Harmoníkan - 01.05.1999, Síða 6
Landsmótið á Siglufirði
Omar Hauksson formaður F.H.U.S.í kyrmingu blaðsins
Það að standa í forsvari fyrir fé-
lagi eða hverju öðru því sem stjórna
þarf, að halda utan um, eða skipu-
leggja samskipti hópa og einstak-
linga er hreint ekki heiglum hent.
Þeir sem lenda í að vera kosnir for-
menn fyrir félag kannast líklega við
að mörgu þarf að hyggja á slíku
heimili.
Maðurinn sem mig langar að
kynna hér fyrir lesendum blaðsins
hefur haldið um stjórnartauma Fé-
lags Harmonikuunnenda á Siglufirði
í liðlega þrjú ár, og tekst nú að auki
það vandasama verk á hendur að
vera yfirmaður mesta mannfagnaðar
harmonikuunnenda hér á landi,
Landsmót S.Í.H.U. sem fram fer á
Siglufirði fyrstu helgi júlímánaðar nú
í sumar. Þetta síðasta landsmót fyrir
aldamót verður það sjöunda í röð-
inni frá upphafi og á vafalaust eftir
að sópa til sín miklum mannfjölda. í
þessum nyrsta kaupstað íslands
hafa gegnum tíðina, íbúarnir vanist
því að íbúafjöldinn rokki til um nokk-
ur þúsund manns um helgar eða í
landlegum síldaráranna og mun því
umfangið kringum landsmótið ekki
koma Siglfirðingum úr jafnvægi ef ég
giska rétt. Á ráðstefnu landssam-
bandsins síðastliðið haust heyrði ég
að Ómar er sneisafullur nýrra hug-
mynda um hvaðeina sem tengist
mótinu.
íormaður Harmonikufélags Siglufjarðar
Félag hans hefur að auki ráðið til
sín framkvæmdarstjóra fyrir lands-
mótinu, Theodór Júlíusson leikara
sem m.a. vann sér það til frægðar að
koma síldarævintýrinu af stað á sín-
um tíma.
Ómar Hauksson er fæddur á
Siglufirði 28 desember 1950 og hefur
alla sína tíð haldið sig við þann stað.
Ómar starfar sem skrifstofustjóri hjá
Rækjuvinnslunni Pólum h/f.
Hann hefur gegnum tíðina unnið
mikið að félagsmálum, m.a. í leikfé-
laginu á Siglufirði.
Þá er Ómar þekktur, sem síldar-
spekúlantinn á síldarævintýrinu á
Siglufirði, sem núorðið stendur allar
helgar yfir sumarið og tengist Síld-
arminjasafni staðarins. Nokkru eftir
stofnun Félags Harmonikuunnenda á
Siglufirði gekk Ómar til liðs við félag-
ið. Hann hefur leikið í félagshljóm-
sveitinni til margra ára, leikur þar á
bassagítar og syngur þegar það á
við. Ómar segir það að leika með
hljómsveitinni vera upprifjun og
endurminningar frá sjöunda ára-
tugnum þegar hann var í hljómsveit-
arbransanum, en síðan séu liðin um
30 ár og lítið strengi strokið eða
snert allan þann tíma. En nú er
Ómar formaður F.H.U.S. og er ég for-
vitnaðist um komandi landsmót seg-
ist hann sjá fyrir sér vænsta mót,
það sé spennandi vérkefni, en ný-
stárlegt fyrir sig og sína. Þörf er á
góðu samstarfi við önnur félög, og
vonandi að öll taki vel undir og
skynji hið veigamikla hlutverk sem
þeim er ætlað á þessari æðstu sam-
komu íslenskra harmonikuunnenda.
Ómar segir félag sitt staðráðið í
að vinna heimavinnuna vandlega,
taka vel á móti fólki og gera vistina
sem ánægjulegasta, fyrir utan það
sem veður og vindar stjórna. Ómar
er kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá
Vík í Mýrdal og eiga þau 4 börn.
H.H.
Sautján dans- og dægurlög, sem
hitta í mark hjá fullorðna fólkinu.
Söngur: Svanhildur S. Leósdóttir.
Harmonika: Kristján H. Þórðarson
Trommur: Brynjar Kristjánsson
Bassi: Karl Ingólfurog Grímur Vilhjálmsson
Gítar og hljómborð: Kristján Edelstein
Saxófónn: Ríkharður Jóhannsson
Upplýsingar hjá útgefanda í síma
462 1277 & gsm 891 6277 eftir kl. 17.
6