Harmoníkan - 01.05.2000, Síða 17
getið var um í fyrsta tbl. 1999-2000 urðu
formannsskipti hjá landsambandinu. Sig-
rún Bjarnadóttir lét af formennsku og við
tók Jóhannes Jónsson frá Akureyri. Jó-
hannes sagði í ávarpi sínu, að hann finndi
hjarta sitt slá til harmonikuunnenda og
vonaði að á því yrði engin breyting.
Hann kæmi til nteð að byggja á fyrra
starfi sambandsins, um framgang harm-
onikunnar væri hann ekki kvíðinn. Jó-
Dúettfrá v. Guðmundur Samúelsson og
Hreinn Vilhjálmsson F.H.U.R.náðu góðum
samleik, eins og þeir sannfœrðu áheyrendur
um á Siglufirði.
hannes var hylltur með dynjandi lófataki.
Um kvöldið var síðan sameiginlegt borð-
hald í Miðgarði með fjölbreyttu ívafi,
gamanmálum af ýmsum toga, góðri tón-
list og að sjálfsögðu sveif hin sanni stór-
fjölskylduandi harmonikuunnenda, sem
frægur er, yfir vötnunum. Sleginn var
botn í dagskrána með dansleik af þeirri
gráðu, sem gleymist seint. Umsjá og
framkvæmd þessa framhaldsaðalfundar
og alls sem honum tengdist var í örugg-
um höndum Harmonikufélags Skaga-
fjarðar og F.H.U. í Húnavatnssýslum.
H.H.
Þessir heiðursmenn sáu um undirbúning og
framkvœmd framhaldsaðalfundarins í
Varmahlíð, ásamt borðhaldi, dansleik og
skemmtiatriðum með aðstoð félagsmanna
sinna. Frá v. Gunnar Agústsson form.
F.H.Skagafirði og formaður F.H.Húnavatns-
sýslu Þórir Jóhannsson.
Túlkun Braga
Hlíðberg á Ólífu-
blómum Frosinis
hafði mikil áhrifá
áheyrendur, sem risu úr
scetum og klöppuðu fyrir
þessum meistara harmon-
ikunnar íþakklœtis- og virð-
ingarskyni. Myndin er tekin á
Landsmótinu 1999.
Harmonikukikari aldarinnar 1900-2000
Þegar blaðið reið á vaðið með að fá
áskrifendur til að velja harmonikuleikara
aldarinnar, var öldungis óljóst hver við-
brögðin yrðu.
Öllum áskrifendum voru send gögn
með 2. tbl. 1999-2000 og fljótlega tóku
að berast svör. Þá kom í ljós að áskrif-
endur reyndust ekki skoðanalausir. um
hver gæti með réttu talist harmonikuleik-
ari aldarinnar, eða hvort harmonikan gæti
talist hljóðfæri aldarinnar. Svör bárust af
öllu landinu, frá konum og körlum, ung-
um sem öldnum og niðurstöðurnar liggja
nú fyrir. Toppsætið á Bragi Hlíðberg
með yfirgnæfandi magn atkvæða. Á hæla
hans kemur Grettir Björnsson, í þriðja
sæti lendir Hrólfur Vagnsson og Reynir
Jónasson vermir það fjórða. Bragi Hlíð-
berg telst því réttkjörinn sem harmoniku-
leikari aldarinnar, samkvæmt vali áskrif-
enda blaðsins. Allir svarendur, utan
fimm, völdu harntonikuna sem hljóð-
færi aldarinnar, en þessir fimm töldu pí-
anó, fiðlu og gítar vel koma til greina.
Aðrir harmonikuleikarar sem hlutu til-
nefningu voru Lýður Sigtryggsson, Grét-
ar Geirsson, Bjarni Böðvarsson, Jóhann
Jósepsson, Hafsteinn Ólafsson, Ólafur
Pétursson, Jóhannes Garðar Jóhannesson,
Matthías Kormáksson, Friðrik Jónsson,
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Aðal-
steinn Isfjörð, Garðar Olgeirsson, Karl
Jónatansson, Guðni Friðriksson, Örvar
Kristjánsson, Baldur Geirmundsson, Jón
Árnason, Lára Hrönn Pétursdóttir, Einar
Guðmundsson, Gísli Brynjólfsson og
Rútur Hannesson.
Harmonikan þakkar áskrifendum þátt-
tökuna og óskar harmonikuleikara tuttug-
ustu aldarinnar innilega til hamingju og
mun honum verða afhent sérstakt heiður-
skjal því til staðfestingar. Síðar mun
blaðið gera hæfileikamanninum Braga
Hlíðberg betri skil.
H.H.
Sumarmót Hurmonikuun
Vesturlands ZOOO
Harmonikumót H.U.V. í Þverrárrétt veróur dag
23.-25. júní 2000 um Jónsmessuhelgina.Við hvetji
til að koma og njóta skemmtilegrar helgar í Þverrárrétt
við sþjall og spil í nýuppgerðu samkomuhúsi staðarins
ásamt að upplifa hina alkunnu tjaldstemmningu.
Allir velkomnir
Uppls.Geir i síma 431-2140 Rafn í síma 437-1917
17