Harmoníkan - 01.05.2000, Síða 14

Harmoníkan - 01.05.2000, Síða 14
I.F.S. Næsta keppni um Evrópumeistaratitil- inn í Frosinitónlist fer fram í Svíþjóð 17- 19 nóvember í ár. Keppnin verður að þessu sinni haldin í Hammarstrand sem er bær um 100 kílómetra norður af Stokkhólmi. í fyrra tók íslenskur kepp- andi þátt í keppninni í fyrsta skipti. Það var Matthías Kormáksson. (sjá 2. tbl. 1999-2000). Samkvæmt reglum sem samþykktar voru á Helsinkiráðstefnu Al- þjóðlega Frosinifélagsins á síðast ári, ber keppanda að leika tvö Frosinilög, annað að eigin vali en hitt, Ólífublómin, sem er skyldulag. Hér með er óskað eftir, að þeir sem hafa hug á að taka þátt í umræddri keppni fyrir Islands hönd, gefi sig fram við rit- stjóra Harmonikunnar fyrir 1. ágúst 2000. Ef um fleiri en einn umsækjanda er að ræða þarf keppni að fara fram til að finna hæfasta þátttakandann. Hugmynd að forkeppni liggur nú þegar á borðinu. Látið vita sem allra fyrst. Fulltrúi Alþjóðlega Frosinifélasins cí Islandi Hilmar Hjartarson Evrópumeistarakeppnin í Frosinitónlist 2000 Cr Pietro 1y, & Frosini tm % HV *OSINl S° Matthías Kormáksson tekur hér við síðbúnu viðurkenningarskjali fyrir þátttökuna í Frosini Grand Prix í Helsinki 1999, á heimili fulltrúa I.F.S. Við sama tilefni var Matthíasi afhentur 50.000 kr. styrkur til harmonikukaupa úr Frosinisjóð. Camilla Einn af keppendum í flokki ung- menna, sem kepptu á tvöfalda harmoniku á Titanohátíðinni í Noregi var ung og fal- leg 17 ára norsk stúlka, Camilla Hauge. Á hátíðinni bjó Camilla með nokkrum ungmennum í 20 manna hermannatjaldi inni á svæðinu, nálægt okkur hjónum, svo það var sjálfgefið að fylgjast með henni í keppninni og taka hana tali. Camilla er frá Norður-Hörðalandi og hóf að læra þar á tvöfalda harmoniku 10 ára gömul. Hún hefur stundað nám í tónlist- arskóla síðastliðin sjö ár. Hún hefur alltaf fundið fyrir mikilli ánægju og gleði í tenglum við hljóðfærið og því hafi hún byrjað að spila sjálf, enda haft væntingar hennar ekki brugðist í þeim efnum. „Nei, í Noregi talar enginn um að það sé hallærislegt að spila á tvöfalda harm- oniku, það orð er ekki notað í þessu sam- hengi“ segir Camilla, sem hefur tekið þátt í keppnuin í vestur Noregi og svo á Títanohátíðinni allar götur síðan 1995 og líkar vel. Margir kepptu í hennar flokki á Titano ‘99. Dómarar gáfu henni 69 stig, en baráttan var hörð og metnaðarfull. Camilla ráðleggur ungu fólki að velta tvöföldu harmonikunni meira fyrir sér. Harnionikulcikari órsins 1999 í Svíþjóð Svíar hafa valið harmonikuleikara árs- ins 1999. Sá, eða öllu heldur sú, sem hlaut þennan eftirsótta titil heitir Annika Anderson. Annika er íslendingum að góðu kunn, því hún hefur komið hingað í tvígang. Fyrst 1991 í tilefni af 10 ára af- mæli S.Í.H.U., en þá fór hún í tónleika- ferð um landið ásamt, Anders Larson þá- verandi unnusta hennar, Sigrid Öjefeld og Conny Backström. I síðara skiptið komu þau Annika og Anders í boði F.H.U.R. og H.R. á sameiginlega árshá- tíð félaganna árið 1994. Annika er mjög fjölhæfur harmonikuleikari, fínlegur og góður túlkandi. Hún er 25 ára gömul. Hauge Það viti ekki allir hve skemmtilegt sé að leika á þesskonar hljóðfæri og að óhemju fjölbreytta tónlist sé hægt að spila á þær. Hún hefur mikinn áhuga á að koma til ís- lands, til að sjá land og þjóð. „Þar að auki eigi hún ættingja í Reykjavík“. Það eru því jafnvel líkur á að þessi glæsilega harmonikukona sæki okkur heim á næstu árum. H.H. 14

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.