Harmonikublaðið - 01.09.2012, Page 3
Harmonikublaðið
ISSN i670-200X
Ábyrgðarmaður:
Friðjón HaUgrímsson
Espigerði 2
108 Reykjavík
Sími568 6422, fridjonoggudny@internet.is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstödum, www.heradsprent.is
Netfang: print@heradsprent.is
Forsíða: Vinirnirog nafnarnir Abalsteinn ísfjörd
og Adalsteinn Máni ísfjörð.
Ljósmyndari: Ása Birna Aðalsteinsdóttir.
Meðal efnis:
- Frá Félagi harmonikuunnenda í Skagafirði
- Flarmonikuhátið Nikkólínu og H.U.H.
- Flermóður Birgir Alfreðsson 80 ára
• Breiðumýrarhátíð 2012
- Fréttiraf Héraði
- Viðtal við Guðmund Samúelsson
- Lag blaðsins
- Skemmtisumarið 2012 hjá F.H.U.R.
- Helgarferð til Vopnafjarðar
- Frostpinnar að vestan
- Dagur harmonikunnar 5. maí 2012
- Útileguhátíð S.Í.H.U.
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða
1/2 síða
Innsíður 1/1 síða
1/2 síða
1/4 síða
1/8 síða
Smáauglýsingar
kr. 23.000
kr. 15.000
kr. 18.400
kr. 11.500
kr. 6.700
kr. 4.600
kr. 2.500
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
25. nóvember 2012.
>-
Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alf7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík.
S: 568-3670 / 824-7610
Varaformaður: Melkorka Benediktsdóttir
melb.ss@simnet.is
Vígholtsstöðum, 371 Búðardalur.
S: 434-1223 / 869-9265
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sbh@talnet.is
Breiðabótstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207 / 861-5998
Gjaldkeri: Sigurður Eymundsson
koltrod21@simnet.is
Koltröð 2i, 700 Egilsstaðir.
S: 471-1333 / 893-3639
Meðstjórnandi: Frosti Gunnarsson
hansdottir@simnet.is
Vallargötu 3, 420 Súðavfk.
S: 456-4928 / 895-1119
Varamaður: Aðalsteinn ísfjörð
unnas@simnet.is
Forsæti íob, 550 Sauðárkrókur
S: 464-1541 / 894-1541
Varamaður: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 6ooAkureyri
S: 462-5534 / 820-8834
Arið 2012 verður i framtíðinni talið til
merkisára í harmonikustarfinu á íslandi.
Það er árið sem þrír nemendur luku loka-
próf i í harmonikuleik. Þetta voru þau Ásta
Soffía Þorgeirsdóttir, Haildór Pétur Davíðs-
son og Benedikt Magnússon. Harmoniku-
unnendur hafa fylgst með þessum ungu
listamönnum í gegnum tíðina og glaðst
með þeim, yfir öllum þeim áföngum sem á
leið þeirra hafa verið.
En þau eru ekki þau fyrstu. Á undanförnum
árum hafa ungir nemendur lokið loka-
prófum og má þar nefna Matthías Kormáks-
son, Oddnýju Björgvinsdóttur, Helgu Krist-
björgu Guðmundsdóttur og Jón Reyni
Þorsteinsson. Spennandi verður að fylgjast
með, hver stefna þessara ungu tónsnillinga
verður. En þeir eru aðeins hluti af fjöl-
mennum hópi ungra tónlistarmanna, sem
á næstu árum munu taka við öllu tónlistar-
lífi íslendinga.
Árið 2010 fór fram keppni i harmonikuleik
á vegum SÍHU. Næsta vor eru því þrjú ár
síðan og mikið vatn til sjávar runnið á þeim
tíma. Miðað við samþykkt aðalfundar SÍHU
er því kominn tími til að halda næstu
keppni. Hvar hún verður haldin er ekki
vitað. En trúlega ersuðvesturhornið besti
staðurinn. Það þarf að vanda vel til verka
og hefjast handa strax við undirbúning
slíkrar keppni. Sá er þetta ritar var í forsvari
fyrir síðustu keppni og getur að sjálfsögðu
gefið góð ráð til þeirra, er munu sjá um
hana. Þar sem ekki er hefð fyrir slíkri
keppni er nauðsynlegt að kanna hvort
áhugi eráslíkuog
þá hvort þátttak-
endur yrðu það
margir að grund-
völlur væri fyrir
henni. Það er
bagalegt, en því
miður eru ekki allir
harmonikukenn-
arar áskrifendur
að Harmoniku-
blaðinu, eða f harmonikufélagi. Það er því
dálítið snúið að koma upplýsingum á fram-
færi til allra, sem málið varðar. Þetta þarf
þó að gerast efvel á að vera. Það þarf að
ná sambandi við í fyrsta lagi öll harmon-
ikufélögin og allar harmonikudeildir tón-
listarskólanna. í haust stendurtil að halda
Unglingamót á Reykjum í Hrútafirði. Ung-
lingamótin hafa ekki verið haldin sfðan
2009, en vonir standa til þess að úr því geti
orðið nú. Þarereinmitt kjörinn vettvangur
til að kynna keppni í harmonikuleik. Ung-
lingamótin hafa verið tilvalin fyrir ungt
listafólktil að stilla saman strengi (belgi).
Að lokum þetta. Ritstjórinn kallar eftir
greinum frá harmonikuunnendum, sem
luma jafnvel á góðum sögum af harmon-
ikufólki. Þá er hann einnig mjög opinn fyrir
fréttum af ungum harmonikuleikurum.
Með harmonikukveðju
Friðjón Hallgrímsson
í FRÉTTUM VAR ÞEITA HELST
Hermóður Birgir Alfreðsson hélt upp á
áttatíu ára afmælið í Djúpinu í Hafnar-
stræti í Reykjavík, þann 13. júní sl.
Afmælisbarnið afþakkaði allar gjafir
en hélt uppi stemmingu að vanda.
Margir urðu til að samgleðjast þessum
mikla harmonikuunnanda. Reynir
Jónasson lék fyrir viðstadda, aukfleiri
heiðursmanna, sem tóku lagið í tilefni
dagsins. Þá hélt Egill Ólafsson söngvari
og leikari eftirminnilega tölu til heiðurs
afmælisbarninu.
Benedikt Magnússon lauk brottfarar-
prófi frá Tónlistarskóla Grafarvogs
þann 20. ágúst með tónleikum í Grafar-
vogskirkju. Benedikt nam harmoniku-
leik hjá Guðmundi Samúelssyni, en
hefur undanfarin ár stundað tækni-
fræðinám í Kaupmannahöfn. Hans
verður getið síðar í blaðinu.
Aðalfundur SÍHU verður haldinn að
Laugum í Sælingsdal helgina 21. - 23.
september. Á dagskrá eru hefðbundin
aðalfundarstörf, auk hefðbundinna
gleðistunda, sem eru fylgifiskar þess-
ara funda.
Tveir heiðursmenn voru heiðraðir af
Landssambandinu. Aðalsteinn ísfjörð,
Þingeyingur, var heiðraður á harmon-
ikumótinu á Breiðumýri og Ríkarður
Jóhannsson, Dalamaður, á harmonik-
umóti SÍHU íÁrbliki.
3