Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 19
laganna. Samkvæmt þeirri lagagrein
get ég sótt um fulla aðild að S.Í.H.U.
og er ekki hægt að hafna umsókninni,
ef ég einfaldlega segist vera formaður
fyrir harmonikufélagi sem hafi verið
stofnað fyrir meira en 12 mánuðum.
Hér þyrfti að vera ákvæði eitthvað í
þá áttina að félag sæki um aðild við
stofnun og fái síðan inngöngu með
fullum réttindum og skyldum að ári
liðnu að settum ákveðnum skilyrðum.
Ég hef áður bent á þessa veilu í lög-
um S.Í.H.U. en þar vantar tilfinnanlega
ákvæði um „réttindi og skyldur“.
Reyndar er þess getið í 7. grein lag-
anna um landsmót „að verði halli,
deilist hann á félögin í réttu hlutfalli
við fjölda félagsmanna“. Gott og vel,
en hvernig ætlar stjórn S.Í.H.U. að
deila þeim kostnaði milli félaga ef
S.Í.H.U. hefur ekki haldbær gögn um
fjölda einstaklinga í hverju félagi? Þá
má spyrja, fyrst deila á hugsanlegu
tapi í hlutfalli við félagafjölda hvers
félags - hvort ekki sé rétt að fulltrú-
ar/formenn hafi þá sama atkvæða-
vægi í ákvarðanatöku og kosningum,
líkt og gert er í hlutafélögum - þ.e. eft-
ir fjölda þeirra félagsmanna sem þeir
eru fulltrúar fyrir? Þessu þarf stjórn
S.Í.H.U. að gefa meiri gaum. Til að fé-
lag geti verið innan S.Í.H.U. þyrftu að
vera almenn ákvæði um félög og
fundarsköp, þ.e.a.s. félag verður að
hafa lágmarksfjölda félagsmanna,
halda aðalfund árlega sem væri boð-
aður og framkvæmdur samkvæmt al-
mennum félagslögum. Skila stjórn
5. Í.H.U. árlega fundargerð (eða
skýrslu) síðasta aðalfundar ásamt fé-
lagaskrá á aðalfundi S.Í.H.U, og til að
halda réttindum þurfi að gera slíkt ár-
lega, annars missi félagið aðild fram
að næsta aðalfundi S.Í.H.U. Á móti
þarf S.Í.H.U. að koma skilaboð-
um/upplýsingum um sína starfsemi,
þar með talið ársreikningi til hins al-
menna félagsmanns, annaðhvort
beint eða í gegnum aðildarfélögin
sem hefðu þær skyldur að koma þeim
áfram. S.Í.H.U. þarf að hafa lög og
reglur sem almennt gilda um félaga-
samtök t.d. Landssambönd skáta,
íþróttafélaga (svo einhver séu nefnd)
og ýmissa áhugamannafélaga til að
geta staðist almennar kröfur um fé-
lagslega uppbyggingu ef til samstarfs
kæmi t.d. á milli landa eða á alþjóða-
grundvelli. Lítum þar næst á 4. 5. og
6. grein. Þar er tekið fram hvernig
kjósa skuli í stjórn og á aðalfundi
skulu sitja kjörnir fulltrúar ásamt for-
mönnum en í lögunum stendur:
„Kjörnir fulltrúar skulu leggja fram
gild kjörbréf. Hvert félag hefur tvö at-
kvæði séu báðir fulltrúar mættir". Við
lestur 6. greinar vaknar önnur spurn-
ing, hafa þeir sem sitja í stjórn S.Í.H.U.
og eru ekki fulltrúi eða formaður
ákveðins félags, atkvæða- og tillögu-
rétt á fundum? Raskast þá ekki líka
hlutfallið - eitt félag = 2 atkvæði? Geta
þeir hinir sömu boðið sig áfram til
stjórnarstarfa og ef svo er hafa þá
ekki aðrir óbreyttir félagar innan að-
ildarfélaga sama rétt? Á þá að kjósa í
stjórn S.Í.H.U. aðeins úr hópi for-
manna og kjörinna fulltrúa? Ef svo er,
þá er 6. grein laganna óþörf og nánast
út í hött. HÉR VANTAR SKÝR ÁKVÆÐI
UM KJÖRGENGI.
Það vaknar einnig sú spurning
hvort rétt sé að skipuð/kosin verði
uppstillingarnefnd er geri tillögur að
skipun stjórnar?
Slík nefnd væri óháð öðrum
þ.e.a.s. að ekki er hægt að skipa
nefndinni fyrir verkum með tilnefn-
ingu stjórnarmanna, en engu að síður
gefa henni ábendingar. Nefndin skili
svo sem ein heild (án meiri- og minni-
hlutaálits ef slíkt kæmi til), tilnefning-
um á aðalfundi um skipun í stjórn en
að sjálfsögðu væri einnig hægt að
koma með tillögur um aðra á aðal-
fundi. Það er spurning hvort uppstill-
inganefnd sé til bóta, hún gæti hugs-
anlega verið búin að kanna afstöðu
einstaklinga til stjórnar- og formanns-
setu og þannig sparað tíma sem oft
fer í tilnefningar. í 8. grein er gert ráð
fyrir að tillögur til lagabreytinga sé
send sambandsfélögum, og þá vænt-
anlega til umsagnar og skoðunar. Þar
eru hinsvegar engin ákvæði um að
hinn almenni félagsmaður fái að líta
þær augum, hvað þá heldur að tjá sig
um þær. Vantar hér ekki eitthvað á
lýðræðið, eða finnst stjórnarmönnum
S.Í.H.U. að hinum almenna félags-
manni komi þetta hreint ekki við? Eitt
er það sem hvergi er minnst á í lögun-
um en það er félagsgjald/árgjald, sem
er þó oftast haft með í venjulegum fé-
lagslögum.
Þessi upptalning mín er að sjálf-
sögðu ekki tæmandi og eflaust má
margt leggja til í viðbót. Ég tel þó
flest, ef ekki allt sem ég minnist á eigi
rétt á sér og að þingfulltrúar geti tæp-
lega slitið næsta aðalfundi án úrbóta.
Við lestur núverandi laga og reglu-
gerðar S.Í.H.U. hljóta stjórnarmenn að
finna annmarka, sem bæði þeir og
aðrir þingfulltrúar ættu að finna hjá
sér skyldu til að bæta úr hið snarasta.
Gleymum því ekki að S.Í.H.U. er sam-
tök harmonikufélaganna og félögin
eru einstaklingarnir sem skráðir eu í
hverju félagi.
Með harmonikukveðjum
Þorsteinn R. Þorsteinsson
Frosini félag
á Islandi
í síðasta tölublaði Harmon-
ikunnar var grein um stofnun Al-
þjóðlega Frosinifélagsins í Stokk-
hólmi ásamt lýsingu á keppni um
Evrópumeistaratitilinn í Frosini-
tónlist og vangaveltum um að
stofna hér á landi félag til að m.a.
geta ýtt undir áhuga ungs fólks í
því tónlistarformi, og opna mögu-
leika fyrir keppendur frá íslandi til
þátttöku um Evrópumeistaratitil-
inn. Með blaðinu fylgdi lítill bæk-
lingur með smá lýsingu á tilgangi
væntanlegs félags og umsókn fyrir
þá er sína vildu áhuga.
Viðbrögð við umsóknunum
hafa komið hægt og rólega enn
sem komið er, svo trúlega verður
að endurskoða væntingar í þessu
sambandi. Ekki var svosem ásetn-
ingurinn að þruma þessu í gegn
með einhverri flugeldasýningu,
öðru nær. Best að fara með gát í
þessu máli sem öðrum. Óneitan-
lega er samt eðlilegt að vera við-
búinn því að geta sent mann utan
til þátttöku í keppninni, jafnvel í
haust. Það verður ekki gerlegt
nema til sé hreyfing eða félags-
skapur í landinu, sem unnið getur
að nauðsynlegum undirbúningi. Á
þriðja tug manna hafa þegar
skráð sig sem stuðningsaðila.
Hugsjón gagnvart ungu fólki yrði
sett á oddinn ásamt að framfylgja
reglum Frosinifélagsins að öðru
leiti.
í ljósi þess að nú þegar hafa
komið fram ungmenni í nýafstað-
inni harmonikukeppni (F.H.U.R.)
sýnist möguleikinn til þátttöku
fyrir hendi. Ætti þetta að falla vel
að þeirri uppbyggingu sem ætlast
er til, miðað við lög flestra harm-
onikufélaga hérlendis, að stuðla
að framgangi harmonikunnar.
Næsta Evrópumeistarakeppni
fer fram í Helsingi í Finnlandi
19.-21. nóvember í haust.
H.H.
19