Harmonikublaðið - 01.09.2012, Page 6

Harmonikublaðið - 01.09.2012, Page 6
Fyrsta harmonikuhátíð sumarsins var í höndum okkar Húnvetninga og Dalamanna 15.-17. júní ífélagsheimilinu Ásbyrgi, Laugarbakka, Miðfirði. Hátíðin tókst með miklum ágætum, þar sem H.U.H. sá um spila- mennskuna á föstudagskvöld, en vegna harmonikuleysis hjá H.U.H.fengum við hina frábæru hljómsveitSveinsSigurjónssonar til að spila fyrir okkur. Stórsveit Nikkólínu spilaði síðan á laugar- dagskvöldið með glæsibrag. Á dansleikjunum var hin besta stemm- ing og mikið fótafjör. Á laugardag fóru flestir harmonikuleikarar í handverkshúsið og spiluðu fyrir gesti og gangandi, en þar var haldinn sérstakur prjónadagurogvakti það milda lukku gesta að fá þessa heimsókn, síðan fór hópurinn í kaffihlaðborð hjá harmonikufélögunum í Ásbyrgi. Þar var einnig harmonikusýning á vegum E.G. tóna að vanda. Aðstaðan í Ásbyrgi er alveg Ijómandi góð, heitt vatn á tjaldstæð- inu, sturtur, heitur pottur og lítil sundlaugvið húsið, allttil afnota fyrir hátíðargesti eins og hver vill án aukakostnaðar. Þetta er önnur hátíð H.U.H. og Nikkólínu íÁsbyrgi, en sú fyrri var haldin árið 2009. Þar sem þetta hefur lukkast svona Ijómandi vel hjá okkur, stefnum við full bjartsýni áÁsbyrgi helgina 14.-16. júní 2013. Með bestu kveðju og þökk fyrir frábært harmonikusumar, Sólveig Inga og Ásgerður Jónsdóttir. Myndir: Valur Haraldsson A 'L almomkusafn ÁSGEIRS S. SIGURÐSSÍÍNAR býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði. Símanúmer: 456-3485 og 863-1642

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.