Harmoníkan - 01.02.1998, Side 9

Harmoníkan - 01.02.1998, Side 9
Varíst fusk Nikki Bassason hringdi Maður nokkur hringdi utan af landi og sagðist lengi vera búinn að brjóta heilanum um að koma á framfæri í blaðið Harmoníkan ýmsum hugrenningum sínum. Hann vill ekki láta nafns síns getið í blaðinu en ég nefni hann Nikka Bassason. Enn fremur segist hann vera töluvert menntaðan á tónlistarsviðinu, einkalega á harmoníku og þekkir vel til innan margra harmoníkufélaga. Nikki talar: Ég vil koma á framfæri undrun minni yfir því skeytingaleysi allt of margra harmoníkuleikara sem koma fram fyrir almenningssjónir, er óvand- aður tónlistarflutningur, sérdeilis hvað varðar bassameðferð hljóðfæris. Kunnáttan er oft í slíkum molum að heita má ótækt með öllu, nota sjöundir gegn- um allt, hugsa ekkert um moll eða dúr. Láta bassan drynja einhvernveginn gegnum lagið eins og haglél á báru- járnsþaki. Slíkt er óþolandi fyrir þá sem vita meira og unna harmoníkunni, beinlínis eyðileggjandi fyrir tónlistar- flutning hvar og hvenær sem er. Allt í kringum okkur er mikið af tónlistarmenntuðu fólki sem heyrir þetta. Sumir sem ekki þekkja harmoníkuna eða hafa neinn sérstakan áhuga á henni halda jafnvel hljóðfærið vanþróað og ekki sé betur hægt að spila með góðu móti. Þegar komið er að dansspilamennskunni tekur oft ekki betra við. Fátítt er að heyra samspilið milli gítars, bassa, trommu og harmoníku öðruvísi en eins og hörku keppni sé í gangi milli hljóðfæraleikaranna. Oftar en tárum taki yfirgnæfa undirleikshljóðfærin harm- oníkuna sem annars á að vera hið ríkjandi hljóðfæri í þessu tilviki. Ég tel að þessi mál þurfi menn að ræða vandlega eða jafnvel koma á ráðstefnu eða námskeiði um þessi mál. Til þess veit ég mörg dæmi að nemendur í harmoníkuleik hafa ekki fengið nægar upplýsingar eða kennslu um bassanotkun harmoníkunnar. Gerum okkur grein fyrir að tii einhvers eru allir þessir bassar. Það þarf þekkingu til að vita mun á dúr, moll og sjöund, svo dæmi sé tekið. Harmoníkuleikarar verða að hafa metnað fyrir hljóðfæri sínu og reyna eftir fremstu megni að bæta þekkingu sína á þetta góða hljóðfæri sem hefur ótrúlega mikla og magnaða möguleika. Með kveðju Nikki Bassason. Harmoníkusnillingur í listasafni Sigurjóns Nýburstaðar tennur og hreinsuð eyru er ágætur undirbúningur fyrir tónleika. Ég var í seinni kantinum á tónleika Tatu Kantomaa í Listasafni Sigurjóns á Laug- arnestanga þann 2. september í haust, enda tók tíma að finna nokkurn veginn löglegt bflastæði vegna bflamergðar utan við safnið. Innandyra var fullur salur svo stæði varð að nægja, ég taldi höfðafjöld- ann 108-110. Þessi kornungi listamaður dregur til sín áheyrendur hvar sem hann er enda eftirsóttur í meira lagi. Umræddir tón- leikar voru eins konar tónlistarsæluvíma frá upphafi til endis. Dómur í Morgun- blaðinu um tónleikana eftir Jón Ásgeirs- son var heldur ekkert hér um bil, bókstaf- lega hnökralaus og hreinn sem nýfallinn snær. Þó ég lesi ekki alla tónlistagagnrýni eftir Jón minnist ég ekki utan einu sinni að hafa séð svo frábær meðmæli, enda Jón í engum vafa um að Tatu sé í raun „harmoníkusnillingur“. í dómnum segir orðrétt: „Öll voru verkin frábærlega leik- in af Tatu Kantomaa, sem er ekkert minna en „virtúós" er leikur sér ekki að- eins að tækninni heldur á til sérkennilegt næmi fyrir því fínlega, svo að í leik hans urðu tónhendingar oft eins og glitvefnað- ur, þar sem hvergi finnst á endi eða greind verða samskeyti. Tatu Kantomaa er í einu orði sagt snillingur“. Ekki amalegt það, en Tatu gerði víðar lukku en hér heima á landinu bláa, hann hélt líka til Svíþjóðar ásamt Einari Guð- mundsyni frá Akureyri á harmoníkumót- ið í Ransater síðasta sumar. Tatu gerði enga smálukku þar, hann vann til sérstakra heiðursverðlauna er hlotnast þeim sem fólkið velur vinsælasta eða áheyrilegasta harmoníkuleikarann á mótinu. Verðlaunin eru veitt árlega af mótshöldurum. Þau eru geysifagurt tré- listaverk (skúlptúr) mikið nákvæmis handverk. I þætti Ríkissjónvarpsins Dagsljósi 9. október síðastliðinn kynnti Hjálmar R. Ragnarsson Tatu og harmoníkuna á mjög jákvæðan hátt, slík ummæli voru sann- kölluð vítamínssprauta fyrir harmoník- una. Að sjálfsögðu lék Tatu í þættinum. Hinn fjölhæfi Tatu er með mörg járn í eldinum eftir því sem fréttir herma en ekki verður það tíundað frekar nú. Get- um við ekki sagt sem svo að loks þegar Tatu varð þekktur sem harmoníkuleikari gerðist það á Islandi. H.H. 9

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.