagsins var haldinn. Hann fór fram í risi Edduhús- ins við Lindargötu og dró að fjöl- menni. Það var heldur ekki langt að bíða fyrsta dansleiksins. Félag áhugamanna um harmoníkutónlist hélt dansleik í Rafveituheimilinu við Elliðaár 2. mars 1978. Þá voru félagar orðnir sextíu. I lok mars var svo haldinn kynningar- fundur í Nýja kökuhúsinu við Austur- völl og komu þar margir félagar fram. Má þar nefna Garðar Olgeirsson, Sig- urð Alfonsson, Eyþór Guðmundsson auk Eiríks Asgeirssonar sem lék á tvö- falda harmoníku af kostulegri list. Kynningarfundurinn tókst ágætlega og fékk hann góða umfjöllun í blöðum enda fjölgaði nú verulega í félaginu. Þetta varð ekki síst til að vekja áhuga víða um land, á því að stofna samskon- ar félög. Þingeyingar riðu á vaðið tæp- um átta mánuðum á eftir Reykvíking- um og Vestlendingar stofnuðu sitt fé- lag í aprfl 1979. Fyrsti aðalfundur Félags áhuga- manna um harmonikuleik var svo haldinn í Edduhúsinu vorið 1978. Nafn félagsins hafði vafist fyrir mönnum, en þegar Rútur Hannesson harmoníku- leikari stakk uppá Félag harm- oníkuunenda, var lausnin fundin og hið nýja nafn samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Það má hiklaust fullyrða, að allt þetta brambolt varð til þess, að harmoníkuþættir í útvarpi hófust 1979 í umsjón þeirra Bjarna Marteinssonar, Sigurðar Alfonssonar og Högna Jónssonar. Síðar bættust þeir Jóhann Sigurðarson og Einar Guðmundsson á Akureyri í hópinn. Harmoníkuþættir voru á dagsskrá Ríkisútvarpsins til 1987, en hafa að- eins verið með höppum og glöppum síðan. Maður er manns gaman Eitt af því sem snemma kom í ljós, var áhugi á að kynnast öðrum félögum. Mörgum eru minnistæðar heimsóknir til Vestlendinga, Rangæinga, Selfyssinga, Dalamanna og síðast til Hornfirðinga. Þá má einnig minnast heimsóknar til Hvammstanga í samvinnu við tónlistar- félag staðarins. Sumarið 1986 tók hljóm- sveit á vegum félagsins jafnvel þátt í 15

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.